Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI ar og fjörugar; þú ræður æskunni holt og gott, því þú vilt örfa hana til framfara í félagsstarfinu, safna henni undir eiit merki og kenna henni að '>elska, byggja og treysta á landið«. Meðal annars ert þú við og við að segja lesendum þínum frá U. M. F. út um land- ið. Datt mér því í hug, að setjast nú nið- ur með penna í 'hönd og hripa þér nokkr- ar línur um U. M. F. íæskudalnum mínum; það heitir U. M. F. Ö. (Öxndæla.) Eg var einn af stofnendum þessa félags, og liefi verið meðlimur þess síðan. Mér er féiagið því sérlega kært, og við þaö eru bundnar sælar minningar mínar, og sama muudu aðrir meðlimir þess segja. U. M. F. Ö. er stofnað hinn 14. maíárið 1900. Stofnendur þess voru 10 að tölu, karlar og konur, allir innan fermingaraldurs. Þú getur því víst nærri, Skinfaxi minn góður, hvernig skipulagið hefir verið fyrstu mánuðina, þar sem svo ungir áttu í hlut, enga reynslu eða samband annara félaga aö styðjast við, og fjölda marga örðugleika við að stríða, sem þeir þekkja best, er reynt hafa, en það gekk a!t vel eftir vonum. Síðan hefir meðlimunum fjölgað ár frá ári, cn eng- inu sagt sig úr félaginu, sem hefiráttheimili í dalnum. Tilgangurinn hefir ætíð verið hinn sami: að æfa íþróttir, efla andlegt og líkamlegt atgerfi, glæða ættjarðarást og vcra skemtandi. Félagið heldur samkomur minsta kosti 12 sinnum á ári, þar sem fram fersöngur, ræð- ur, upplestur og ýmsar íþróttir. Þá gefur féiagið út blað, er nefnist Stúfur. Hann flytur greinir í bundnu og óbundnu máli, og er oft all gamansamur. Þykii hann sem lítill og Ijúfur, kærkominn á skammdegis- kvöldunum. í vor er var kom félagið upp sundpolli, kostaði hann allmikiö. —Ásund- kensla að byrja á næsta vori. Einn félags- manna búinn að læra sund, á síðan að kenna hinum. Þá er félagið að koma upp samkomuhúsi í félagi við sveitina. Og ráðgert er að fé- lagið komi upp dalítilli gróðrarstöð í vor hjá samkomuhúsinu. — U. M. F. Ö. var eitt af stofnendum sam- bands U. M. F. í. að þingvöllum 1907, og hefir það síðan verið í sambandinu, og vill hvetja önnur fél. til að ganga í það. Formaður félagsins er Bernharð Stefánsson á Þverá; hann var einnig fyrsti formaður þess. Svo ekki meira að sinni. Eg óska þér góðs gengis! Þinn einl. Steingr. Stefánsson. í==®>5 Til félaganna i Sunnlendingafjórðungi. Þar til öðru vísi verður ákveðið, eru félög- in í Sunnlendingafjcrðungi beðin að senda öll skrif, skýrslur og skatta til fjórðungs- stjórnarinnar með utanáskrift: Stjórn Sunnlendingafjórðungs U. M.F. í. Hverfisgötu 6. Reykjavík. Þar er æfinlega einhver, sem getur gefið upplýsingar um fjórðungssambandsmal. Þeda vona eg að, komi sér vel fyrir að- komandi ungmennafélaga Fjórðungsstjórnin Blaðgjöld. Allir, er ógreidd eiga blaðgjöld sín fyrir »Skinfaxa« síðari árshelming (frá 1. apríl — 1. okt.), eru alvarl. ámintir að greiðaþau nú þegar! - Fyrirframgreiðslunni verðurhaldið fast fram héðan af þótt orðið hafi að »slaka ögn til« fyrsta hálfárið. Hún er lífæð blaðsins. Það er eigi hægt að halda blaðinu út al- gerlega félaust, nema því að eins, að kaup- endurnir borgi fyrirfram. Héðan af verðnr a. m. k. hálfsárs borgun að fylgja hverri pöntun! I & 1 S K I N F A X I —mánaðarblaö U. M. F. I.—kemur út íHafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M. F. í. Ritstj órn: Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaögjöld sendist AFGREIÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI. 8 I Prentsm: D. Östlunds. Rvk.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.