Skinfaxi - 01.01.1910, Blaðsíða 2
26
SKINFAXI
ur upphleyptar á tré, og lét svo mála sum-
ar þeirra. fótti mörgum þær íara vel. En
í hendi iistamanns heíðu þær orðið höfuð-
snild. íslensku listamenn! hérna held eg
sé nýtt verkefni handa j'kkur! Skapið
frumlega íegurðarlist. Sjáifstæð þjóð þarf
að eiga sjálfstæða list.
Hvergi í Noregi sá eg þesskonar útskurð.
Og er þó Noregur mikið útskurðarland.
Man heldur ekki eftir þessháttar tréslrurði
neinstaðar á listasöfnum. Auðvitað er ai-
staðar nóg af allskonar rósaverki bæði á
steinum, málmi, beinum og tré. En rósa-
verk það er sjaldan náttúrlegar plöntur.
Fallegt væri að sjá í sérhverjum íslensk-
um skóia skjöldu á vegnum með uppbleypt-
um og máluðum íslenskum plöntum. Og
þegar íslensk ungm.félög eru koinin svo
langt, að þau eiga hús sjálf, þá væri gam-
an að geta prýtt þau með þessháttar list.
Því eitt af þvi, sem framfaramenn eiga að
hafa í huga, er það að prýða heimilin með
ódýrri, en faliegri og þjóðlegii list.
Tréskurður kostar lítið, ef margir læra
hann.
G. H.
----------------
Ungmennafélögin og bindindi.
Flestum mun kunnugt, að ungmennafél-
ögin eru eigi bindindisfélög í venjulegum
skilningi, þótt þau hafi gert algert og ákveðið
bindindisheit að inntökuskilyrði sínu. Á
það rætur sínav að rekja til þess, að hinir
fyrstu forgöngumenn ungmennafélaganna
— og vér aMestir fram á þenna dag —
teljum það skilyrði nauðsynlegt fyrir fram-
gang og þroska félagstarfs vors; — og vér
teljum það einnig eigi nema sjálfsagt, að
hvert það ungmenni, er segist vilja leggja
starf sitt og krafta og alt hið besta, er
hann á, í sölurnar fyrir land sitt og þjóð,
— „leggi einnig það í sölurnar" að afneita
sér algerlega um það, er allir vita, að orð-
ið getur bæði einstaklingum og heilum fél-
ögum til varanlegs tjóns.
Þó hafa ýmsir „mætir menn“ taliðbind-
indisskilyrði þetta ókost við ungm.félögin;
þeir hafa talið það nægilegt, að þau væru
hlynt bindindi og bönnuðu ofnautn áfengis
o. s. frv. Segja þeir, að mörgum nýtum
og góðum drengjum sé bægt frá félögunum
með ákvæði þessu. Vel má vera, að svo
sé, en þó er hitt víst, að „tjón“ það, er
félögin bíða við missi þessara. manna, veg-
ur alls eigi á móti kostum þeim, er bind-
indisákvæðið hefir í för með. — Er þetta
meðal annars sagt til alvadegrar íhugunar
fyrir félög þau, er starfa í sömu átt og
ungmennafélögin, en hafa þó eigi bindindis-
heit. —
Það var annars eigi ætlan mín að ræða
mál þetta frá þessu sjónarmiði að sinni,
heldur vildi eg skýra það ofurlitið frá ann-
ari hlið og benda á atriði, sem alþýðu
manna hér á landi mun ekki fullljóst enn.
Það sem hefir aflað félögum vorum
einna mests vinfengis, er iþrótta-áhugi sá,
er þau hafa vakið um land alt á skömm-
um tíma. Glímur, sund, skautfimi og
skíðafar hafa risið úr dái á örskömmum
tíma. Kappsund var þreytt á Reykjavikur-
höfn núna á nýársdag, og þótt eigi syntu
sundmenn þessir fulla „viku sjávar,“ eins
og Grettir, þá sýndu þeir þó, að þeir þora
vel að þreyta sund í úfnum vetrarsjó, og
mun það mega nýlunda heita meðal ung-
menna hér á landi. —
En bægir nú ekki bindindisákvæðið ýmsum
góðum íþróttamannsefnum frá ungmenna-
félögunum? Hvern veg mun því farið?
Þeirri spurningu ætia eg að svara með
greinarstúf eftir danskan mann Dr. Gott-
liel Poulssen. Stendur grein þessi i nýjustu
Árbók leikfimisfélagsinsdanska, fél. er nær yfir
alla Danmörku, og er ein af 19 ágcetum úr-
vals blaðagreinum um líkainsrækt, leikfimi
o. fl. Grein þessi heitir:
Ipróttir og' áfengi.
íþróttir og áfengi: tvö gagnstæð hugtök,