Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1911, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI Það var æskuhugsjón hans, að efla kristi- lega og þjóðlega menning Norðmanna. Það var og æskuhugsjón hans, að fá nor- rænu þjóðirnar, Norðmenn, Svía og Dani, til að vera bróðurlega samtaka, einkum þeg- ar mest lægi á. Vil eg nú segja nokkuð frá því, hvernig hann lifði eftir hugsjónum þessum. En minnast fyrst ögn á æsku hatis. Kr. Brt'm er fæddur í Kristíaniu 1839. Ólst svo upp á Heiðamörk. Qekk í skóla á . Litlahamri. Varð stúdgnt 1856 og guð- , fræðiskandídat 1862. Hann var sonur auð- ugs embættismanns, var ættstór og ágætlega' lærður. Vóru honum því flestir vegirfærir. Var þá, eins og altaf, mesti siðsemdar.. og reglumaður, mjög guðrækinn endastrang- trúaður. Átti þó við miklar efasemdir að stríða. En ltann bað Guð og las og rann- sakaði rækilega og samviskusamlega. Og svo fékk hann smátt og smátt staðfastari trú. Átti svo sem auðvitað kost á bestu prest- stöðu. En áleit stöðu þá svo mikiivæga og ve-dega, að hann ekki þóttist fullhæfur til að gegna henni þá. Og þekki eg þó eng- an, sem eg álít ltonuni hæfari til þeirrár stöðu. Kr. Brúns guðlegu ræður tel eg tneð þeint allra bestu, sem eg het heyrt. Líka átti hann kost á háskólakennarastöðu með 2000 norskra dala laúnum. En hann þáði hana ekki heldur. Þótti sú staða óhentug fyrir sig sem alþýðufræðara. Fanst hægra að efla menning þjóðarinnar á annan hátt. Viidi gera það með frjálsum og vekj- andi skóla í sveit. Með lýðháskóla einmitt; kyntist honum í Danntörku og varð hrifinn af honum. Ásetti sér svo að stofna lýðhá- skóla í Noregi og fratnkvæma svo með hon- um þjóðmenningar hugsjón sína. En einmitt um sama leyti fékk hann færi á að lifa eftir annari hugsjón sinni, sem var sú, að efla bróðerni norrænu þjóðanna. Efla það með því að setja Iíf sitt í veð fyrir það. Mikið var rætt og ritað unt bróðerni þetta fyrir 50—60 árum. Bæði norskir og sænskir stúdentar, skáldin, og fleiri menn í löndum þessum töluðu þá og rituðu mjög falleg stóryrði um það að fórna lífi sínu, ekki að- eins fyrir ættjarðirnar, heldur einnig fyrir Danmörku, ef henni Iægi á. Kr. Brún samsinti því að vísu. En kvað mest ríða á að láta þetta nú verða eitthvað meira en orðiti tóm. En hjá mörgum varð það aldrei meira. En Kr. Brún lét jafnan athöfn fylgja orði. O. H. Islenskur iðnaður og ungmennafélög’in. í septemberblaði »Skinfaxa« f. á. er sam- bandsstjóri að minná ungmennafélögin á hina fyrirhuguðu iðnsýningu í Reykjavík 1911, og livetja þau að senda þangað muni til cýnis. Eg efast alls eklci um, að ungmennafélagar hafi yfirleitt góðan hug á því að styðja þessa sýningu eftir. mætti, eins og alt það, er stefnir að þroska og þróun íslenskrar tnenningar; en hitt hefi eg jafnan óttast, er eg hefi um það Qigsað, að í • þetta sinn mttndu þau ekki geta sýnt neinn verttlegan árangur af starfi sínu til viðreisnar íslenskutn iðnaði, svo sem æskjlegt hefði verið. Ungntennafélögin eru enn á bernskuskeiði og ltafa mætt ýmsu andstreymi. Því er þess ekki að vænta, að þau nú þegar hafi kontið S£r. öllum hugsjónum sínum í framkvæmd. Þó hafa þau á þessum stutta tíma unnið íslenskri menningu meira til eflingar, en nokkurn mun hafa órað fyrir í byrjun. Sýnir það best, hve góður vilji má mikils, og ætti að vera ungmennafélögum livöt til starfs og stöðuglyndis við hugsjónir sínar. Viðreisn íslensks heimilisiðnaðar er mál, sem miklu varðar þessa þjóð, og er engum skyldara en ungmennafélögunum að beita sér fyrir. því. En þó að þau hafi ekki unnið mikið að því enn, finst mér það nokkur vorkun, af því sem þegar er sagt. En úr þessu má það ekki dragast. Vel væri það gert, ef þau fyrst og fremst gætu sýnt mönn- um og sannað verðmæti heimilisiðnaðarins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.