Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 19 Edinborg. Heimsóknin til Íslands er hennar fyrsta og hún stekkur reglulega til – biður jafnvel leigubíl- stjóra um að stansa snarlega – til þess að taka myndir af landslagi sem henni þykir minna á Skotland. „Ís- land er mjög líkt Skotlandi – Ísland er eiginlega frjálst Skotland,“ segir hún og öfundin yfir lýðveldisstimpl- inum leynir sér ekki. Lorna hefur djúpstæðan áhuga á skoskri menn- ingu, sér í lagi menningu kvenna og listrænum rótum alls þess sem skoskt er. Í tómstundum stúderar hún gelísku og finnst áhugavert að bera gelísk orð saman við íslensk, hvort sem er á götuskiltum eða í bæklingnum góða sem Skoska knattspyrnusambandið dreifði til liðsmanna Köflótta hersins í tilefni Íslandsfararinnar. (Þar er að finna, auk hagnýtra upplýsinga um söfn, veitingastaði og samgönguleiðir, lista yfir nokkrar bráðnauðsynlegar setningar á íslensku, s.s. Þú ert með falleg augu, Mér fannst jafntefli sanngjörn úrslit, Hvað er langt á íþróttaleikvanginn héðan? og Hefurðu heyrt um The Proclai- mers?!) Marklína, ljóðlína Lorna er byrjandi í útileikjum, eins og hún segir sjálf, en hefur mætt reglulega á heimaleiki skoska lands- liðsins á Hampden Park um árabil. „Fótbolti kemur við sögu mjög snemma í skoskum heimildum, í frumstæðri mynd. Vorkomunni var til dæmis fagnað með boltaleik þar sem leðurtuðru var sparkað og svipaður leikur tengist einnig mystískri gyðju í fornöld,“ segir Lorna, sem er ófor- betranlegur knattspyrnuaðdáandi og hefur, eins og margir kollega hennar, ort urmul fótboltaljóða. Meðferðis hefur hún einmitt nýútkomna bók, 100 Favourite Scottish Football Po- ems, sem er safnbók knattspyrnu- ljóða eftir jafnmarga höfunda. Þar á hún sjálf efni, rétt eins og í bókinni Football Haikus (Fótboltahækur), sem út kom fyrir nokkrum árum. Þar varð japanska hækuformið hópi höf- unda kveikja að meitluðum leiklýs- ingum. „Við höfum lengi ort um fótbolta,“ segir Lorna og á við skosk skáld al- mennt. Fremst í 100 ljóða bókinni er einmitt skoska boltaljóðið The Bew- teis of the Fute-ball (Fagurfræði fót- boltans) frá árinu 1580, sem staðfestir hina löngu hefð. Og á bókarkápu seg- ir: „Þetta safn færir saman popp- menningu og bókmenntir, áhangand- ann og gagnrýnandann – jafnvel hörkuskalla og heimspeki.“ Lorna segir að önnur safnbók sé þegar í undirbúningi, nýlega hafi t.a.m. fundist óbirt fótboltaljóð frá ár- um seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það er áhugaverð stúdía þar sem saman fléttast stríð, þjóðerniskennd og knattspyrna,“ segir hún, en rétt eins og plötusnúðurinn Tam hefur hún persónulegan og fræðilegan áhuga á tengslum knattspyrnu og skoskrar þjóðarsálar. Þar kjarnast karakter Skotans. „Það svífur náttúrlega mikil karlmennska yfir vötnum í hópi eins og Köflótta hernum,“ segir hún og brosir. „Stundum er snúið að vera kvenmaður í þeim félagsskap, en ég er smátt og smátt að finna rétta jafn- vægið. Þeir eru miklir vinir mínir og ástin á leiknum tengir okkur saman.“ Hrafnfundið land Lorna hefur beðið lengi eftir því að koma til Íslands, allt frá því á ung- lingsárunum er hún las bókina The Land The Ravens Found (Hrafn- fundna landið) eftir skosku skáldkon- una Naomi Mitchison. „Þannig að þetta er eins konar pílagrímsferð fyr- ir mig,“ segir hún brosandi. „Svo er ég með Brekkukotsannál í töskunni og er byrjuð að lesa hana. Í gær keyrði ég framhjá staðnum þar sem Halldór Laxness fæddist og á morgun ætla ég að skoða gömul handrit í hús- inu sem þið kallið Þjóðmenning- arhúsið,“ segir hún dreymin; orðið sjálft rammar eiginlega inn hennar helstu hugðarefni. „Svo unnum við leikinn, sem voru tíðindi í sjálfu sér – við hittum á mark- ið tvisvar og skoruðum,“ bætir Lorna við, en rysjótt gengi skoska knatt- spyrnulandsliðsins er heimsfrægt og hefur kannski aldrei verið betur lýst en í eftirfarandi hæku Lornu sjálfrar, sem birt er í nýju safnbókinni: Beautiful Miss Scotland Morgunblaðið/Kristinn Á vellinum Skáldkonan Lorna og plötusnúðurinn Tam, með liðsmenn Köflótta hersins á báðar hendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.