Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 4
28 SKINFAXI O ....... •.......-.. ■■ -------------------o S K I N F A X I —mánaöarblað U. M. F. í.—kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M. F. í. Ritstj órn: Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist AFGREIÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI 0-=^~—------ ..........................=Q vor, heldur hagsmuni heildarinnar, sem í hlut á, húsfélagsins, sveitarfélagsins eða þjóðfélagsins, alt eftir því, hvar vjer skipum sæti í mannfélaginu, og hve víðtæk áhrif vor eru. í stuttu máli, það er lífsskoðun hvers og eins, er gersamlega ræður úrslitunum um það, hverju hann afkastar. Þessvegna svara eg spurningu fundarmannsins svo. Vér eflum best sjálfstæði þjóðar vorrar með því að eignast sjálfir sem ákveðn- asta, sem heilbrigðasta og sem biartasta lífsskoðun, og með því að gera hana að eign sem flestra samtíðarmanna vora; þó eigi á þann hátt, að prédika hana á stræ- um og gatnamótum, heldur hinu, að lifa sjálfir samkvæmt henni og sýna þeim i verkinu, að liun inegni að gera okkur hamingjusama. Þá er hinn liðurinn eftir. í hverju er þessi lífsskoðun fólgin, og hvernig má hún verða sl.ík lyftistöng fyrir manngildi einstaklingsins og þá um ieið þjóðarinnar í heild sinni? Jeg gat þess áðan, að lífið væri kjör- gripur. Það endurtek jeg enn að nýju, sökum þess, að einmitt það er grund- völlur allra heilbrigðra skoðana þar að lútandi. Því sjetilveran kjörgripur hverj- um einstaklingi, en auk þess fjöregg mannfélags heildarinnar, þá liggur og hitt í augum uppi, að hún er of dýrmæt til þess að farið sé gálauslega með liana eða hún höfð að leiksoppi. Enda myndi engum manni, er þannig álit hefði, koma nokkru sinni til hugar að eyða henni á glapstigum, við augnabliks nautnir, er síðaryrðu að glámeygðum vofum, er ægðu honuin hvaðanæfa á einverustundunum. Meira að segja, hann myndi ekkert lað- andi, ekkert ginnandi finna við slíkan hégóma, skyldu og ábyrgðartilfinningin yrðu honum alt; lífsgleði hans, rík og þróttmikil samt, yrði fólgin í því einu að vita skyldunum fullnægt og sjá starfa sinn bera ávexti landi og lýð. Og hér er jeg kominn að því, er eg álít innsta kjarna þessarar lífsskoðunar, en það er metnaðarþráin og starfslöngun- in, bygð á starfsgleðinni og samúðar- fögnuðinum Misskiljið mig umfram alt ekki. Eg meina þá metnaðar þrá, er ekki berst fyrir veg og gengi þess, er e!ur hana í brjósti, heldur hugsjónanna sem barist er fyrir og takmarksins, sem stefnt er að Eg meina þá starfslöngun, sem, þegar því er að skifta, drepur jafnt hendi við fjár- sjóðnum og makræðinu til þess að geta rutt áhugamálefnum sínum veg. Og ég meina þatin samúðarfögnuð, sem jafnt sprettur af því að geta rétt ókunnusta, vesælasta förutnanninum hjálparhönd og kærasta, glæsilegasta vininufn. En tilveran hefir bæði upphaf og endir. Það væri því, að mínu áliti, stór eyða í þá lífsskoðun, er enga grein gerði fyrir afstöðu sinni á því sviði. Eg vil því leyfa injer að bæta nokkrum orðum þar að lútandi við það, sem þegar er komið. Eittaf elstu skáldum þessa lands, þeirra er nú lifa, hefir farið svofeldum orðum um þetta eini. «Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á.« Og því miður hefir hugblærinn, er yfir þeirri skoðun hvílir, fundið berermál sitt alt of víða, því slík skoðun er óalandi og óferjandi. Er ekki eins og af henni andi áræðisskorti og þrekleysi, jafnvel ótta við þetta heljarafl, sem stöðugt sé á hæl um vorum? Slíkur hugsunarháttur getur engan hvatt til framsóknar. En látum aðalhluta líkingarinnar halda

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.