Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1911, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.01.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 heimildir til þess, en það er alstaðar á voru landi, getur löggjafarvald vort, með krafti og vissri von uin árangur gert gang- skör að því að löghelga hinn íslenska fána. Staðarfáni — fáni með takmörkuðum rétti — er ekki vor þrá, heldur hinn sanni frelsisfáni — alsherjarfáninn. Því eru litlar líkur til þess, að þjóð vor biðji um staðarfána. Það gæti skaðað en ekki gagnað að lögleiða hann og með því óbeinlínis viðurkenna, að við hefðum ekki rétt til neins frekar. Vér stæðum heldur ekki mikið betur að vígi með notkuu fánans, þó lögleiddur væri staðarfáni; heimild til að nota fána okkar á landi höfum við ótvírætt þegar. En þessi atriði málsins ætla eg eigi að fara lengra út í, heldur koma að því, sem ungmenna- félögunum sérstaklega ber að gjöra, eins og sakir standa. Eg gat þess áðan, að þjóðin þyrfti að sýna einhuga vilja sinn í fánamálinu með því að veifa fánanum. Hér er verksvið fyrir ungmennafélögin að vinna á. Hér geta þau gengið á undæi — og munu ganga á undan — þess er eg fullviss. Heitum því hver öðrum og þjóð vorri því, að á hátíðar og minningardeginum 17. júní 1911 megi sjá árangurinn af starfsemi vorri í þessu máli. Reykjavík 28/12 1910 'Jdoihcíí. '|o. Síe-meitt*. Frá ritstjóra. Breyting' sú hefir orðið á útkomu »Skinfaxa«, að nú eru árgangaskifti flutt til úramáta í stað þess, að þau voru áður bundin við 1. október. Stafar það •af drætti þeim, er varð á útkomu 12. tbl. eins og skýrt hefir verið frá, — og svo af tangri bið eftir því að sjá, hverja aðstoð blaðið ætti vísa í kaupendum sínum, áður en það legði út á djúpið í annað sinn. — Sú bið hefir orðið alt of löng. Og alls eigi skemtileg. Fáir eru nú þeir kaupendur »Skiufaxa, sem eigi liafa greitt blaðgjöld sín fyrir I. árg. Og er það gleðilegt mjög. Er því engin ástæða til að efast um skilvísi þeirra næsta ár. En þó eru það allmörg ungm,- félög og fjöldi einstakra kaupenda, sem hvorki hafa greitt neitt af blaðgjöldum sín- um fyrir II. árg. né látið til sín heyra, og var það þó hægur vandi hverjum kaupanda, og enda lofað að taka það fullgilt — til þess að létta undir með þeim, er eigi hefðu peninga með höndum í gjalddaga. Betur var alls eigi hœgt að bjóða, úr því umfyrir- /ramborgun var að ræða! Afleiðingin verður því sú — þó ill sé, — að allmargir kaupendur fá nú eigi blaðið, fyr en þeir íáta til sín heyra á einhvern hátt. Eru þó efalaust margir góðir ungm.félagar í flokki þessum. En samkvæmt ítrekuðum yfirlýsingum í »Skinfaxa« verður að halda þessu fram, hvort sem leitt þykir eða ljúft! Er það nú von mín, að »vinir og vanda- menn« »Skinfaxa« bregði nú skjótt við og drengilega og bæti' svo úr skák, að blað ung/nennafélaga íslands geti horft björtum augum fram á ógengnar æfibrautir! — — Með næsta tbl. verður titilblað og efnis- yfirlit 1. árg. sent öllum kaupendum. Góðs og gieðilegs nýárs óskar ^Skinfaxi« öllum lesenduin sínum, ungum og gömlum uni alt land! Fyrsti tugur nýrrar aldar er nú liðinn.' Nýr hefur göngu sína, árið 1911. Það er sjsá margra og hjartfólgin ósk og von fjöldamargra, að ár þetta verði merkisár í sögu íslands. Færi því heill og hamingju, heiður og sóma. Þá er 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, fyrsta íslensk iðnsýning og þriðja sa/n- bandsþing ungm./élaga fs/ands,. — Hvert þessara atriða ætti að verða merk- ur viðburður og minnisstæður. Og afleiðing- arnar miklar og víðtækar! Ungir Islendingar, ungmennafélagar og aðrir! Hitnar yður eigi um hjartaræturnar við sóma þann og heiður, er yður veitist með því að fá að vera með! Fá hér tæki- færi til að leggja fram áhuga yðar og krafta og vinna að heill og heiðri lands og þjóðar! Látum oss taka höndum sanian núna við áramótin, heita hver öðrum því og leggja við drengskap vorn að vinna samhuga og sanataka á þessu nýa ári. Á þann hatt ein- an verður 1911 merkisár í sögu vorri! H. V

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.