Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.04.2009, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Það er aldagömul aðferð að elda mat í leirpotti,“ segir Brynhildur Pálsdóttir hönnuður. „Hæg eldun fer vel með hráefnið því leirinn andar en hleypir ekki næringar- efnunum út. Þetta er því holl mat- reiðsluaðferð og maturinn kemur meyr og góður úr pottinum.“ Íslenskur jarðleir hefur ekki verið mikið notaður sem hrá- efni. Brynhildur útskýrir að ein af ástæðum þess sé hve Ísland er ungt land og leirinn ekki eins meðfærilegur og til dæmis evr- ópskur jarðleir. „Íslenski leirinn er svolítil ótemja en Sigríður Erla var staðráðin í að nýta leirinn og hefur náð að temja hann. Partur af hugsjónum okkar Guðfinnu er að vinna með staðbundin hráefni sem gefur hlutunum sérstöðu. Leirinn kemur frá Fagradal á Skarðsströnd þar sem ræktað er lambakjöt með hvannarbragði og okkur fannst einnig áhugavert að geta búið til eldunaráhald úr jörð- inni sem lömbin ganga á.“ Halla Steinólfsdóttir og Guð- mundur Gíslason, bændur í Fagradal, grafa upp leirinn og frumvinna hann fyrir Sigríði Erlu sem vinnur úr honum í verksmiðju sinni, Leir 7, í Stykk- ishólmi. Áður en eldað er í pott- inum þarf að bleyta hann og svo skal setja hann inn í kaldan ofn- inn. Brynhildur mælir með því að stilla ofninn á lágan hita og láta steikina malla allan daginn í ofn- inum. Einnig segir hún að gott sé að baka í pottinum brauð. „Við brauðbakstur í leirpotti myndast góð skorpa allan hring- inn og það er líka hægt að baka kökur. Það er mjög þægilegt að nota leirpottinn þegar elda á fyrir gesti því það fer bara allt hráefn- ið í pottinn og svo þarf ekkert að snúa við eða hræra. Potturinn sér um þetta allt.“ Brynhildur og Guðfinna gefa lesendum uppskrift að hvannar- lambakjötsrétti sem Friðrik V matreiðslumeistari bjó sérstak- lega til fyrir pottinn. Verslunin Kokka selur leirpottinn og er von á fyrstu sendingu í maí. heida@frettabladid.is Eldað í íslenskum leir Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir vöruhönnuðir reka hönnunarfyrirtækið Borðið. Þær hönnuðu leirpott í samvinnu við Sigríði Erlu Guðmundsdóttur keramikhönnuð og eiganda Leir 7. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hrærir í hvannarlambakjötsréttinum í leirpottinum góða sem hún hannaði ásamt Brynhildi Pálsdótt- ur og Sigríði Erlu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 800-1000 g súpu- kjöt með beini eða beinlaust filet eða læri, helst Hvannarlamb frá Fagradal 2 laukar 1 íslensk gulrófa 4-5 íslenskar gulrætur 2 meðalstór íslensk hnúðkál 3 lárviðarlauf 1 bolli bankabygg frá Eymundi í Vallanesi, látið liggja í köldu vatni í 2 klukkustundir 1 væn rósmaríngrein 3 hvítlauksrif, 100 g íslenskt smjör Salt og pipar ½ lítri lambasoð Fáfnisgras Bleytið pottinn undir rennandi vatni. Grænmetið flysjað og brytjað gróft, hvítlauk- urinn skorinn í þunnar sneiðar. Hellið vatninu af bankabygginu og blandið kjöti og grænmeti vel saman við, kryddið með salti og pipar, lárviðarlaufi og þyrnunum af rós- marínstilknum. Setjið í leirpottinn, hellið lambasoðinu yfir og setjið smjörið á toppinn, lokið og bakið í 160°C heitum ofni í 1½ klukkutíma. Hrærið reglulega í á meðan og stráið svo fáfnisgraslaufunum yfir og lokið áður en borið er fram. LEIRPOTTSLAMB FRIÐRIKS V Íslenskt hvannarlamb með bankabyggi FYRIR 6 Leirpotturinn er unninn úr íslenskum leir, fengn- um í landi Fagradals á Skarðsströnd þar sem einnig er ræktað lamba- kjöt með hvannarbragði. Potturinn fæst í Kokku á Laugavegi. KJÚKLINGABAUNIR hafa ekkert með kjúkling að gera eins og nafnið bendir til og eru í raun og veru ekki baunir heldur, heldur fræ runna sem vex í Suður-Evrópu og Vestur-Asíu. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. Salatbar 990 kr. Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr. ~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~ Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Vegna mikillar eftirspurnar hefur Allt í steik verið framlengt til 19. apríl!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.