Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.05.2009, Blaðsíða 20
Eitt hundrað og sex konur standa þétt saman á söngpöllunum í húsi Karlakórs Fóstbræðra. Þetta er Léttsveit Reykjavíkur á æfingu og það er létt yfir henni. Sjó- mannasöngvarnir hljóma einn af öðrum því það er verið að renna yfir prógrammið sem á að flytja í Háskólabíói á sunnudaginn. Lög eins og Ég bíð við bláan sæ, Við hafið, Komu engin skip í dag, og ein tuttugu í viðbót. Dagskráin nefnist Óskalög sjómanna enda bárust öll þessi lög um byggðir landsins í óskalagaþættinum Á frívaktinni, að sögn Margrétar Þorvaldsdóttur, formanns Létt- sveitarinnar. Spurð hvort fyrir sveitinni vaki að heilla íslensku sjómennina svarar hún kankvís. „Já, að sjálfsögðu og ekki síður hylla íslensku sjómannskonurn- ar.“ Jóhanna Þórhalls stjórnar sveit- inni af myndugleika og fjöri og undirspil er í höndum Aðalheiðar Þorsteinsdóttur á píanó, Tómas- ar R. Einarssonar á kontrabassa og Kjartans Guðmundssonar á trommur. „Eðalfólk,“ segir Mar- grét og bætir við: „Tómas er nán- ast einn af okkur, hann spilar svo oft með sveitinni.“ Brátt geysist Gylfi Ægisson í salinn og mundar gítarinn. Meðan hann er að stilla strengina taka sönggyðjurnar lagið „Hvað skal með sjómann sem er á því“ nokkr- um sinnum og gefa vel í. Svo hefur Gylfi upp raustina í Minning um mann og þær syngja viðlagið. Léttsveitin hefur starfað frá 1995 og sumar konurnar hafa verið með frá byrjun að sögn Mar- grétar. „Jóhanna og Aðalheiður hafa líka verið með frá upphafi. Kraftmiklar konur sem brydda alltaf upp á einhverju nýju og eru aldrei með sömu lögin tvö ár í röð.“ gun@frettabladid.is Uppselt á Óskalögin Léttsveit Reykjavíkur ætlar að flytja sjómannalög í Háskólabíói á sunnudaginn, ásamt stjórnanda, undir- leikurum og einsöngvurunum Gylfa Ægis og Helenu Eyjólfs. Uppselt er á tónleikana. Tómas R., Kjartan og Aðalheiður ásamt Gylfa Ægissyni. Léttsveit Reykjavíkur í góðum gír á æfingu. Blái liturinn minnir á haföldurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN LISTASAFN ASÍ opnar tvær sýningar laugardaginn 2. maí. Þóra Sigurðardóttir vinnur verk sem fjalla um gólf og veggi húss. Sólrún Sumarliðadóttir sýnir verkið Hljómrými í gryfju; potthljóð. Sýningarn- ar standa til 24. maí. Laugaveg 54, sími: 552 5201 S G m 5 G Skokkar margar gerðir áður 8990 nú 4990 Síðar gollur áður 6990 nú 3990 Allir jakkar og kápur 30% afsl Opið í dag 13:00 - 16:00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.