Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI Berjarækt. (Viðauki). Hindber eru tveggja ára plöntur. Seinna árið koma ber á stönglana. Þegar búið er að tína þau, sker maður afalla >>berjastöngl- ana« til þess að rýmka um þá nýju, er sprottið hafa, og stýfir um Ieið nokkuð ofan af þeim. Só/ber hafa oröið fullþroska íeinumgarði hér í Hafnarfirði, og vissi eg eigi um fyr en nýskeð. Mun þá alllíkl., að bæði stöng- ulber og hindber geti einnig þroskast á góðum sumrum. Mjög er auðvelt að ala upp berjatré og fjölga þeim. Snemma vors sker maður af gilda »árs-stöngla« 8—10 þml. langa og stingur þeim skáhalt niður í venjulegt garð- beð í 4 röðum — 2/« leng'd sinni, og er best, að toppurinn snúi undan sól. Síðan festa þau rætur sjálfkrafa. Sumir skásneiða af toppinum og telja, að berja-:tréð verði þá fallegra í lögun. — í beðinu eru stönglarnir látnir standa 2 ár, og verður að upprætaallt illgresi vandlega. Síðan má flytja þá, hvert sem er. — Önnur aðferð er að skeragaml- an berjarunn niður að rót og hauga svo mold smámsaman upp að stönglunum, sem vaxa upp á ný fram eítir sumrinu; má svo taka rótina upp að vori og kljúfa hana sund- ur í fleiri »berjatré«. Enn er ein aðferðin sú að beygja grein- arnar út í frá frumtrénu og grafa bugðuna í jörð, svo aðeins toppurinn standi upp úr, og festa bugðuna niður með tréklýpu, þang- að til greinin hefir fest rætur í moldinni. Þá er hún skorin frá frumtrénu. Er aðferð þessi sérstakl. notuð við stöngulber. Hindberjum má fjölga eins, og áður nefnt, með rótarrenníngum. Mikið af berjatrjám þeim, sem sambands- stjórn hafði með höndum, er nú sent út um land víða vegu. Og er þó óvíst, að hægt sé að senda öllum, sem um hafa beð- ið, þareð trén eru nú al-iaufguð og með vísirum, svo þau mundu skemmast talsvert á leiöinni, ef langt ætti að senda. Er "on- andi, að margur fái gleði af þeim trjám, hvernig sem kann að ganga með skógtrén. Bcrjatré, vel hirt og þroskanúkil,-ættu að vera á hverjum bæ! Vér megum elgi láta óblíðu eins drs drepa kjark og framsóknarþrá heillar æfi! — H. V. Hringsjá. 1. Æskan er að sameina sig i flestum kristnum iöndum. Norsk œska sameinar sig. I. Margs konar æskúfélög eru í Noregi, æskan þar mjög samlynd og samvinnandi. Þar eru bindindisfélög. Þau vilja fyrst og fremst útrýma drykkjuskap, og svo um leið fræða og vekja, manna og göfga. Eg starf- aði lengi í einu þeirra. Það studdi mjög trúboð og margar góðar framfarir. Þar eru kristileg œskufélög. Þau vilja fyrst og fremst gera æskulýðinn sannkristinn, og svo ætla þeir allri annarri menning að spretta úr trúarlífinu. Og á grundvelli þess vilja þeir styðja hana og efla. Félög þessi voru stofnuð 1807 og eru nú yfir 500, meðlimir 40,000. Eg starfaði í 7 þeirra. Þar eru frjálslynd œskufélög-, þau þekki eg best, hélt um 550 fyrirlestra í 160—170 þeirra. Þau vilja fyrst og fremst efla alla góða veraldlega menning æskulýðsins. Og svo urn leið vekja hjá honum kristilegt trúarlíf. Lengi voru kristilegu og frjálslyndu félögin fremur andstæðingar en samverkendur. Þeim kristilegu þóttu frjálslyndu félögin of verald- leg og gefin fyrir skemtanir. Þeim frjálslyndu þóttu aftur hin félögin of ströng. Nú er þetta heldur að jafna sig. Þau læra hvert af ööru. Frjálslyndu félögin komu fyrst á gang um 1890 og árið 1907 vóru þau orðin 800 alls. Meðlimir alls 40,000. Mikið gæti eg sagt um fyrirkomulag starf- semi og nytsemi félaga þessara. En það veröur að býða stærra rúms og tíma.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.