Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1910, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 II. Auk æsku og bindindisfélaga eru þar mörg önnur félög, sem sanieina unga og gamla. All flest þeirra, einkuni þó æskufélögin áttu mikinn þáttí að vekja, efla og styðja ágæta þjóðræknis- og félags- andann 1905. Pá breytt- ist hatur allra flokka í göfugt bróðerni. Þar eru mörg íþróttafélög og skot- og her- afingafélög. Þau vekja hetjuandann. Þar eru kristileg stúdentafélög. Þau efla trúarlífið. Einna merkust eru trúboðsfélögin. Árið 1907 voru þau orðin þar um 900, auk 3— 4000 smá kvennfélaga sem styðja norska trú- boðið. Það starfar í Zululandi og á Ma- dagaskar og í Kjína. Það hefir starfað síð- an 1842, kristnað og um leið mannað marga tugi þúsunda Eru um 120 þúsundir kristn- aðra heiðingja »í skjóli undir skugga þess.« Norðmenn gefa árlega 700—800 þúsund krónur til að kristna heiðingja. Eittárið (1907) um 37 aura á mann. Fjöldi æskumanna úr öllum æskufélögum starfa líka í trúboðsfé- lögunum. Nefna ber norska trúboðið í Santal á Vestur indlandi. Skrefsrud, mikli norski trúboðinn, var snauð- ur piltur, drakk, stal og varð fangi, bætti sig mannaðist, Iærði. Er nú orðin kirkju, já þjóðarfaðir Santala; ljós heiðingja og heið- ur Noregs! Það er ekki kraftlítið norska trúarlífið — III. Kristilegu æskufélögin komu fyrst á gang milli 1840 og 1850. Byrjuðu í London. Nú eru þau í allflestum kristnum löndum. Um ár 1900 voru þau orðin um 6000 með hálfa miljón pilta; auk þeirra mesti fjöldi kristilegia kvennfélaga. Kristileg stúdentafélög komu fyrst á gang um 1880—1885. Vilja þau efla ogútbreiða kristindóininn, einnig meðal heiðingjanna. Eru þau í flestöllum kristnum löndum eins og kristilegu æskufélögin og eru út af þeim sprottin. Nú 1910 eru þau orðin 2060 með 138 þús. meðlima. Svo er nýlega stofnaður kristilegur félags- skapur, sem heitir: ífristileg viðleitni (Christian Endeavor). Kom fyrst á gang í Ameríku um 1880. í Noregi fyrst um 1905. Félög hans eru nú líklega um 70 þús. með 4 miljónir meðlima. í Noregi 23 þessháttar félög. Þau halda bænar og samtalsfundi vikulega og áform þeirra er: »Að gera frelsarans vilja, halda trygð við eigin kirkju og bróð- erni við aðrar kirkjur, skyldurækin ættjarðar- ást, allsherjar trúboð, alinent bróðerni milli þjóða, hjálpa sjúkum og aumum; megaheita uppeldisskólar mál sé helst Esperantó.« G. H. Frá félöguninn. Ungmennafél. »Bláfjall« í Skaptártungum tók almennan kosningarrétt til umræðu á fundi 24. mars og aftur þ. 10. apríl, og var þá samþykt svohljóðandi tillaga: Með því fundurinn telur almennan kosn- ingarétt eitt öflugasta meðalið til þjóð-þrosk- unar og álítur, að ailir, konur sein karlar eigi þessi réttindi siðferðislega skoðað, þá skorar hann á sambandsstjórn U. M. F. íslands að hún hlutist til um, að öll ungmennafélög innan sambandsins taki þetta mál til alvarlegr- ar íhugunar og sendi síðan sambandsstjórn- inni tillögur sínar. Enfremur, að sambands- stjórnin vinni að undirbúningi málsins undir næsta alþingi. En tillögur fundarins eru: Að hver karl og kona, sem orðin eru 21 árs að aldri, fái kosningarrétt í öllum lands mál- um, ef þeir hafa óflekkað mannorð. Framanritaða tillögu var inér falið að senda sambandsstjórn U. M. F í. af U. M. F. »BIáfjall«. Virðingarfyllst Porvaldur Jónsson. ■ • ■ Bréf til Skinfaxa, Kæri »Skinfaxi« minn! Þú hefir verið mér kærkominn gestur í þau skiftin, sem þú hefir heimsótt mig. Veit eg, að fleirum en mér er og verður koma þín kær, því ræður þínar erufróðleg-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.