Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1910, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.01.1910, Blaðsíða 1
SKINFAXI. 4. TBL. HAFNARPIEÐI, JANUAR 1910. I. ARCt. Ætlunarverk ungmennafélaganna. —: o: — E f a i: 1. Inngangur. 2. Þjóðrækni. B. Plöntu- rækt. 4. íþróttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trú- rækni. 7. Frelsi. 8. Skomtanir. 4. íþróttir og- listir. I. Þá hafa ungmennafélögin tekið íþróttirn- ar með. Þau vilja efla skíðafæri, skauta- hiaup, glímur og aðra fimleika, einnig sund. Alt þetta er ágæt.t. íþróttirnar styrkja heilsuna, efla fegurðartilfinning, auka sjáif- stjórn bæði til sálar og líkama. Þær gera manninn flmari og fötvissari. Og þá um leið færari til að komast úr ýmsum örðug- leikum, já bjarga sér úr hættum. Og er því sundnámið ekki sist áríðandi. Kynnu íleiri sund, þá druknuðu færri. Og sund venur á böð. En allir ættu að baða sig eða þvo allan líkama sinn einu sinni í viku aÖ minsta kosti, annaðhvort úr köldu vatni eða hlýju, eftir því sem heilsan býður. Meira um þau seinna. Góðar eru íþróttirnar. En látum þær nú samt ekki sitja fyrir öllu öðru. Eg get ekki stilt mig um að setja hér lagleg og viturleg orð um þær, er stóðu í „Fjallkon- unni“ í sumar sem leið nr. 31: „Yæri nú samt ekki ennþá meira vert um það, að sterkur áhugi vaknaði á andlegum íþrótt- -um: að temja sér hreinskilni, sannsögli, réttsýni, mannúð og drenglyndi." Þetta er hverju orði sannara. Ef æskulýðinn vantar dygðir þessar, þá verður félagslíf hans til lítilla eða engra nota, eða þá til ills eins. Óáreiðanleg og ógöfug æska er ekki til þjóðheilla. Kappreiðar telja margir með íþróttum. Lítið er urn þær að segja nema þetta: Blessaðir hlifið hestunum ]>á ekki síður en endranær! Það er Ijótt að ofreyna þá, ekki síst á sunnudögum. Hestarnir eiga rétt til hvíldardaga eins og mennirnir. Æskumenn ! Gleymið ekki að fara vel með skepnurnar, sem við lifum á, og bætið kjör þeirra eins og þið getið. Og farið annars vægilega og drengilega með öll dýr, þó okki sé nema mús eða padaa. Drepið aldrei, nema þegai- þarf, og gerið það þá svo kvalalaust, sem auðið er. II. Þjóðlegar listir ættum vér að iðka, upp yngja þær göralu og uppfinna nýjar. Skal eg nefna rétt eina. Aðrir geta ritað um hinar. Yér höfum átt nokkurn útskurð bæði á horn og tré. Honum hefir farið aftur. Er nú víða sro gott sem ókunnur, Yngjum hann upp og lcerum mjja slcurðlist. Skerum islensk skrúðhlóm á tréílát og tré- áhöld, hyrslur og ]nl. Látum um þau helst vera upphleypt og mála þau svo með nátt- úrlegum litum og haf þau helst í náttúr- legri stærð. Þetta gæti orðið einkennileg og falleg þjóðieg list. Plöntur þær, sem einna hægast er að út- slcera, og sem að verða fallegast útskornar, eru þessar: Uxatunguburkni,þríhyrnuburkni, þrílaufungur, tágamura, maríustakkur, mar- íuvöttur, Ijónslappi, holtasóley og rjúpna- lauf, eyrarós, engjarós, jarðarberjalyng og fleiri. Eg þekki íslenskan mann, lítið eitt lagtækan. Hann útskar allar þessarplönt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.