Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Það er aldagömul aðferð að elda
mat í leirpotti,“ segir Brynhildur
Pálsdóttir hönnuður. „Hæg eldun
fer vel með hráefnið því leirinn
andar en hleypir ekki næringar-
efnunum út. Þetta er því holl mat-
reiðsluaðferð og maturinn kemur
meyr og góður úr pottinum.“
Íslenskur jarðleir hefur ekki
verið mikið notaður sem hrá-
efni. Brynhildur útskýrir að ein
af ástæðum þess sé hve Ísland
er ungt land og leirinn ekki eins
meðfærilegur og til dæmis evr-
ópskur jarðleir. „Íslenski leirinn
er svolítil ótemja en Sigríður Erla
var staðráðin í að nýta leirinn og
hefur náð að temja hann. Partur
af hugsjónum okkar Guðfinnu er
að vinna með staðbundin hráefni
sem gefur hlutunum sérstöðu.
Leirinn kemur frá Fagradal á
Skarðsströnd þar sem ræktað er
lambakjöt með hvannarbragði og
okkur fannst einnig áhugavert að
geta búið til eldunaráhald úr jörð-
inni sem lömbin ganga á.“
Halla Steinólfsdóttir og Guð-
mundur Gíslason, bændur í
Fagradal, grafa upp leirinn og
frumvinna hann fyrir Sigríði
Erlu sem vinnur úr honum í
verksmiðju sinni, Leir 7, í Stykk-
ishólmi. Áður en eldað er í pott-
inum þarf að bleyta hann og svo
skal setja hann inn í kaldan ofn-
inn. Brynhildur mælir með því að
stilla ofninn á lágan hita og láta
steikina malla allan daginn í ofn-
inum. Einnig segir hún að gott sé
að baka í pottinum brauð.
„Við brauðbakstur í leirpotti
myndast góð skorpa allan hring-
inn og það er líka hægt að baka
kökur. Það er mjög þægilegt að
nota leirpottinn þegar elda á fyrir
gesti því það fer bara allt hráefn-
ið í pottinn og svo þarf ekkert að
snúa við eða hræra. Potturinn sér
um þetta allt.“
Brynhildur og Guðfinna gefa
lesendum uppskrift að hvannar-
lambakjötsrétti sem Friðrik V
matreiðslumeistari bjó sérstak-
lega til fyrir pottinn. Verslunin
Kokka selur leirpottinn og er von
á fyrstu sendingu í maí.
heida@frettabladid.is
Eldað í íslenskum leir
Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuðir reka hönnunarfyrirtækið Borðið.
Þær hönnuðu leirpott í samvinnu við Sigríði Erlu Guðmundsdóttur keramikhönnuð og eiganda Leir 7.
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hrærir í hvannarlambakjötsréttinum í leirpottinum góða sem hún hannaði ásamt Brynhildi Pálsdótt-
ur og Sigríði Erlu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
800-1000 g súpu-
kjöt með beini eða
beinlaust filet eða læri,
helst Hvannarlamb frá
Fagradal
2 laukar
1 íslensk gulrófa
4-5 íslenskar gulrætur
2 meðalstór íslensk
hnúðkál
3 lárviðarlauf
1 bolli bankabygg frá
Eymundi í Vallanesi,
látið liggja í köldu vatni í
2 klukkustundir
1 væn rósmaríngrein
3 hvítlauksrif,
100 g íslenskt smjör
Salt og pipar
½ lítri lambasoð
Fáfnisgras
Bleytið pottinn undir
rennandi vatni.
Grænmetið flysjað og
brytjað gróft, hvítlauk-
urinn skorinn í þunnar
sneiðar. Hellið vatninu
af bankabygginu
og blandið kjöti og
grænmeti vel saman
við, kryddið með salti
og pipar, lárviðarlaufi
og þyrnunum af rós-
marínstilknum.
Setjið í leirpottinn,
hellið lambasoðinu
yfir og setjið smjörið
á toppinn, lokið og
bakið í 160°C heitum
ofni í 1½ klukkutíma.
Hrærið reglulega í á
meðan og stráið svo
fáfnisgraslaufunum
yfir og lokið áður en
borið er fram.
LEIRPOTTSLAMB FRIÐRIKS V
Íslenskt hvannarlamb með bankabyggi FYRIR 6
Leirpotturinn er unninn
úr íslenskum leir, fengn-
um í landi Fagradals á
Skarðsströnd þar sem
einnig er ræktað lamba-
kjöt með hvannarbragði.
Potturinn fæst í Kokku á
Laugavegi.
KJÚKLINGABAUNIR hafa ekkert með kjúkling að gera
eins og nafnið bendir til og eru í raun og veru ekki baunir heldur,
heldur fræ runna sem vex í Suður-Evrópu og Vestur-Asíu.
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is
H
ri
n
g
b
ro
t
Næg ókeypis
bílastæði
við Perluna
Ódýrt og gott!
Súpubar 620 kr.
Salatbar 990 kr.
Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.
~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~
Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti
á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt
brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls
kyns ísrétti, kökur og tertur.
Vegna mikillar eftirspurnar hefur
Allt í steik verið framlengt til 19. apríl!