Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 1
SKINFAXI HAFNARFIRÐI, JUNÍ 1910 I. ARG. 9. TBL. Ætlunarverk ungmennafélaganna. Efvni: 1. Inngangur. 2. Þjóðrækni. 3. Plöntu- rækt. 4. íþróttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trúrækni. 7. Frelsi. 8. Skemtanir. 7. Fralsl. 11. Hvað er frjálslyndi? Norsku æskufélögin kalla sig frjálslynd Eru það líka. Þola margar ólíkar skoðanir innan vébanda sinna. En allar eru þær kristi- legar og þjóðræknar. Sá er alloft talinn frjálslyndur, sem aðhyll- ist nýjar skoðanir, en hafnar þeim gömlu. En oft dæinir þess háttar maður göinls skoðan- irnar hart. Kallar þá hálfmentaða, sem fylgja þeim. Ogallíítter,að margirfríhyggjumenn kalla það menningarskort að aðhyllast kirkjutrúna. »Hann er nú þetta litla orðinnáeftir tíman- uni, að hann les húslestur,« segja þeir með lítilsvirðingarglotti. Þeir dœma menningar- nafnið af trárnanninunu Fátæklegt er nú frjálslyndið þeirra. Norsku skynsemistrúarmennirnir kringum 1800 þóttust vera frjálslyndir mjög og mikl- ir mentavinir. Svo kom bóndinn H. N. Hauge og boðaði heitan og hreinan kristin- dóm. »Frjálslyndu« stórmennin hættu ekki, fyr en þau komu honum, saklausum þó, í tukthúsið í mörg ár! íslenskur bóndi, skynsamur og meinhæg- ur, ætlaði að halda áfram húslestrum hjá sér, en nábúar hans vóru hættir við þá Hann hafði ekki frið fyrir þeim til að lesa, þeir •étu illum látum utan um húsið hans. Svcna var nú »frjálslyndið« þeirra! fá, hvað er þá frjálslyndi? Ef eg ætti að svara spurning þessari, þá vildi eg helst gera það með því að lýsa nokkuð einum kunningja mínum Kaila eg hann frjálslyndan.. Sem betur fer, á hann ekki fáa líka. Hann var í rauninni skynsemistrúmaður. Hélt fast við kristna trú, af því honum þótti hún allra trúbragða skynsamlegust. En hann hafði þó mikið gaman af að kynna sér heiðn- ar skoðanir bæði gamlar og nýjar. Margar bestu vinir hans vóru heimsmenn, og sumir þeirra þóttu heldur trúardaufir. Hann las oft ólí'tustu höfunda með sömu áriægju: Allrahanda sálmabækur og þjóðsögurnar, rit Magnúsar gamla Stephensens og sniárit strang- trúarmannsins séra Jóns lærða. Vídalíns postillu og Njólu, »Þyrna« og nýju innra- trúboðsritin. Hann fann margt gott og fal- legt í öllu þessu, virti það alt og lærði sitt af hverju. Hann las á líkan hátt biblíuna og heiðna heimspeki, andatrúar og andaneit- unarbækur. Hann hlýddi á tal trúleysingja og ofsatrú- armanna með kurteisi, fann eitthvað gotthjá báðum og virti því báða, tók málstað beggja lærði af báðum. Ofbauð þó stundum ofs- inn og hatrið hjá báðum, vildi miðla mál- um, en fékk ónot beggja að launum. Hann héltoft jafnt uppáólíkustu menn sögu- nnar. Hrifinn af Lúther og þó hrifinn af mörg- uni páfum og munkum. Hrifinn af Þor- geiri Hávarðssyni og Þorláki helga. Hrif- inn af Jóni Sigurðssyni og Oísla Brynjólfssyni. Varla sá hann svo vesælt rit, að hann findi ekki eitthvað gott í því. Og varla svo dýrlegt listaverk, að hann findi þarekki einhver missmíði. Og annað var eftir þessu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.