Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1910, Page 6

Skinfaxi - 01.09.1910, Page 6
94 SKINFAXI eina krafta vora og vinna að því allir sem einn! Látum oss því eigi verða liðhlaupa! H. V. Árs-afmæli. Nú er þá *Skirtfaxi« orðinn ársgamall. Eigi er aldurinn mikill né lífsreynslan, eti ýmislegt hefir hann þó lært á þessu stutta lífsskeiði sínu. Um viðtökurnar var getið í síðasta blaði. Marga góða sendingu hefir hatin fengið frá ungmennafélögum út um land, ritgerðir ýmislegs efnis; en þó er enn fjöldi félaga, sem eigi hefir sent honum línu, og þar á meðal sum öflugustu ungm.félögin í landinu. Bent hefir verið á, að »Skinfaxi« ætti að ræða »sambandsmál« frekar en gert hefir, og telja suntir það aðalhlutverk ltans. Er þar til að svara, að fyrst eru skiftar skoðan- ir um, hvað sé sambandsmál, og hve mjög eigi þau að ræða. Sé átt við lagabreyting- ar og nýmæli í þeim efnum, er það skoð- un mín, að óskemtilegur yrði lesturinn og tilbreytingarlítill, er fram í sækti, ef þatt væri aðalefnið. — Nauðsynlegar athugasemdir í þá átt ætlar »Skinfaxi« sér að flytja í vetur og telur það heppilegra til undirbúnings undir næsta sambandsþing, en ef fyr væri gert, svo utnræður og áhrif væru farin að dofna, er til framkvæmda kæmi. — Helstu sambandsmálin tel eg livorki sambandslögin né félagsstarfið sjálft. Lögin eru einskonar rituð »trúarjátning« félaganna og geta vel verið orðin tóm. Og starf félaganna, sent víða er bæði ungt og öflugt, er of sundur- leitt og samgöngur allar of örðugar til þess, að það eitt geti tengt félögin nægilega saman. Það er »andi« angmennafélaganna og áhugi, sem er aðal sambandsmálið! Hug- sjónir þær, er vakið hafa félagshreyfing þessa og áhugi sá, er santeinað liefir æskulýð ís- lands í fríða fylking á sköntmum tíma. — Ef »andinn« er lifandi, og áhuginn heitur og sterkur, verður gott og öflugt starf eðli leg afleiðing þessa. Án þessa eru lög og ákvæði dauð og fánýt, og starfið verður aldtei til blessunar. Það er þetta tvennt, sem »Skinfaxi« hefir barist við að glæða af veikunt mætti. Þeirri vissu, að það sé grundvöllar ungm.félags- skaparins. Sá eini rétti! Vér, sem eigum því láni að tagnaaðhafa verið með frá upphafi í ungmennafélags- starfinu hér á landi, minnumst þess með fögnuði, hve auðug fyrstu félög vor vóru af anda og áhuga\ Með tvær hendur tómar unnu þau »kraftaverk.« Blóðið var heitt, og hendurnar sterkar. Það voru bjartir dagar! Samtök og santhugur. Ein eldheit hugsun gagntók alla. Bratnt í hverjum blóðdropa. Titrandi í hverri taug. íslandi alt! Það er þessi andi, sem ekki má deyja! H. V. í rökkrinu. Við munutn eflaust öll eftir rökkursetun- um heima, áður en Ijósið var kveikt á kvöld- in. Og mörgum mun renna í hug ótal kærar endurminningar frá bernskuárunum, sem tengdar eru við »rökkrið.« Skammdegismyrkrið fyilir baðstofuna sta'na milli frá gólfi til rjáfurs. Dauf blábleik skíma frá snjóugum gluggunum, og hríðar- bylurinn á þekjum úti eins og þungur nið- ur í fjarlægð. — Inni er kyrt og hljótt. »Gam!a fólkið« sefur rökkursvefn sinn, sumt vinnufólkið hallar sér líka útaf. Aðrir segja sögur. Og í þeirra hóp eru börnin. Hvergi í heimi held eg að «é hljóðnæm- ari eyru en íslensk barnaeyru í skatnmdegis rökkur-kyrð í sveitabaðstofu. — Þar er lika æfintýraheimur margra barna. Rökkrið er svo mjúk og laðatidi umgjörð utan um hug- sjónarlíf sveitabarnsins, er þá hefir »frjálsa vængi« stundarbi!. Þá kannar hugurinn ókututa heima. Einkum dularheimana, sem byrgðir eru á daginn. — Þar finnur ísl. sveitabarn sambandið við náttúruna, sem það

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.