Skinfaxi - 01.09.1910, Blaðsíða 3
SKINFAXI
91
okkur á þær skyldur, sem við erum í við
þjóð okkar, félag okkar og okkur sjálf. Við
höfuni ekki bdið þær til; þær eru til og
hvíla á okkur jafut, hvort sem við skrifum
undir þær eða ekki; við getum ekki leyst
þær af okkur með því að brjóta þær, því
slögum móti verður enginn frjáls«. Þessar
skyldur, sem skuldbindingarskráin tekur fram,
eru í raun réttri allar hinar sömu, sem þær
er hvert siðað þjóðfélag heimtar, að þegnar
sfnir hlýði, sem sé, að þeir vinni af alhuga
að framföruiu sjálfra sín andl. og líkaml. og
að velferð og sóma þjóðar sinnar og fram-
förum hennar. í þessum atriðum er aðal-
krafa félagsskapar okkar til meðlima sinna
fólgin. Bindindisloforðið er samvaxið þeim,
því við álítum, að eitt helgasta skilyrðið fyr-
ir eðlilegum framförum líkama og sálar sé,
að þeim sé eigi spilt með áfengi — eða
öðru eitri — og að heill og heiður þjóðar-
innar vaxi við það, að börn hennar gæti
sín fyrir ofdrykkju. Og síðasta atriði skuld-
bindingarinnar, — loforðið um að hlýða
lögum og fyrirskipunum félagsins og að
starfa sérplægnislaust fyrir félagið — er ætl-
að til að vera þarfur skóli, sem á að geta
orðið okkur til ómetanlégs gagns, þegar við
eigum að fara að starfa fyrir þjóðfélagið, á
rýmra starfsviði. — Forn málsháttur segir,
að enginn geti lært að stjórna nema sá, er
áður hefir lært að hlýða. Og með þessu
áminsta loforði viljum við einmitt temja
okkur löghlýðni, — ala okkur sjálf upp til
þess að verða löghlýðnir þegnar. En sönn
löghlýðni er ein hin fegursta «borgaraleg«
dvgð og hornsteinn þjóðfélagsins. Hún
er fólgin i því að taka kröfur þjóðfél fram
yfir eigin óskir, heill fjöldans frani yfireigin
hagsmuni, ef þetta tvenl getur ekki fylgst
að.— Reynslan sýnir það vonandi með
tímanum, að þessi sjálfsuppeldistilraun liafi
borið ávöxt, að þjóðin verði, hennar vegna
löghlýðnari á koniandi tímum, en hún er nú.
En til þess að sá draumur rætist, þarf hver
sá, seni er ungmenuafélagi, eða hefir verið
það, að minnast þess, að á honum hvílir
brýn skylda til þess að vera löghlýðinn þegn,
til þess að liann hvorki kasti skugga á féíag
sitt né rjúfi skuldbindingu sína. — í sam-
bandi við þetta leyfi eg tnér að, minnast á
nokkur orð, sem einn ungmennafélagi (meðl.
fél. Landvörn) sagði við mig, í vor er leið,
— við vorum að tala um ungmennafélags-
skapinn. Hann sagði: »Við þurfum að inn-
ræta okkur þá hugsun, að við erum hlekkir
í festi, sem heill og he'ður þjóðarinnar hvílir
í, og hver okkar verður að kappkosta að
reynast félagshugsjón okkar trúr til þess að
hans hlekkur bili ekki, festin slitni ekki um
hann«. — Eg man ekki orðin nákvæmlega,
— þau voru snjallari, — en hugsunin var
þessi. Og hún er svo fögur, með svo sönn-
um »landvarnar«-brag, að eg óska þess, að
hver einasti ungmennafélagi gjöri hana að
sinni luigsun. — Hann sagði ennfremur eitt-
hvað á þessa leið: »Við verðum að muna
eftir því, að enginn okkar er »núll« né má
álíta sig það; við verðum að innræta þeim
óframfæru og lítilsigldu sannan sjálfsmetnað,
og hvetja þá iil að reyna krafta sína.« — I
þessum orðum finnst mér einn aðaltilgangur
félagsskaparins vera fólginn. Hugsunin er
sú, að til þess að manngildið komi í Ijós,
þurfi eitthvað að reyna á kraftana, og þegar
þeir fái æfingu, þá vaxi manngildið og metn-
aðurinn. En metnaðarlaus maður kemst
aldrei áfram — og metnaðarlaus þjóð þok-
ast aftur á bak eða verður að vfkja fyrir
öðrum þjóðum, sem hafa lieilbrigðari lífs-
skóðun. Þetta er órjúfanlegt lögmál, sem
mannkynssagansannarmeð ótal dæmum.----------
Eg mintist áðan á það, að við hefðum
í raun réttri ekki búið til þær skyldur, sem
við göngumst undir sem félagsmenn, og að
þær hefðu verið til, áður en við rituöum
nöfn okkar undir loforð um að halda þær.
— En ef þessi staðhæfing er rétt, þá leiðir
af henni hitt, að þessar skyldur hvíla jafnt á
öðrum sem okkur, — eru þjóðlegar þegn-
skyldur. — Eg býst nú við, að ýmsum þyki
þetta einkennileg kenning, a. m. k. þeim,
sem halda, að við höfum gengist undir ein-
hverjar hræðilegar kvaðir, bundið okkur ein-
hverjum nýjum, háskalegum ófrelsisfjötrum,