Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008 HVER er ástæða þess að fámennum hópi tókst að koll- steypa íslensku hag- kerfi. Víst skipti máli offar einstakra útrás- arvíkinga og ennþá frekar ef rétt er að menn hafi skotið millj- örðum undan til skat- taparadísa suður í heimi. En þegar þeir ósvífnustu hafa verið metnir og einstaka óhappaverk tekin til skoðunar sjáum við líklega að ekkert af þessu breytir heild- armyndinni. Óhappadagurinn 12. janúar 1993 Hinn raunverulegi sökudólgur alls þessa er vitaskuld löggjafarvaldið og þeir sem þar eru í forsvari. Ekki vegna sértækra verka einstöku ráð- herra eða rangrar ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Það er mjög hrópað á eftirlitsiðnaðinn í fjármála- lífinu en sjálfum er mér til efs að eft- irlitsiðnaðurinn einn hefði getað bet- ur. Sökin liggur hjá Alþingi sem ákvað 12. janúar 1993 að fela Evr- ópusambandinu hluta af því valdi sem fram til þess tíma var Alþingis og þjóðarinnar. Þetta var gert með EES-samningnum. Enginn þing- manna Framsóknarflokksins studdi þann gerning. Við sem lýstum á þeim tíma and- stöðu okkar við EES-samninginn gerðum það einkanlega á forsendum fullveldis og frelsis þjóðarinnar. Engan okkar óraði þá fyrir að kerfi sem smíðað var af hundruðum þús- unda skriffinna í Brussel gæti verið svo ófullkomið sem raun ber vitni. Á annan áratug hafa þjóðir ESB og EES móttekið tilskipanir frá Bruss- el og gert að lögum sínum. Missmíði á fjórfrelsinu Nú kemur í ljós að í lagaumhverfi og tæknilegri útfærslu á svokölluðu fjórfrelsi eru slíkar missmíðir að jafnvel formaður Sjálfstæðisflokks- ins er farinn að vísa í EES- samninginn sem orsök. Kerfi þetta gaf allskonar æv- intýramönnum lausan tauminn í viðskiptum milli þjóðríkja eins og engin landamæri væru til. Þegar kemur að ábyrgð og uppgjöri sjáum við að eftirlit inn- an hins evrópska skrif- ræðis einkennist af magni en ekki gæðum. Engin trygging er fyrir því í kerfi þessu að sá sem er ábyrgur viti af ábyrgð sinni og raun- ar eru lagaóvissur í þessum efnum svo miklar að þegar hefur kostað milliríkjadeilur, fleiri en bara þær sem eru milli Íslands og Bretlands. Á undan okkur deildu t.d. Írar og Danir um hliðstæða hluti. Verst er að ekkert þjóðríkjanna tók á sig að bera almennilega ábyrgð á að hlut- irnir væru í lagi. Allir treystu skriff- innunum sem eru líka um 700 þús- und í einni borg. Kerfi sem enginn skildi Vissulega hafa allar smáþjóðir far- ið þá leið í lagasetningu að taka mið af lögum stærri nágranna sinna. Það gerðum við Íslendingar um aldir og fluttum inn skandinavísk lög allt frá árinu 930 og til okkar daga. En slík yfirfærsla var gerð með þeim hætti að íslensk yfirvöld þurftu í hvert sinn að gæta að hvernig ein flísin félli þar að annarri. Með innleiðingu EES – var sú að- gætni ekki lengur fyrir hendi enda um að ræða yfirfærslu sem gilti í senn um heila álfu þar sem við telj- umst nokkur prómill af heildinni, náum ekki tíunda hluta af prósenti. Kerfið er í ofanálag svo flókið og risavaxið að í reynd var útilokað að nokkur hér heima gæti haft yfirsýn yfir það og reyndar ekki heldur svo í sjálfri London að nokkur hafi skilið það til fulls. Að minnsta kosti ekki Gordon Brown. Þannig hafa sér- fræðingar, erlendir og innlendir, tal- ið allt þar til í haust að innan evru- svæðisins væri samábyrgð Evrópska seðlabankans fyrir hendi en nú kem- ur í ljós að hún er alls ekki til. Og við hefðum því í engu verið betur stadd- ir innan evrusvæðis. Allt bar því að þeim sama brunni að allir treystu í blindni á kerfi sem enginn gat skilið til hlítar. Nú reka Evrópuþjóðirnar sig illa á og Icesave dæmið íslenska er aðeins dropi í þeirri mynd. ESB-þjóðirnar deila um ábyrgð á bönkum og draga sig sí- fellt meir að eigin hagsmunum. Hagsmunir þjóða og hagsmunir stórfyrirtækja Í reynd hefur ríkisstjórnum allra Evrópuríkjanna verið kippt til þess raunveruleika að verða að gæta að eigin hagsmunum og sínu eigin fólki. Þau draga sig því í fleiri og fleiri at- riðum frá heildarhagsmunum Evr- ópu. Og eðlilega vaknar spurningin: Hverjir voru þessir heildarhags- munir? Voru það ekki hagsmunir fólksins. Þegar að er gáð hefur ESB eink- anlega tekið mið af hagsmunum stórra efnahagsheilda, stórfyr- irtækja og einokunar og engin til- viljun að hér heima höfum við einnig þokast nær einokunarkapítalisma allan EES-tímann. Á erfiðleikatím- um verða allar ríkisstjórnir að gæta hagsmuna sinnar eigin þjóðar og allt gildismat færist nær raunverulegum hagsmunum kjósenda. Vegna EES-samningsins gátum við ekki tryggt dreifða eignaraðild bankanna sem með öðru stuðlaði að þeirri óskemmtilegu mynd við- skiptalífsins sem við blasir. Við gát- um ekki gengið gegn fjórfrelsinu og bannað bönkum að starfa utan Ís- lands. Það var mögulegt að stöðva opnun nýrra útibúa en útilokað að stöðva það sem í gang var komið. Hendur Alþingis til að hafa áhrif hafa verið bundnar og tíska sam- félagsins, mótuð af fjölmiðlum tísku- auðvaldsins, hefur stutt alla þá reg- infirru. Sökudólgurinn er Alþingi Bjarni Harðarson skrifar um flókið laganet EES »Engan okkar óraði þá fyrir að kerfi sem smíðað var af hund- ruðum þúsunda skrif- finna í Brussel gæti ver- ið svo ófullkomið sem raun ber vitni. Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður. RÁNIÐ á eigum Kaupþings banka í Bretlandi á sér engar hliðstæður í sam- skiptum ríkja. Breskum almenningi og heimsbyggðinni allri verða vonandi æ betur ljós gríðarleg mistök Gordons Browns forsætisráðherra, þegar hann beitti hryðjuverkalögum til að gera upptækar eignir Kaupþings í Bretlandi. – Breska heimsveldið skyldi loks ná fram hefndum á „litla Íslandi“ eftir smánarlegan ósigur í þorskastríðinu. Lágkúruleg framganga Browns virðist hafa átt að bæta upp dvínandi vinsældir hans í heimalandinu. Í ör- væntingu sinni hikar Brown ekki við að stefna heiðri eigin lands í hættu. Til þess mátti fórna nágrannaríkinu Íslandi. Hvílík hetja! Öllum er fullljóst að íslensk stjórnvöld hafa því miður haldið illa á þessu máli. Sein viðbrögðin og ráð- leysi þeirra sýna hve vanhæf þau eru til að takast á við þá alvarlegu kreppu sem nú ríkir í landinu. Þar má vart á milli sjá hvor er úrræða- lausari, Geir eða Gordon. Brown forsætisráðherra og Dar- ling fjármálaráðherra telja sig vinna frækin hreystiverk fyrir hönd heimsveldisins með því að útnefna 300 þús. vopnlausa Íslendinga sem hryðjuverkamenn. Bresk stjórnvöld ræna íslensk fyrirtæki eigum sínum í skjóli hryðju- verkalaga og stofna af ráðnum hug íslensku efnahagslífi í bráða hættu. Af þeirra völd- um verða nú þúsundir Íslendinga atvinnu- lausar og efnhagslíf þjóðarinnar í uppnámi. Íslensk heimili fá nú að kenna á hug breska heimsveldisins til nágranna sinna í norðri. Málsókn á hendur breskum stjórnvöldum þegar í stað Að mínu mati á að kanna allar leið- ir til að sækja þá Brown forsætisráð- herra, Darling fjármálaráðherra sem og bresku ríkisstjórnina alla til saka að alþjóðalögum og krefjast bóta fyrir hermdarverk og aðför að efnahag þjóðarinnar og trúverð- ugleika íslenska ríkisins. Það er skaði hversu íslensk stjórnvöld hafa verið sein á sér að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum. Ekkert hefur komið fram um að Kaupþing banki hafi gerst sekur um brot á breskum lögum með því að geta ekki staðið við skuldbindingar þar í landi. Þvert á móti er talið að hann hefði getað það, hefði hann fengið frið til þess. Hafi hins vegar verið ágreiningur um þessi mál átti skilyrðislaust að leysa hann með samningum í stað þess að grípa til grimmilegra hryðju- verkalaga. Og þó Icesave-reikning- arnir reynist ein allsherjar svika- mylla og afleiðingar gerða þeirra Landsbankamanna séu bein hryðju- verk gagnvart íslensku þjóðinni er framganga Breta í okkar garð engu að síður vítaverð. Gamla nýlenduveldið Aðrar þjóðir, bankar og fyrirtæki sem áður höfðu talið óhætt að geyma fé sitt í Bretlandi munu nú íhuga al- varlega stöðu sína. Breska heims- veldinu er greinilega ekki treyst- andi. Við eigum ekki að sýna Bretum neina pólitíska linkind í þessu máli heldur er skylda okkar að vara al- þjóðasamfélagið við yfirgangi þeirra og lögbrotum gagnvart Íslendingum og sækja þá til saka. Með aðgerðum sínum hefur Brown fært gamla breska heimsveldið aftur um aldir til hins forna nýlendutíma. Hryðjuverkaráðherrar breska heimsveldisins Jón Bjarnason er ósáttur við breska forystumenn og vill hefja málsókn gegn þeim » Í örvæntingu sinni hikar Brown ekki við að stefna heiðri eigin lands í hættu. Til þess mátti fórna nágranna- ríkinu Íslandi. Hvílík hetja! Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður. JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi ráðherra og guðfaðir fyrstu rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar, er nú komin í hlutverk mótmælandans, þess sem hefur loksins fengið sig fullsaddan af ástandinu á landinu gamla. Jón Baldvin kemur nú fram fyrir þjóð sína fullur vandlætingar og krefst svara, spyr hvort þetta hafi allt verið fyrirsjáanlegt og hvort þetta hafi verið fyrirbyggjanlegt. Hann svarar báðum spurning- unum játandi: „Þetta var fyr- irsjáanlegt og þetta var fyr- irbyggjanlegt,“ segir Jón Baldvin fyrir fram mannfjöldann á Aust- urvelli sem klappar honum lof í lófa. Loksins er kominn fram á sjónarsviðið maður sem töggur er í. Loksins er fundinn maður sem þorir, getur og vill leiða þjóð sína út úr vandanum mikla. Og Jón Baldvin tekur við lófaklapp- inu bljúgur og saklaus líkt og hann hafi hvergi komið nærri málum. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, hefur rétt fyrir sér. Þetta var allt saman fyrirsjáanlegt. Sjálfur reri hann við annan mann frá Reykjavík út í Viðey fyrir 17 árum og kom að landi aftur með feng sem kall- aður var Hvítbók og hafði að innihaldi sáttmála fyrstu rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar. Velferð á varanlegum grunni hét sáttmálinn sá, hvorki meira né minna. Þar er leiðin mörkuð til þeirrar framtíðar sem þá kumpána tvo dreymdi um að leiða landið til. Draumur þeirra var, eins og segir í stjórnarsátt- mála þeirra félaga, að „breyta ríkisfyrirtækjum í hlutafélög, hefja sölu þeirra, þar sem sam- keppni verður við komið, breyta þjónustustofnunum í sjálfstæðar stofnanir, sem taki í auknum mæli gjöld fyrir veitta þjónustu. Verkefni í ríkisrekstri verði boðin út.“ Í draumalandi þeirra Jóns Baldvins og Davíðs átti að ná „… sáttargjörð um sanngjörn kjör, þann- ig að auknar þjóð- artekjur skili sér í bættum lífskjörum m.a. með aðgerðum í skatta- og fé- lagsmálum, sem koma hinum tekjulægstu og barnafjölskyldum að gagni.“ Í sáttmála Jóns Bald- vins við Davíð Oddsson segir jafn- framt að „fyrir því er margföld reynsla hér á landi og annars staðar að í atvinnu- og viðskipta- lífi er markaðsbúskapur besta lausnin“ og þeir vinir höfðu uppi áform um að sameina nokkra op- inbera sjóði og: „Þegar réttar að- stæður skapast verður hlutur rík- isins seldur.“ Allt gekk þetta eftir. Opinber fyrirtæki voru seld (gefin, segja sumir), gjöld voru í auknum mæli innheimt fyrir þjónustu sem áður var ekki gert, markaðurinn svo- kallaði fékk lausan tauminn eins og Jón Baldvin samdi um við Davíð og allt fór sem þeir félagar sömdu um í Viðey og fært var í bókina góðu. Það er því í besta falli broslegt að verða vitni að því að nú skuli annar höfundur Við- eyjarsáttmálans telja sig þess verðugan að leiða götumótmæli gegn því ástandi sem gjörðir hans sjálfs hafa leitt til. Gamli ráð- herrann úr ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er ekki trúverðugur í hlutverki mótmælandans á kass- anum á Austurvelli. Mótmælandinn Björn Valur Gísla- son segir Jón Bald- vin ekki trúverð- ugan til að leiða götumótmæli Björn Valur Gíslason » Og Jón Baldvin tek- ur við lófaklappinu bljúgur og saklaus líkt og hann hafi hvergi komið nærri málum. Höfundur er varaþingmaður. OKKUR urðu á skelfileg mis- tök, en hver verður næsti leikur? Öllum verða á mistök, en næsti leikur sker úr um visku manna. Framtíð okkar sem þjóðar ræðst af því hvort okkur auðnast að gera það besta úr stöðunni. Þjóðin og þeir sem taka ákvarðanir um næsta leik þurfa að vita hvaða ákvarðanir eða ákvarðanaleysi, aðgerðir eða aðgerðaleysi höfðu þær skelfilegu afleiðingar sem við horfumst nú í augu við. Traust milli manna, milli þjóða, leggur grunn að velsæld og hamingju. Ákvarðanir og athafnir stjórn- valda þurfa að njóta trausts al- þýðu manna, trausts stjórnvalda erlendis og trausts í alþjóðlegri fjármálastarfsemi. Andhverfan er vantraustið sem nú ríkir milli banka, milli þjóða, milli embættis- manna og milli stjórnmálamanna. Það er að keyra efnahagskerfi heimsins í þrot. Til skamms tíma þekktu tiltölulega fáir til lands og þjóðar. Á erlendri grund mættum við lengst af forvitni og velvild þeirra sem á annað borð þekktu eitthvað til. Svo fór jákvæð at- hygli beinast að okkur. En nú hef- ur dæmið snúist við. Íslendingar hafa í einu vetfangi orðið frægir að endemum. Frægir fyrir að ætla sér um of og kunna ekki fót- um sínum forráð. Þverstæðan er þó að í kreppu okkar felast tæki- færi og möguleikar. Við þurfum að greina orsakir og meta stöðuna. Velja þarf til verksins hóp undir forystu leið- toga. Vandi er að velja rétta menn. Þeir þurfa að vera af báð- um kynjum, mismunandi í aldri og hafa mismunandi menntun og reynslu. Þeir þurfa að njóta trausts, heima og erlendis. Þeir mega hvorki vera hluti af flokka- dráttum og hagsmunakerfi, né bundnir á klafa fyrirfram gefinna hugmyndakerfa. Gera þarf hreint fyrir okkar dyrum af hreinskilni. Trú um- heimsins á niðurstöður og aðgerð- ir til lausnar er grundvallaratriði. Traust íslensku þjóðarinnar þarf að vera með sama hætti. Leita þarf út fyrir landið til að finna hæfa og óvilhalla menn til verksins. Allir Íslendingar sem hafa nægjanlega þekkingu og yf- irsýn eru bundnir á klafa hags- muna og tengsla. Þeir eru allir með einhverjum hætti hluti af vandamálinu sem þarf að greina. Verkið þurfa að leiða menn sem geta horft á kerfið utan frá. Ég skora á Alþingi Íslendinga að hefjast strax handa við að setja slíka sannleiksnefnd til verka. Setja þarf fram af hreinskilni réttar og greinargóðar nið- urstöður. Næsti leikur sker úr um hvort Íslendingar geta talið sig vitra þjóð. Halldór Árnason Eru Íslendingar vitrir? Höfundur er efna- og hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.