Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 5
SKINFAXI 61 Hér fer á eftir stuttur útdráttur úrfundar- gerð þessari: 1. Samþykt að gefa kost á að þreyta íþróttir þessar: Isl. glímu, grísk-rómv. glímu, tafl með lifandi mönnum, reipdrátt, kapplilaup, kappgöngu, hástökk, langstökk og handa- hlaup. Einnigverðaá leiksvæðinu hringir, kaðlar og trétil þess að vekja eftirtektá þeim áhöldum og til notkunar þeim er óska, 2. Ákveðið að gefa öllutn félögum í áð- nefndum sýslum, er íþróttir iðka, kost á að taka þátt í íþróttunum með hlutfalls- legri hluttöku í kostnaðinum. 3. Samþ. að bjóða ungm.fél. Skaftfellinga að vera með á móti þessu, og néfndinni falin framkv. á því. 4. Samþ. að kjósa nefnd þriggja manna til að semja reglur fyrir verðlaunagripinn, og voru kosnir: Skúli Skúlasony Odda, Þorst. Jónsson, Hrafntóftum, og Elías Þórðarson, Hjallanesi. 5. Samþ. að gripur sá, er' ísl., giíman er verðlaunuð með, kosti a. m. k. 50. kr. 6. Samþ. að fela nefndinni að útvega 2—3 menn, er flytji stutt erindi á móti þessu. Fyrst um íþróttir og svo um ungm.fél,- málefnj. 7. Samþ, að halda mót þettalaugardaginn 9. júU 1910, og skal það hafið ld. 10xj2 árdegis, — 8. Samþ. að hvert félag sendi 2 menn minst til hluttöku og 1 mann til aðstoðar nefndinni á mótinu, og skal hann vera kominn á íþróttast. kl. 7 árdegis, 9. Samþ, að í dómnefnd séu 4 bændúr, 2 úr hvorri sýslu Árness. og Rangár- valla, en oddamaður einn af bestuglímu- mönnum »Ármanns« í Reykjavík, og dæmir hún um allar íþróttir, sem reynd- ar eru, 10. Samþ. að halda alm. umræðufund á eftir íþróttunum til að ræðaýms málefni ungmennafélaganna, sem sameiginleg eru. Einuig var kosin nefnd þrigja manna til að athuga og koma með tillögur um, hvort gerlegt sé að stofnainnbyrðissam- band meðal allra U. M. F. austanfjalls. Kjörnir vóru í nefnd þessa: Ouðl. t>órð- arson, Króktúni, Porst. Þórarinnsson, Drumb- oddsstöðum og Kristinn Ögmundsson, Hjálm- holti. Ýms málefni önnur vóru til umræðu á fundinum, og var nefndinni falið að sjá um fullnaðarákvarðanir .þeirra, t. d. búning íþróttamanna á mótinu, söng o. fl. -—■ Fundur þessi fór vel fram, og yóru mörg málefni rædd af miklu fjori, einkum íþrótt- irnar. Er það talandi vottur þess að nú sé að vakna nýjar framfarir í íþróttalífi þjóðar- innar; og víst er uih það, að margir ungir menn hér um sveitii: hafa góðan hug á að afla Ser fræðslu í ýmsum greinum íþróttanna. Nefndinni hefir verið það fullljóst, að eigi 'sé við fullkomnun að búast, hvað íþróttirn- ar snertir svona fyrst í stað, þar sem fæstir ungm.féfagar til sveita hafa átt kost á að kynnast þeim að nokkurum mun, heldur er hitt tilgangurinn að gefa ' æskumönnunum kost á að kynnást hinúm óbrotnustu leik- fimisáhöidum og notkun þeirra. Að loknum fundinum skrifaði nefndin ungm.félögum Skafífeilingá, og var bréfið stflað til búnaðarnámskeiðsins íVík í Mýrdal og falið hr. ráðanaut Sig. Sigurðssyni til umsjónar, og má vænta göðs frá honurn sem stuðningsmanni ungm.fél., svo sem hvers góðs félagsskapar. Eigi er oss fullkunnugt um undirtektir Skaftfellinga, en væntum góös af þeim, því oss er fullkunnugt um marga áhugasama starfsmenn þar eystra. f mars 1910. K Ö. Frá fjórðungsþíngi U. M. F. Norðlendinga 1910 • t ' •' ' • • 1 ■ . (agrip). Þingið var haldið 8., ,9. og 10. mars. Þingið sátu 9 fulltrúar frá 8 sanibandsfélögunl, og einn félagi utan sanibandsins. Þessar eru helstar ályktanir og samþyktir frá þinginu: 1. Samþykt um íþróttamót: »U. M. F. »Ófeigur í Skörðuni«, sem boðist

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.