Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 4

Morgunblaðið - 20.11.2008, Page 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Arnór Smára-son, leik- maður Hee- renveen í Hollandi, var í fyrsta skipti í byrjunarliði landsliðsins í knattspyrnu í gær, gegn Möltu, en þetta var hans þriðji A- landsleikur. Sölvi Geir Ottesen kom inn í liðið og spilaði sinn fyrsta landsleik síðan í október 2005. Helgi Valur Daníelsson var í byrjunarliði Íslands í fyrsta skipti síðan í febr- úar 2006.    Garðar Jóhannsson kom inn ásem varamaður fyrir Heiðar Helguson á 68. mínútu og spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Heiðar var þá nýbúinn að skora sitt 8. mark í 43 landsleikjum. Með innáskiptingu Garðars fjölgaði landsliðsfeðgum Ís- lands því faðir hans, Jóhann Hreið- arsson, lék einn landsleik árið 1980. Hann lék lengi með Þrótti í Reykja- vík og er leikjahæsti leikmaður fé- lagsins í efstu deild.    Eiður Smári Guðjohnsen varðmarkahæsti leikmaður lands- liðsins árið 2008 með 3 mörk. Heið- ar Helguson, Gunnar Heiðar Þor- valdsson og Tryggvi Guðmundsson gerðu 2 mörk hver.    Andri Steinn Birgisson, leik-maður Grindavíkur í fótbolta, hefur ákveðið að ganga til liðs við Asker í norsku 2. deildinni, sem er þriðja efsta deildin þar í landi. Hann æfði hjá félaginu fyrir nokkru ásamt Atla Heimissyni úr ÍBV. Hjá Asker er Selfyssingurinn Guðjón Þorvarð- arson aðstoðarþjálfari. Fólk sport@mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa unnið leikinn. Við vor- um betri aðilinn allan tímann en okkur gekk illa að skapa opin færi. Vörnin okkar hélt hins vegar vel því að Möltumennirnir fengu nánast engin færi,“ sagði Ólafur Jóhann- esson landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær. Heiðar skoraði markið á 66. mín- útu þegar hann komst inn í send- ingu aftur til markvarðar og það reyndist sigurmarkið í leiknum. ,,Ég var ánægður með Heiðar. Hann var mjög duglegur og vann vel fyrir markinu,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að völlurinn hefði verið mjög blautur og fyrir vikið hefðu sendingarnar ekki gengið sem skyldi. Spurður hvort tekist hafi að skerpa á sóknarleiknum eins uppleggið var fyrir leikinn sagði Ólafur: ,,Ekki eins og ég hefði vilj- að. Við vorum svolitlir klaufar á boltanum en þó sáust fínir kaflar í leiknum þar sem bakverðirnir kom- ust upp völlinn. Ég hefði viljað sjá það oftar í leiknum, það var jákvætt að vinna og fá ekki á sig mark,“ sagði Ólafur. Ánægður með Sölva og Garðar Garðar Jóhannsson lék sinn fyrsta landsleik í gær þegar hann leysti Heiðar Helguson af hólmi síð- ustu 25 mínúturnar og þá spilaði Sölvi Geir Ottsesen í fyrsta skipti undir stjórn Ólafs. ,,Sölvi stóð sig mjög vel í vörninni og ég var ánægður með hann og eins með Garðar. Hann kom sterkur inn í leikinn og báðir sýndu það sem við vonuðumst eftir af þeim.“ Nú var þetta tólfti og síðasti landsleikurinn á árinu. Ert þú ánægður með árangurinn? ,,Já, ég er nokkuð sáttur og það er fleira sem ég er ánægður með en óánægður. Mér hefur fundist liðið vera að bæta sig örlítið í hvert skipti og ég er sérlega ánægður með leikina fjóra í undankeppninni þó svo að það hafi verið vonbrigði að fá ekki eitthvað út úr Skota- leiknum. Ég er búinn að skoða marga leikmenn eins og ég ætlaði mér að gera. Nú bý ég yfir miklu meiri upplýsingum heldur en ég hefði haft ef ég hefði ekki farið þessa leið.“ Ólafur segir að unnið sé í því að útvega landsliðinu leik hinn 11. febrúar þegar næsti alþjóðlegi leik- dagur er á dagskrá. ,,Vonandi geng- ur það því ég tel mjög mikilvægt að fá verkefni áður en undankeppnin hefst á nýjan leik,“ sagði Ólafur en Íslendingar mæta Skotum á Hamp- den Park í næsta leik sínum í und- ankeppni HM hinn 1. apríl. ,,Það var jákvætt að vinna og fá ekki á sig mark“ HEIÐAR Helguson tryggði Íslend- ingum 1:0 sigur á Möltubúum í vin- áttuleik á Hibernians Ground- vellinum í Paola á Möltu í gær. Heiðar skoraði sigurmarkið um miðjan seinni hálfleikinn í tólfta og síðasta leik íslenska landsliðsins á þessu ári þar sem uppskeran var 5 sigrar, 5 töp og 2 jafntefli. Ísland skoraði 13 mörk í leikjunum tólf og fékk á sig tólf. Morgunblaðið/Kristinn Sigurmarkið Heiðar Helguson skoraði mark Íslands á Möltu í gær sem reyndist sigurmark leiksins. Þetta var áttunda landsliðsmark Heiðars í 43. leiknum Heiðar Helguson tryggði íslenskan sigur á Möltu í síðasta landsleik ársins Í HNOTSKURN »Ísland hefur nú sigraðMöltu 10 sinnum í 14 landsleikjum þjóðanna. Malta hefur unnið þrívegis, síðast 1:0 í febrúar, og einu sinni hef- ur orðið jafntefli. » Ísland vann 5 af 12 lands-leikjum sínum á árinu, gerði 2 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Liðið skoraði 13 mörk og fékk á sig 12. » Ísland leikur næst gegnSkotlandi í undankeppni HM í Glasgow 1. apríl 2009. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is LANDSLIÐSKONURNAR í knattspyrnu, Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir úr KR, fara til Svíþjóðar í byrjun næsta mánaðar til að kíkja á að- stæður hjá Örebro, sem varð í sjö- unda sæti í efstu deild þar í landi á síðustu leiktíð. „Við förum í byrjun desember og kíkjum á þetta hjá þeim og æf- um með liðinu í tvo daga,“ sagði Edda í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er auðvitað draumurinn að geta lifað sem atvinnumaður í fyrir sig. Þegar maður sá riðilinn hugsaði maður bara með sér: „Vá, allar sterkustu þjóðirnar nema Svíþjóð!“ Það verður gaman að kljást við franska liðið aftur, leik- menn þess eru fremur leiðinlegir, klípa og gefa olnbogaskot þannig að það verður gaman að mæta þeim aftur,“ sagði Edda. úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi síðsumars 2009. „Maður vill auðvitað gera allt sem hægt er til að vera í sem bestu standi á Evrópumótinu. Mér líst bara vel á það mót. Þetta eru bara stelpur eins og við og óþarfi að gera meira úr því en það. Ef við höldum rétt á spilunum og gerum það sem okkur er sagt þá getum við unnið hvaða lið sem er, sama þó að það séu heimsmeistararnir,“ sagði Edda. „Við erum með þvílíkt breytt og betra lið frá því síðast var leikið við Þjóðverja og stefnan hjá okkur er auðvitað að vinna hvern leik kíkjum á þetta enda nauðsynlegt að skoða allar aðstæður og því um líkt áður en lengra er haldið, ég hef reynslu af því. Ég fór nefni- lega til reynslu hjá Fortuna í Þýskalandi fyrir nokkrum árum og var voða spennt. Síðan kom í ljós að það var ekkert þarna og ekkert um að vera og svo átti ég að búa í íbúð með fimm stelpum held ég. Það er því mikilvægt að skoða hlutina áður en maður tekur ákvörðun.“ Bara stelpur eins og við Þær Edda og Ólína eru báðar í íslenska landsliðinu sem leikur í hálft ár fyrir Evrópukeppnina og einbeitt sér bara að fótbolta. Þá á maður meiri séns á að bæta sig. Hér heima er ég að vinna 8 til 10 tíma á dag. Við skoðum þetta og við förum ekki út nema það séu betri aðstæður þar – við förum ekki bara til að fara. Við förum ekki þangað til að lepja dauðann úr skel í Svíþjóð, frekar gerum við það hér heima,“ sagði Edda. Spurð hvort eitthvað fleira væri á prjónunum hjá þeim sagði Edda: „Það er bara KR. Við vitum í raun ekki hvort þetta á eftir að ganga eftir en það er áhugi hjá þeim og hann virðist raunverulegur. Við Edda og Ólína fara til Örebro  Æfa og skoða aðstæður í desember  Draumur að einbeita sér að fótbolta Útrás Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir kíkja á Örebro. Malta – Ísland 0:1 Hibernians Ground, Möltu, vináttulands- leikur karla, úrvalsdeild karla, miðvikudag- inn 19. nóvember 2008. Mark Íslands: Heiðar Helguson 66. Skilyrði: Sól og blíða og 20 stiga hiti. Lið Íslands: (4-4-2) Gunnleifur Gunnleifs- son (Árni Gautur Arason 46.) – Birkir Már Sævarsson, Sölvi Geir Ottesen, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson (Bjarni Ólafur Eiríksson 73.) – Arnór Smárason, Aron Einar Gunnarsson (Davíð Þór Við- arsson 68.), Helgi Valur Daníelsson, Emil Hallfreðsson (Guðmundur Steinarsson 79.) – Veigar Páll Gunnarsson (Pálmi Rafn Pálmason 46.), Heiðar Helguson (Garðar Jóhannsson 68.)  Eggert G. Jónsson kom ekki við sögu. Gul spjöld: Heiðar 53. (stimpingar) Lið Möltu: (4-4-2) Andrew Hogg (Mario Muscat 46.) – Ken Scicluna (Roderick Briffa 46.), Brian Said, Andrei Agius, Clay- ton Failla – Daniel Bogdanovic, Andre Schembri (Ian Azzopardi 70.), George Mallia (Ryan Fenech 46), Ivan Woods (Alex Muscat 46.) – Etienne Barbara (Jean Triganza 76.), Michael Mifsud. Dómari: Andrea Demarco (Ítalíu). Áhorfendur: Um 500.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.