Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 1. maí 2009 11 Það er aldrei of oft brýnt fyrir neytendum að vera vel með á nótunum og bera saman verð, enda getur verið gríðarlegur munur milli verslanna. Dæmi um eina vörutegund sem býðst á ótrúlega stórum verðskala er SMA Wysoy-þurrmjólk. Nína þarf á þessari vöru að halda fyrir sitt barn. Hún veitti hinum mikla verðmun athygli og sendi mér línu. „Þurrmjólkurdósin kostar hvorki meira né minna en 2.240 kr. í Lyfjum og heilsu, 1.625 kr. í Nóatúni og 1.299 kr. í Hagkaupum. Á meðan hef ég verið að kaupa þessa mjólk í Bónus á 676 kr. Mér finnst þetta svo ofboðslegur munur að ég get ekki setið á mér að deila þessu með einhverjum.“ Munurinn á einni SMA-þurrmjólkurdós í Bónus og Lyfjum og heilsu er 331 prósent. Er nema von að Nína verði að koma þessu frá sér? Neytendur: SMA-sojaþurrmjólk Munur upp á 331 prósent ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is ÖRYGGISMÁL Félag íslenskra atvinnuflugmanna leggst gegn frumvarpi á Alþingi um að sam- eina rannsóknarnefndir flugslysa, sjóslysa og umferðarslysa. Flugmenn segja að í núverandi lögum sé skýrt að slysarannsókn eigi eingöngu að miða að því að auka öryggi í flugi en það sama eigi ekki við um frumvarpið. „Ef ekki ríkir sátt um lagaumhverf- ið er varðar rannsóknir flugslysa getur það leitt til þess að það dragi úr samstarfsvilja flugmanna við það að tjá sig við rannsóknarnefnd- ina, en það mun hafa stórskaðleg áhrif á framgang flugslysarann- sókna og þar með almenns flugör- yggis,“ segir í svari flugmanna til samgönguráðuneytisins. - gar Atvinnuflugmenn mótmæla: Vilja að flugslysanefnd haldi sjálfstæði sínu FLUGMENN Vilja tjá sig um óhöpp án þess að það sé notað gegn þeim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.