Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nú er tilskoðunar íutanrík- isráðuneytinu hvort hverfa eigi frá beiðni um loft- rýmiseftirlit við Ísland. Þetta tilkynnti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í gær. Verði af þessu yrði ekkert af því að Bretar kæmu til Ís- lands að sinna þessu eftirliti í desember. Sagði Ingibjörg Sól- rún að með þessu myndu spar- ast 50 milljónir króna og bætti við að eins og nú væri komið hlytu Íslendingar að leggja áherslu á efnahagslegar varnir. Þessi málflutningur vekur margar spurningar um það sem hingað til hefur verið sagt um þessi mál. Var loftrýmiseft- irlitið að beiðni Íslendinga? Öðruvísi mátti skilja grein, sem Ingibjörg Sólrún skrifaði um þessi mál í Morgunblaðið í júní: „Að sama skapi myndi engin vöktun og ekkert eftirlit gefa til kynna að viðkomandi svæði væri öllum opið, óvaktaður al- menningur og nánast einskis- mannsland. Ljóst er að slíkar aðstæður væru okkur Íslend- ingum óásættanlegar, enda fer tómarúm illa saman við öryggi lands og þjóðar. Þessu sam- sinna grannríki okkar, enda var það sameiginleg ákvörðun NATO að hér væri virkt loft- rýmiseftirlit og regluleg gæsla.“ Var sem sagt um að ræða sameiginlega ákvörðun að beiðni Íslendinga? Ekki eru nema nokkrir dagar síð- an Össur Skarp- héðinsson iðnaðarráðherra vildi ekki fá Bretana hingað af þjóðernislegum ástæðum. Geir H. Haarde forsætisráð- herra taldi þá ótímabært að fjalla um málið. Nú hafa efnahagsrökin verið tekin fram. En af hverju verður örygg- isleysi á einu sviði til þess að fórna má öryggi á öðru sviði? Annaðhvort er ástæða til loft- rýmiseftirlits og þá verður að verja til þess fé, eða það er óþarfi og þá á að láta það eiga sig. Það er síðan stór spurning hvernig þessari ákvörðun verð- ur tekið í Brussel. Hvað munu bandamenn Íslendinga sem tóku þessa sameiginlegu ákvörðun á sínum tíma halda þegar Íslendingar líta svo á að loftrýmiseftirlitið sé óþarfi? Munu þeir setja þessa kúvend- ingu í samband við umræður um Rússalán? Loftrýmiseftir- litið hefur beinst gegn Rússum og engum öðrum og Íslend- ingar hafa umfram flest önnur Atlantshafsbandalagsríki hamrað á því að umsvif Rússa hafi aukist yfir Norður- Atlantshafi og því þurfi að hafa varann á. Hvernig á að túlka sinnaskipti Íslendinga í höfuð- stöðvum NATO í Brussel? Hvernig mun NATO túlka sinnaskipti Íslendinga?} Sparað til öryggis Það er nánastárlegur við- burður hér á landi að sprenging verði og slys á fólki þeg- ar ungmenni fikta við að „sniffa“ jarðgas. Þetta kemur fram í máli Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Sjúkrahúsinu Vogi, í Morgun- blaðinu í dag. Afleiðingar síðasta slyssins, sem varð við fikt unglinga með gas í skúr í Bústaðahverfinu í Reykjavík, eru skelfilegar. Sex ungmenni skaðbrenndust og einn piltur liggur enn á gjörgæzludeild, mikið slas- aður. Miðað við afl sprenging- arinnar verður það að teljast mesta Guðs mildi að ekkert barnanna skyldi láta lífið í slysinu. Foreldrar unglinga hrökkva auðvitað í kút þegar þeir sjá fréttir af slysi sem þessu. Von- andi brýna allir rækilega fyrir börnunum sínum hvílík hætta getur falizt í fikti af þessu tagi. Kannski vantar upp á for- varnarstarf, sem sýnir nýjum og nýjum árgöngum fram á þá stórkostlegu hættu, sem getur falizt í því að „sniffa“ gas eða önnur rokgjörn efni. Fyrir all- mörgum árum birtust í fjöl- miðlum viðtöl við einstaklinga, sem höfðu hlotið ævilangan tauga- og heilaskaða eftir að hafa reynt að komast í vímu með þeim hætti. Viðtölin við þetta fólk þyrfti helzt að sýna árlega öllum grunnskólanem- um sem eru að nálgast við- kvæmasta aldurinn. Aðalatriðið er þó auðvitað að foreldrar brýni fyrir börn- unum sínum að allar tilraunir til að komast í einhvers konar vímu eru líklegar til að enda með ósköpum. Unglingur, sem reynir slíkt, sama hvaða efni hann notar, er í stórkostlegri hættu að verða fyrir varan- legum skaða, örkumlum eða dauða. Sú hætta fylgir öllum efnum sem notuð eru til að komast í vímu og breytir þá minnstu þótt fólk ætli sér kannski bara að fikta aðeins við þau. Hættan á varan- legum skaða fylgir öllum efnum sem notuð eru til að komast í vímu } Lífshættulegt fikt S veigjanleiki án tækifærismennsku er eftirsóttur eiginleiki sem er alltof sjaldgæfur í fari stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn vilja gefa þá mynd af sér að þeir séu fastir fyrir og eng- ar dægurlufsur. Oft leggja stjórnmálamenn mikið á sig til að viðhalda þessari mynd og sýna þá jafnvel í þjóðþrifamálum þrjósku og þver- móðsku sem jaðrar við að vera hættuleg landi og þjóð. Þetta opinberast ágætlega í umræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Það er sama hvort um er að ræða formann Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna eða Fram- sóknarflokks. Formennirnir þylja allir sömu þuluna um að aðildarumsókn leysi ekki núver- andi efnahagsvanda. Þeir verða alltaf jafn geð- vonskulegir á svipinn þegar þeir reyna að út- skýra fyrir óþolinmóðum fjölmiðlamönnum og enn óþolinmóðari þjóð að ekki sé tímabært að setja málið á dagskrá. Maður hefur sterklega á tilfinningunni að sú stund muni aldrei renna upp að þeir viðurkenni nauðsyn þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Mað- ur veit reyndar ekki nákvæmlega af hverju þeir eru svo mjög mótfallnir því að sótt sé um aðild. Eina ástæðan virð- ist vera sú að þeir hafi alist upp við krónuna, séu orðnir vanir henni og vilji ekki komast á blöð sögunnar fyrir að hafa gengið formlega af henni dauðri. Þeir ættu þó að vita, eins og þjóðin öll, að krónan er steindauð. Í þeim efnahagshörmungum sem áhættusæknir at- hafnamenn, værukærir stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir með athyglisbrest hafa kallað yfir þjóðina er þörf á griðastað. Evrópusam- bandið er lausn. Aðild leysir örugglega ekki allan vandann en samt mikilvægan hluta hans. Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að setja Evrópusambandsaðild á dagskrá þá er það núna. Íslenska þjóðin kærir sig ekki um ein- angrun. Hún vill vera þátttakandi í samfélagi Evrópuríkja. Hún vill eignast gjaldmiðil sem hægt er að treysta á. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar eru að einangrast. Þjóðin skil- ur þá ekki og þeir virðast ekki skilja þjóðina. Steingrímur J. Sigfússon er svo glaður yfir hruni kapítalismans – hruni sem hann telur í misskilningi sínum að sé endanlegt – að hann talar eins og nú taki við langþráður einangr- unartími þjóðarinnar þar sem hver gætir að sínu og eng- inn er að fjárfesta. Guðni Ágústsson virðist sjá fyrir sér endurreisn bændastéttarinnar og hinna gömlu þjóðlegu og afturhaldssömu gilda. Ekki nema von að þeir séu glaðir og hafi engan áhuga á að líta til Evrópu. Það er reyndar smávon um Geir Haarde. Einstaka sinn- um, þegar hann er spurður um Evrópusambandið, er eins og sjónvarpsvélarnar nái að fanga svipbrigði í andliti hans sem benda til að honum sé að snúast hugur. Geir er óvit- laus maður. Þjóðarinnar og flokks hans vegna er vonandi að hann komist að réttri niðurstöðu áður en Ísland verður endanlega gjaldþrota. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Einangraðir formenn Fisksala minnkar í hrávörulækkunum FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is V ið höfum fundið fyrir mikilli sölutregðu á þorski og ýsu. Árferðið er erfitt og þessar dýr- ari afurðir hafa verið að seljast illa á öllum helstu mörk- uðum,“ segir Gústaf Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ice Fresh Sea- food, dótturfyrirtækis Samherja sem annast meðal annars sölu á fiski inn á erlenda markaði, einkum í Bretlandi þar sem Gústaf er með aðsetur. Samhliða bankakreppu um allan heim hafa miklir erfiðleikar átt sér stað á hrávörumörkuðum, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Í Bretlandi, sem er stærsti ein- staki markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir, hafa markaðs- aðstæður breyst hratt á undan- förnum þremur mánuðum. Gústaf segir almenna niður- sveiflu í efnahagslífi Breta hafa mikil áhrif á sölu á gæðavörum eins og fiski sem veiddur er úr villtum fiskistofnum. „Það sem gildir er að vera varkárir og halda góðu sam- bandi við trygga viðskiptavini. Aðr- ar tegundir hafa verið seljast með svipuðum hætti og áður þannig að fyrst og fremst er þetta að bitna á dýrari afurðunum,“ segir Gústaf. Miklar sveiflur hafa áhrif Heildarverðmæti sjávarútvegs- afurða sem seldar hafa verið úr landi hafa að meðaltali verið um 120 milljarðar á undanförnum ár- um. Þar hefur þorskur vegið þyngst, eða tæplega 40 prósent. Helsta ástæða þess að þorskur hefur selst treglega er minnkandi eftirspurn eftir dýrari vörum. Þeg- ar allt kemur til alls er fólk að spara og „það bitnar á góðu og dýru vörunum“ eins og einn við- mælenda Morgunblaðsins komst að orði. Fyrirtæki hafa verið að hag- ræða í rekstri og fólk kaupir ódýr- ara inn. Kílóið af sjófrystum þorskflökum hefur selst á 4,2 pund, eða sem nemur rúmlega 800 krónum. Þó veiking krónunnar hafi gert það að verkum, að meira fæst fyrir afurðir nú heldur en í venjulegu árferði þá bætir hún ekki upp slæma stöðu á mörkuðum. Ein af undirliggjandi ástæðum þess, sem gerir vanda fyrirtækja til að takast á við erfiða stöðu á mörk- uðum enn djúpstæðari, eru miklar sveiflur í rekstrarumhverfi. Fyrr á árinu var hátt olíuverð að sliga út- gerðarfyrirtæki, þegar fatið af olíu fór hæst í 147 dollara. Á þremur mánuðum hefur það lækkað um 55 prósent, er nú á milli 60 og 70 doll- arar. Samhliða þessum sveiflum hefur verð á allri hrávöru, þar með talin matvara eins og hveiti, hrísgrjón og fiskur, lækkað hratt á alþjóðamörk- uðum. Greinendur á alþjóðamörkuðum telja margir hverjir að neyslu- mynstur muni breytast hratt á komandi mánuðum. Vara sem framleidd er með ódýrum hætti, og getur því selst á hagstæðu verði, mun hafa forskot á dýrari vöru að því er talið er. Ljóst má telja að íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki munu þurfa að laga sig að þessum breytta veruleika í framtíðinni, ef þau ætla sér að halda vopnum sínum í síbreyti- legum umhverfi á alþjóðamörkuð- um. Morgunblaðið/G. Rúnar Fiskveiðar Sala á fiski hefur dregist hratt saman að undanförnu. Undirstöðuvörur íslensks sjávar- útvegs eru þorskur og ýsa. Báðar afurðirnar eru seldar sem hágæða- vörur og hefur þess vegna fengist fyrir þær gott verð. Í ljósi niður- sveiflu á alþjóðamörkuðum eru framtíðarhorfur varðandi þessar afurðir að nokkru leyti óljósar. Ljóst má telja að neytendur muni beina sjónum sínum frekar að ódýr- ari vörum. Aðstæðurnar geta líka skapað sóknarfæri fyrir fyrirtæki sem selja gæðamatvöru, takist þeim að halda sérstöðu sinni á markaði. Þó öll íslensk útflutningsfyrirtæki eigi undir högg að sækja um þessar mundir er ekki ljóst að svo verði, þegar fjármálastarfsemi í landinu er farin að virka eðlilega. Þá getur staða íslenskra fyrirtækja breyst hratt til hins betra. Möguleikar til þess að ná vopnum að nýju í erfiðu árferði eru því fyrir hendi þó stað- an nú sé erfið. ERFITT EN MÖGULEGT ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.