Morgunblaðið - 08.09.2008, Síða 26
26 F MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Síðumúla 11, 2. hæð • 108 Rvk • Sími 575 8500 • Fax 575 8505
Þór
Þorgeirsson
lögg. fast.sali
Pálmi
Almarsson
lögg. fast.saliFasteignamiðlun var stofnsett árið 1979 af Sverri Kristjánssyni
www.fasteignamidlun.is Opið mán. til fim. 9-17, fös. 9.00-16.30.
Sérhæðir
ÁLFHÓLSVEGUR - NÝTT
Vorum að fá í einkasölu mjög bjarta og fallega 5-
6 herb., 146 fm efri sérhæð á frábærum útsýn-
isstað. 3-4 svefnherb. Fallegt og rúmgott baðher-
bergi. Tvennar svalir. Gegnheilt parket. Ásett
verð 38,7 millj. Sjá nánar á fasteignamidlun.is
MÁVAHLÍÐ - SKIPTI
Vorum að fá í einkasölu 4-5 herbergja, 110 fm
sérhæð ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað.
Húsið hefur allt verið tekið í gegn að utan, heim-
reið hellulögð og settur hiti. Laus nú þegar. Skipti
á 2ja eða 3ja herb. íbúð. Ásett verð 36,0 millj. Sjá
nánar á fasteignamidlun.is
5 til 7 herbergja
FÍFULIND - RÚMGÓÐ
Rúmgóð 136 fm, 5 herbergja íbúð á tveimur hæð-
um á þessum eftirsótta stað í Kópavogi. Rúmgóð-
ar flísalagðar suðursvalir. Ásett verð 30,5 millj.
Sjá nánar á fasteignamidlun.is
4ra herbergja
VEGHÚS - NÝTT
Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. íbúð á 2. hæð
ásamt herbergi/geymslu í risi, samtals 121,0 fm á
þessum vinsæla stað í Grafarvogi. Ásett verð 29,7
millj. Sjá nánar fasteignamidlun.is
LJÓSHEIMAR - LAUS Í einkasölu 3ja-4ra herb.
110 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi með útsýni. Húsið
er allt klætt að utan. Búið er að endurnýja dren-
og skólplagnir hússins. Tvennar svalir. Íbúðin er
laus við kaupsamning. Ásett verð 25,9 millj. Sjá
nánar á fasteignamidlun.is
HLUNNAVOGUR - LAUS FLJÓTLEGA
Vorum að fá í einkasölu mjög bjarta og fallega 3-4
herbergja, 105 fm miðhæð á þessum eftirsótta
stað. Þak endurnýjað. Laus í ágúst. Áhv. 8. millj.
frá Íbúðalánasjóði. Ásett verð 27,7 millj. Sjá nán-
ar á fasteignamidlun.is
HÖRÐUKÓR - KÓP. Nýleg 126 mf, 4ra herbergja
íbúð í lyftuhúsi með tveimur lyftum ásamt stæði í
lokaðri bílgeymslu á þessum vinsæla stað í Kópa-
vogi. Stutt í alla þjónustu. Ásett verð 32,0 millj. Sjá
nánar á fasteignamidlun.is
3ja herbergja
KAPLASKJÓLSVEGUR - NÝTT
Vorum að fá í einkasölu 3ja herb. 86,10 fm endíb-
úð á 2. hæð á þessum vinsæla stað í Vesturbæn-
um. Ásett verð 24,0 millj. Sjá nánar fast-
eignamidlun.is
GNOÐAVOGUR Góð 3ja herb. 75 fm íbúð á 2.
hæð í álklæddu fjölbýli við Gnoðavog í Reykjavík.
Til afhendingar við kaupsamning. Áhv. 17,9 millj.,
hægt að yfirtaka 15,5 millj. Ásett verð 18,5 millj.
Sjá nánar á fasteignamidlun.is
KARFAVOGUR - NÝTT
Vorum að fá í einkasölu rúmgóða 97 fm, 3ja her-
bergja kjallaraíbúð á þessum eftirsótta stað. Áhvl.
16,3 millj. Íbúðalánasjóður. Ásett verð 21,3 millj.
Sjá nánar fasteignamidlun.is
LOGAFOLD - BÍLSKÝLI Falleg og vel meðfarin
3ja herb. endaíbúð á 3. hæð í vel staðsettu fjölbýli
við Logafold í Grafarvogi. Áhv. 5,6 m. Ásett verð
25,9 m.
FÍFULIND - KÓP. Falleg 3ja herb. 89 fm íbúð á
2.h. (hálf hæð upp frá inngangi). Hús í góðu
ástandi. Áhv. 3,3 millj. Ásett verð 26,9 millj.
FERJUVOGUR - ENDURNÝJUÐ Falleg og mikið
endurnýjuð 92 fm 3ja herb. íbúð í kjallara í tvíbýlis-
húsi við Ferjuvog. Nýuppgert sam. þvottaherbergi.
Skólplagnir nýjar. Eign sem vert er að skoða. Áhv.
15 millj. Ásett verð 23,9 millj. Sjá nánar á fast-
eignamidlun.is
2ja herbergja
FRÓÐENGI - NÝTT
Vorum að fá í einkasölu 2ja-3ja herb. 53,20 fm íbúð
á jarðhæð með sérgarði á þessum vinsæla stað í
Grafarvogi. Ásett verð 17,2 millj. Sjá nánar fast-
eignamidlun.is
LAUGATEIGUR - 90% LÁN Mikið endurnýjuð
2ja herbergja 84 fm kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi með
sérinngangi á þessum vinsæla stað í nágrenni
Laugardalsins. Seljandi er tilbúinn að lána 10% út
á eignina aftan við 80% lán. Ásett verð 22,9 millj.
Sjá nánra á fasteignamidlun.is
Strandabyggð | Fasteigna-
miðstöðin er með til sölu jörðina
Kollafjarðarnes í Strandabyggð.
Jörðin er við norðanverðan Kolla-
fjörð og er talin vera rúmir 900 ha.
Kollafjarðarnesið gengur til norð-
austurs út í Húnaflóa milli Kolla-
fjarðar og Steingrímsfjarðar. Segir í
söluyfirliti að nokkurt undirlendi sé
með ströndinni og víða gróið. „Áður
talin allgóð fjárjörð og hlunn-
indajörð sakir reka og nálægðar við
fengsæl fiskimið í flóanum. Nokkur
reki er enn á Ströndum og selur
víða á ströndinni. Fuglalíf á Strönd-
um er með því fjölbreyttara sem
sést á landinu, vetur jafnt sem sum-
ar.“
Samkvæmt fasteignasala er húsa-
kostur allmikill, en þarfnast veru-
legrar lagfæringar og frágangs á
þeim húsum sem ólokið er byggingu
á. „Húsakostur m.a. íbúðarhús
byggt úr steinsteypu árið 1925 og
mun það vera elsta steinsteypta hús
á Ströndum. Einnig er þar hálf-
byggt einbýlishús sem byrjað var að
byggja 1988 auk ýmissa útihúsa.
Húsakosturinn allur þarfnast við-
halds og viðgerða,“ segir meðal ann-
ars í söluyfirliti. „Á Kollafjarðarnesi
er kirkja og kirkjugarður sem hafa
fengið afmarkað land úr jörðinni,
sem ekki fylgir. Jörðin er talin
bjóða möguleika í ferðaþjónustu,
m.a. í tengslum við nýjan veg sem
verið er að leggja um Arnkötludal
úr botni Gilsfjarðar til Húsavíkur á
Ströndum. Nyrðri vegtenging ligg-
ur miðja vegu milli Hólmavíkur og
Kollafjarðarness. Jörðin er í alfara-
leið allra sem eiga leið um Strandir,
hvort sem er til fjarða og nátt-
úruvinja á Hornströndum eða á leið
þeirra sem fara til Ísafjarðardjúps.
Örstutt á Hólmavík og með nýrri
vegtengingu styttist leiðin til Gils-
fjarðar og suður á land verulega.“
Kollafjarðarnes
Hver vaskur er sérstakur og gyllt-
ur. Ef þig langar að eiga þess hátt-
ar baðherbergisstáss kostar stykk-
ið aðeins tæpar 1,5 milljónir króna.
Sjá: http://www.lavabosinks.com/
lupi23.html. gudrunhulda@mbl.is
Blöndunartækni Þessi sniðuga nýjung er hugarsmíð Smiths Newmans.
Blöndunartækið hefur hitaskynjara og lýsir það bláu, hvítu eða rauðu ljósi
eftir hita vatnsins.
Spírallagað Þessi gleður augað.
Án niðurfalls Þessi vaskur bendir á mikilvægi þess að spara vatnið.
Flæðandi Vaskur fyrir vandláta.
1,5 milljónir Þetta glæsilega bákn
er varla fyrir hvern sem er.
HÖNNUN á vöskum hefur tekið
stakkaskiptum undanfarin ár, vask-
ar og blöndunartæki eru oft á tíð-
um eins og fagurlega mótaðir
skúlptúrar. Sumum þykir oft nóg
um, sérstaklega þegar notagildið er
látið aftarlega í forgangsröðun
hönnunarinnar meðan aðrir hrópa
húrra yfir hugmyndaauðginni og
taumlausu frelsinu.
Flæðandi glervaskur
Þessi vaskur ætti ekki að fljóta
framhjá augnaráði neins. Hann er
glerblásinn og lítur frekast út fyrir
að vera eitthvað úr hönnun Gaudís,
flæðandi, óreglulegt en um leið
smekklegt. Algert augnayndi.
Sjá: http://www.cbdglass.com/
Bath_Products/Wall_mo-
unt_sinks.html.
Spírallagað og skemmtilegt
Ef fólk vill hressa upp á einfalt
og hefðbundið baðherbergi er þessi
skemmtilegi spírallagaði vaskur
eitthvað sem vert er að líta á. Spí-
ralvaskurinn kemur í tveimur
stærðum.
Sjá: http://www.hightech-design-
products.com/.
Sparaðu vatnið
Til þess að losa vatn úr vask-
inum er nauðsynlegt að hella því í
þar til gert hólf. Hugmyndin er af-
ar gamaldags og flestir myndu ef-
laust kjósa að nota eðlilegan vask
með niðurfalli sem sér um alla
vatnslosun.
En hönnuður vasksins, Maja
Ganszyniec, gerði vaskinn í þeim
tilgangi að fólk yrði meðvitaðra um
vatnsnotkun sína og kannski að-
allega hversu mikið af vatni fólk
notar til þess eins að hella því.
Vaskurinn minnir á mikilvægi
vatns.
Sjá: http://www.majagan.com/.
Glæsilegt stáss
Þessi gerðarlegi vaskur er gerð-
ur úr ónyx-, jutta- og sinia-steinum
og er hönnun Carlos Colombos.
Ekki bara handlaugar