Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 2
SKINFAXI
26
in gegn lionum varð svo hörð, að hann jafn-
aði henni við bardaga. Og vissi hann þó
vel, hvað bardagi var. Hann segir svo um
þetta í áðurnefndu aðalriti sínu:
»Fyrir mitt leyti hefir mér að minsta kosti
oftar en einu sinni legið við að óska mér
baráttu fyrir málefni initt, þar sein lífinu var
snögglega vogað fyrir mikinn sigur; óska
mér að ráðast á móti mörgum byssustyngj-
um óvinanna heldur en að þurfa alla mína
æfi að stríða við stórmennskuhæðni heldra
fólksins og þrálátan sljóleik alþýðunnar.«
Verður -seinna sagt frá þessari baráttu hans.
Lýsir hún vel lífsþrautum Brúns, og svo
þjóðargöllunum með. Og' margir þeirra eru
líka íslenskir þjóðgallar. G H.
h - tííi --<£
ÞegnskylduYinmn.
i.
Á sameiginlegum fundi, sem haldinn var 12.
febr. 1911 fyrir U. M. F. Aknreyrar og U. M. F.
Gagnfræöaskólans á Akureyri, var svohljóðandi
tillaga sain|3ykt með 18 atkv. gegn 7:
1. Fundurinn álítur, að þegnskylduvinnan verði
þjóðfélaginu til ógagns, ef hún kemst á, og
tjáir sig því inótfallinn henni.
2. Hann álítur þegnskylduviiinuna ekki samkvæma
stefhuskra ungmennafélaganna og telur því
rangt af þeim að beita sér fyrir henni.
3. Fundurinn skorar því á sambandsstjórn U. M.
F. í. að hlutast til um, að ungmennafélög
innau sambandsins beiti sér ekki fyrir fram-
kvæmdum í málinu á þeim grundvelli, sem
það hefir verið flutt á hingað til.
Árni Vilhjálmsson Jón Friðríksson
(lundarstjóri) (ritari fundarins)
II.
15. febr. 1911 hélt Ungm.íélag Skeiðahrepps í
Árnessýslu fund og tók þar til umræðu þegn-
skylduvinnumálið ; var samþykt svohljóðandi til-
laga:
»Fundurinn er eindregið fylgjandi þegnskyldu-
vinnuhugmyndinni.og telur stórt spor stigið í
áttiua til framfara og menningar, að hún komist
i frantkvænid hið bráðasta!
Ennfreinur:
Getur eigi kvennfólk einnig átt kost á að taka
þátt í þegnskylduvinnu?
Athugasemd.
Tvær yfirlýsingar i þegnskylduvinnu-mál-
uiu. Og hvor uppi í móti annari!
Skoðun U. M. F. Skeiðahrepps er sií hin
sama og flcstm annara ungm. félaga um
land alt. Jafnvel þeirra sem mest liafa um
það mál hugsað og unnið rækilega að undir-
búningi þess. Al’ur fjöldi ungmennafélaga
fylgir því máli af heilum hug, enda er það
eitt hið rnikitvœgasta nauðsynja- og framfara-
mál, er app hefir kornið tneð þjðð vorrí. Og
fagurt og göfugt málefni þar að auki !— En
eðlilega verða allmjög skiftar skoðanir manna
á því, hvern veg þegiiskylduvinnuniii verði best
hrundið tii franikvæmda.
Áskorun þeirra Norðlinga kemur því mjög
óvænt, og munu allmargir eiga allörðugt
með að átta sig á henni. Og þótt»5kinfaxi«
flytji með gleði mjög svo sundurleitar skoðanir
ungm.-félagaáýmsum málum vorum,bá tel eg
fyrir mitt leyti mjög vanhugsað að senda
jafn stórorða áskorun eða réttara sagt árás
á mikilvægt inálefni án þess að rökstyðja máí
sitt minstu vitund!
Þess hefði þó sannarlega þurft með, þar
sem því er lýst yfir opinberlega, að þegn-
skylduvinnan muni verða þjóðfélaginu til
ógagns, að hún sé ekki samkvœrn stefnuskrá
anginennafélaganna(!), og sé því rangt af
þeim að beita sér fyrir henni.
Það hefði eigi veitt af að rökstyðja þessa
»nýju skoðum. rækilega, ef henni er ætlað
að inna það hlutverk af hendi, er hún tekst
í fang: að stöðva »þjóð hættu« þá, er þegn-
skylduvinnan mundi hafa í för með sér!
En nú virðist einmitt sjálfur fundurinn
e'gi hafa íhugað skoðun sína og tillögur ná-
kvæmlega, og eru þær því all mjög ósam-
kvæmar sjálfum sér, þó eigi sé nema þrjár
saman.—Og mtr slcilst eigi betur, en að bar-
átta gegn þegnskylduvinnunni (málefninu
sjálfu) sé harla ósamkvæm stefnuskrá vorri.
Lítum snöggvast á 1. og 2. lið tillög-
unnar! — Þar telur fundurinn þegnskyldu-
vinnuna til ógagns og er mótfallinn henni
(undantekningarlaust), — telur liana ósatn-