Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 sér. Látum lífið vera stráið á bakka Iækjarins,”n það strá ætti þá að lyfta sér upplitsdjarft og ófeimið svo hátt sem rót þess framast leyfði, til þess að geta teygað sem mest og sem heilnæmast loft, sem sterkastan yl og sem bjartasta geisla. Þá gæti það ókvíðið leyft haustvindun- um að varpa sér í bylgjufang dauðans, geiglaust vaggað sér í örmum þess út í ómælið, eilífðardjúpið. Þá hefði það að förunaut þá meðvitund, sern sælust er sköpuð, en hún er sú, að hafa notað tíman rétt. Hver okkar, sem þannig getur lifað. Hver okkar sem elskar víðsýnið, ylinn og Ijósið í tilverunni, hann eflir óhjákvæmi- lega þroska þjóðar vorrar, og honum auðn- ast áreiðanlega að taka undir með Páli sál. Melsteð, þegar hann af síðustu sjónar- hæðinni hérnamegin landamæra lífs og dauða, leit yfir hartnær aldarvegferð að baki sér, hartnær aldar sorgir og gleði og starf í þarfir fósturjarðarinnar, en þau orð eru þannig: >Blessað landið, hvað það er fallegt. Blessað lífið, hvað það var ánægjulegt. Blessaður Guð, hvað hann er miskunn- samur og góður*. Eg hygg, að ekkert ykkar heimti fyllri sannanir fyrir gildi heilbrigðar lífskoðun- ar en þessi orð hins valinkunna öldungs eru. Valdimar Sigmundsson. Bréf iil Ungmennafélaga íslands. Ungmennafélagar! Um það leytí sem hin fyrstu Ungmenna- félög vóru stofnuð hér á landi, var bjart yfir frelsis og sjálfstæðisvonum landsmanna. Þá dirfðust menn í fyrsta sinn að hugsa svo hátt, að ísland ætti að eignast sérstakan fána, sem merki þjóðernis og sjálfstæðis. Fána- hugmyndin fékk brátt góðan byr hjá þjóð- inni, og menn af öllum stjórnmálaflokkum virtust fylgja henni samhuga. En brátttóku menn að deila um aukaatriði — gerð fánans — og upp úr þeirri deilu skipuðust menn í flokka, með og móti fánanum sjálfum, þótt undarlegt megi virðast. Samkvæmt eðli sínu og tilgangi hlutu Ungmennafélögin að styðja fánahugmyndina af alefli, enda gerðu þau allmikið að því að útbreiða hana. Sem kunnugt er, vildi Ungmennafélag Akureyrar hafa gerð fánans öðruvísi, en upphafsmenn fánamálsins höfðu lagt til, en er það hafði leitað álits þjóðarinnar og fann, að tillaga þess hafði minna fylgi, þá tók það hana aftur og veitti hinni upphaflegu hugmynd óskorað fylgi sitt. — Ekki hafa kom- ið fram tillögur um neina aðra fánagerð, 5em nefna megi, svo telja má að hún sé nokkurnvegin fastákveðin. Á fyrsta sainbandsþingi Ungmennafélag- anna, seni haldið var á Þingvöllum 1907, var íslenksa fánanum veifað. Um sama leyti var konungur vor staddur þar, fóru þá nokkrir alþingismenn þess áleitvið Ungmennafélag- aua, að fáninn yrði dreginn niður, en því var fastlega neitað, og blakti hann þar meðan sambandsþingið stóð yfir. Enda þótt Ungmennafélögin og ýmsir aðr- ir veiti fánamálinu fylgi, þá hefir þó all- nijög dofnað áhugi þjóðarinnar á því nú á síðustu tímum. En þetta má ekki lengur svo til ganga, fánamálið er virðingar- og velferðarmál fyrir þjóð vora, sem á engan liátt má falla í þagnargildi.. Ungmennafe'/ag Reykjavíkur skorar því fastlega á öll Ungmennafclög /andsins að taka fánamálíð til rœkilegrar athugunar og vinna það fyrir fánann,sem þeim er framast auðið. Fyrir þessari áskorun færum vér þessar ástæður: 1. Eins og frelsi einstaklingsins er sjálf- sagt og viðurkent, þannig hlýtur óg sér- hver þjóð að eiga rétt til að sýna þjóðerni sitt og sjálfstæði með sérstöku merki. En sé þjóðinni á einhvern hátt þessa réttar varnað,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.