Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1910, Síða 3

Skinfaxi - 01.05.1910, Síða 3
SKINFAXI 5Q til fjórðungsstjórnar, hvert í sínum fjórðungi, í stað sambandsstjórnar, virðist auðsætt, þeg- ar maður íhugar, hversu langur tími hlýtur að líða frá því félagið beiðist upptöku í sambandið, þa* til fjórðungsstjórn hefir feng- ið tilkynningu um það frá sambandsstjórn- inni. Auk þess eiga félögin að snúa sér til fjórðungsstjórnar með þetta sem alt annað, eins og síðar verður á minst. Til þess að sambandsstjórnin viti ávalt, hver félög eru í sambandinu, þarfaðskylda fjórðungsstjórnirnar til að senda henni til- kynningu um hinn nýju sambandsfélög. Því vil eg láta bæta nýjum málslið aftan við 9. gr., sem hljóði þannig: »Fjórðungsstjórn skal senda sambandsstjórninni tilkynningu um ný sambandsfélög jafn óðum og þau ganga í sambandið.« Þegar eg byrjaði á þessari grein minni hafði eg hugsað mér að koma fram með nokkrar fleiri ákveðnar lagabreytingar, og biðja Austfirðinga og Norðlendinga um að taka þær til umræðu á þessa árs f órðungs- þinguin hjá sér. Ef þingin svo hefðu orð- ið sainmála um breytingarnar, skyldu þær leggjast fyrir sambandsstj. (sbr 22. gr. sbl.). Nú eru Norðlendingar búnir að halda sitt þing, og þessar línur munu ekki berast Austfirðingum fyr en um eða eftir þeirra þing. Ef einhverjar lagabreytingar verða samþyktar á fjórðungsþingi Sunnl.fj., vérða þær lagðar fyrir hina fjórðungana að ári. Úr því sem komið er ætla eg því aðeinsað fara nokkrum orðum um fáein atriði, sem eg hef orðið var við að hafa verið skilin á ýmsan veg. Misskilningur sá, sem eg hefi orðið var við, er sprottin af ónákvænmi sambandslaganna, og því, að aldrei hafa|þau verið skýrð — engin skýring fylgdi með þeim er þau voru samin. — Það hefði því átt að vera eitt með fyrstu verkum Skinfaxa að skýra fyrir félögunum fyrirkomulag sam- bandsins, eöa í það minsta, hvernig sam- bandsstjóri hefir hugsað sér að fyrirkomu- lagið yrði samkvæmt sambandslögunum. Hefði þetta verið gjört, hefði sambandsstjóri, að mínu áliti, ekki haft eins geysimikið starf og hann segist hafa (sbr. Skinfaxa 5. tbl.). Ank þess vissu félögin þá betur,hvert þau eiga að leita, þegar um sambangsmál er að ræða. Mín skoðun á fjórðungaskiftingunni er sú, að félögin í fjórðungi hverjum eigi að leita til fjórðungsstjórnar með alt, sem þau þurfa að fræðast um, eða að öðru leyti lýtur að samstarfi voru. Á meðan félögin ýmist snúa sér til sam- bandsstjórnar eða fjórðungsstjórnar, verður samstarfið svo örðugt og óreglulegt, og get eg þar til fært eitt Ijóst dæmi. — Stjórn Sunnlendingafj. komst að því, að sum félög fjórðungsins vóru óánægð með ákvæði sain- bandslaganna um fjárðungsþingtímann; fjórð- ungsstjórnin leitaði því álits hjá fálögunum um annan þingtíma. En jafnhliða þessari málaleitun fjórðungsstjórnarinnar barst fé- lögunum auglýsing frá sambandsstóra um flutning pingtínians (sbr. 1. tbl. Skinfaxa). Hvernig stóð nú á þessu? Þannig, að félögin höfðu snúið sér beint til sambands- stjórnarinnar ineð tillögur s:nar, án þess að fjórðungsstjórn væri það kunnugt. Það, se'm fjórðungsstjórnin hafði hugsað sér í þessu máli, var því óþarfi, og þær bréfaskriftir, er iiún hafði um það, hefði betur verið varið til annars. Þetta má eigi svo til ganga. Við verðum að hafa það hugfast, að alt starf fyrir sambandið og félögin er unnið í tóm- stundum. Hver verður því að hafa sitt ákveðna starf. Sambandsstarfið, unnið í tómstundum og af áhuga lyrir málefninu, álit eg meira virði en ef það væri keypt fyrir peninga. Um deilumálin er hið sama að segja. Þau skulu borin undir fjórðungsstjóra (sbr. 10. gr.). Úrskurði fjórðungsstjóra rná skjóta til fjórð- ungsþings (sbr. 8. og 10. gr.). Úrskurður fjórðungsþings er (skv. 19.gr., fyrri málslið) borinn undir sambandsstjórnina. Stríði úr- skurður fjórðungsþings eigi á móti lögurn eða samþyktum sambandsins, samþykkirsam- bandsstjórn úrskurðinn, og er það mál þá útrætt. Komi úrskurður fjórðungsþings þar á móti í bága við samþykt um sama efni, sem annað fjórðungsþing heftr úrskurðað,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.