Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1911, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1911, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI Nvtt sambandsfélag. í Norðurárdal i Mýrarsýslu vár ungmennafélag, stofnað 12. Júlí í sumar. Félagið heitir »Baula«. Stofnendur voru 23. Á stofnfundinum var sam- þykt að ganga í U. M. F. íslands. Formaður félagsins er Sverrir Qíslason frá Hvainmi, þar í dalnum. Það er gleðilegt, hversu sá skílniugur útbreið- ist meðal þeirra sem stofna ungmennafélög víðs vegar um land a!t: að ungmcnnafélög ulaa sam- bands U. M. F. íslands, séu verri engin ung- mennafélög. U. M. F. Baula« yerður talið í suauícuuiiiga- fjórðungi þar til öðru vísi verður ákveðið um fjórðungaskiftinguna. Velkomin í vorn hóp. þ. &t. > Askorun frá Ungmennafélagi Reykjavíkur. U. M. F. R. skorar á öll ungmennafélög landsins að taka fánamálið til rækilegrar athugunar. A fundi félagsins 18. des. var fánamálið rætt, og var þetta samþykt: Félagið vill vinna fyrir fánann sem full- komið sjálfstæðismerki þjóðarinnar. Féiagið er aigerlega andvígt staðarfána. Félagið telur, það heppilegustu leiðina fánanum til stuðnings að vekja áhuga þjóð- arinnar á honum, og fá menn til að nota hann, en snúa sér ekki tii þingmanna eða þingmálafunda að svo stödd.u. Félagið mun síðar skýra beturafstöðu sína gagnvart fánamálinu með opnu bréfi, sem birt verður í næsta tölublaði Skinfaxa. y Askorun frá Ungmennafélagi Akureyrar. Ungmennatelag Akureyrar hefir á fundi 16. þessa mán. samþykt svohljóðandi til- lögu: Til að hrinda fánamálinu áleiðis á'ítur félagið heppilegt, að lögleiddur verði sérstak- ur staðarfáni og ákveður því að beita sér fyrír því að skorað verði á næsta alþing að samþykkja lög þess efnis og telur æskilegt, að lögin geti öðlast gildi fyrir 17. júní 1911. í umboði félagsins, Ouðm. Guðlaugsson. Tilkynning”. Sökum þess að form. sambandsstj. H. V. var fjarverandi, fékk eg eigi skógræktar styrk þann, er Sunnlendinga-fjórðungur fékk frá sambandsstjórninni útborgaðan fyr en 13. ágúst, oggaíeg eigiframkvæmi ákvörðuh fjórðungsstjórnarinnar um að útborga félög- unum austánfjalis síyrkinn á íþróttamótinu yið Pjórsárbrú. Nánari grein fyrir skógræktarstyrknum verð- ur gefin á fjórðungsþinginu í vor. P. P. Clementz. Áskorun. Hér með skora eg á öll félög í Sunn- lenditigafjórðungi, að taka til umræðu hjá sér á fundum tilmæli síðasta fjórðungsþings til fjórðungs-stjórnannnar, um að hafa næsta fjórðungsþing austanfjalls annaðhvort á Eyr- arbakka eða við Þjórsárbrú. Ályktanir félaganna í þessu máli vænti eg frá félögunum um Ieið og þau senda skýrsl- ur sínar og skatta, en það þarf að vera með fyrstu póstum. (Porkell P. Clementz.) Fjórðungsstjóriun. Til félaganna í Snnnlendingafj. Nú er sá tími kominn, að þið eigið að senda fjórðungsstjórninni skýrslur ykkar og skatta. Skýrsluformin hafa verið send með janúar póstunum, og er vonandi, að þau séu komin til skila. Vegna þess að næsta fjórðungsþing er hið 3., er eg undirbý, langar mig til að regla verði komin á í sem flestu. Það er því nauðsynlegt, að þið sencíið skýrsturnar eigi síðar en í byrjun febrúarmánaðar. Fjórðungs- stjórnif mun láta þess getid í Skinfaxa, hve- nær henni hafa borist skýrslurnar og skatt- arnir frá félögunum. Porkell P. Clementz. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.