Skinfaxi - 01.01.1910, Blaðsíða 5
SKINFAXI
29
með henni yfir eldi, eða með sjóðheitri tjöru),
saUpœkill, grœnsápa, vax, sterin (kerti),
allskonar feiti og steinoiía, en endist þó
litið. Einnig fæst margskonar tilbúinn
skíða-áburður t. d. „skíðavax, „Tyri“ o. m.
•fl. Af þeirn mun „Tyri“ einna bestur; er
hann búinn til úr trákvoðu og feiti o. fl.,
gengur hann inn í viðinn og gerir hann
ibæði harðan og hálan.
Að trúa á landið.
Eftir Indriða Ilbreiða.
—o—
„Fagur ei' dalui' og fyllist skógi,
og fi'jálsii' moun, þegax' aldir reuiia.11
I.
Yér íslendingar höfum lengi verið næmir
á þá setningu, að vér værum fáir fátækir
og smáir, og vér eigum æði örðugt. með
að sætta oss við þá hugsun, að vér getum
sjálfir fært oss í nyt. gæði landsins. Að
vér getum sjálfir beislað fossana og tekið
afl stormanna í þjónustu vora, að við get-
um sjálfir náð í falinn auð tir yðrum lands-
ins, (ef nokkur er), að við getum sjálfir, af
eigin ramleik, fært oss í nyt gróðursæld
dalanna, fi'jóvsemi vatnanna, uppsprettur
hafsins og öll hin geysisterku náttúruöfl.
Aflleysis lrugmyndin og trúleysið á landið
er eitt af því fyrsta, sem barnið nemur og
eitt af því síðasta, sem andvarpandi líður
frá bliknuðum vörum öldungsins, þegar hann
boginn og beygður aí erfiði og andstreymi
leggst til hvíldar í skauti sinnar hörðu og
hrjóstrugu móður.
Hér skortir fólk, og hér skortir peninga,
segja menn, þó höfum vér efni á að eyða
meir en hálíri miljón króna fyrir áfengi
auk alls þess heilsutjóns, manntjóns og at-
vinnutjóns, sem af þeirri eyðslu leiðir, og
mörgum sinnum það í annan heilsuspill-
andi óþarfa. Menn kvarta um, að landið
blási upp ; þar, sem áður voru skógi skrýddar
hliðar eru nú melar og moldarflög, eyði-
sandar þar sem áður vóru græn engi, og vötn
hylja víða vænar lendur. En er þá ekki þetta
að nokkru leyti þjóðarinnar sök ? Vér
höfum í allri sambúð vorri við landið fremur
lagt stund á að reita en að græða, megin
lifsregla vor hefir verið sú að hafa sem
minnst fyrir, og er það í sjálfu sér vorkunn,
en fyrir óframsýni og ranga aðferð höfum
vér aukið örðugleikana við hvert skref, t.
d. er blóðugt að sjá meðferðina á skógar-
leifum vorum. Ekki ber á því, að þeir,
sem með þær eiga, hafi hug á að halda
þeim við og vilji hjálpa frjóöngunum að
þroskast og breiðast út. Á vetrurna er
skógurinn beittur, meðan nokkur angi st.end-
ur upp úr snjónum, og á sumrin er hann
höggvinn til eldsneytis, vanalega stórrjóður,
og enginn angi eftirskilinn til að veita ný-
græðingi skjól, og ekkert heldur hirt um
að höggva á þeim tíma árs, sem skaða-
minst er fyrir endurvöxtinn.
II.
Yér lifum á hrjóstrugu landi og eigum
við harða náttúru að búa, en því fremur
er oss nauðsynlegt að beit.a öllum kröftum
vorum til að frjóvga landið og draga úr
hörku vetrarins, því afl vetrarins nær ekki
þeim, sem hefir nægan forða; en með þessaii
aðferð getum vér öruggir treyst því, að
véreyðum landið og gerum það óbyggilegt;
en það verður ekki landsins sök, heldur vor.
Margar þjóðir eiga eins ófi jóv lönd og eiga
við eins stirt náttúrufar að búa, en með
framsýni, þolinmæði og ástundun hefir þeim
tekist að bæta úr brestunum. fegar ís-
lendingar koma raeðal annara þjóða, bera
þeir vanalega af þeim fyrii' greindar sakir
og dugnaðar*), það er því hryggilegt til þess
að vita, að þeir skuli ekki geta notið þeirra
góðu hæfileika heima hjá sér, en þar
*) Héi' iiiun óþarfiega djúpt tekið í árinni^
og undantekningar gerðar að meginreglu. Því
cr nú vor og miður. H. V.