Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1911, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI þá er það helg skylda hvers einstaklings, sem til hennar telst, að vinna af fremsta megni að því, að hún fái rétt sinn viður- kendan. —Vér íslendingar, sem um Iangan aldur höfum verið að berjast fyrir sjálfstæði °g þjóðarfrelsi, getum vart á annan hátt sýnt betur sjálfstæðisviðleitni vora, en með því að hefja íslenskan fána á loft og veifa honum. 2. Ungmennafélög fslands hafa sett á stefnu- skrá sína, að þau vilji vinna að öllu því, sem horfir íslensku þjóðinni til gagns og sóma. En þareð vér lítumsvoá, sem fána- málið sé eitthvert helsta sæmdarmál þjóðar- innar, þá teljum vérþað skyldu Ungmenna- félaganna, fremur ölluni öðrum, að helga fánanum krafta sína. 3. Ungmennafélögin forðast að taka þátt í deilumálum stjórnmálaflokka í landinu, en sá misskilningur hefir gert allvíða vart við sig, að fánamálið sé eitt þeirra, en svo er eigi. Bestu menn úr öllum flokkum eru ákveðnir fylgismenn fánans, og sýnir það ljóst, hve rangt það er að telja fánamálið til flokksmála. Fánatnálið verður að vera hafið yfir flokka- ríg á öllum tímum, en til þess að svo verði, teljum vér öruggast að Ungmennafélögiu standi fremst í flokki í fánabaráttunni. 4. íslendingar hafa um langan aldur veifað dönskum fána, enda þótt aldrei hafi verið leitt í lög að svo skuli gjört, danski fáninn er leifar frá þeim tímum, er Danakonungar voru einvaldir hér á landi, en eftir því sem frelsisþrá vor og þroski hafa aukist, höfum vér leitast við að eyða þeim leyfum sem mest. Enginn íslendingur mun, við að sjá danska fánann, nokkurntíma finna, eða hafa fundið, til þeirrar tilfinningar, sem eigin fáni hverrar þjóðar vekur hjá henni. Fjarri fer því, að baráttan fvrir íslenskum fána miði á nokkurn liátt að því að hnekkja virðingu danska fánans; þvert á móti mun danski fáninn þá Jyrst geta notið hæfilegrar virðingar íslendinga, er þeir hafa sjálfir eign- ast fána. 5. Þá má ennfremur telja það ástæðu til að menn fylki sér um fánann, að nú þegar hefir verið borið fram á alþingi frumvarp til laga um löghelgun hans, og það því frem- ur, sem ætla má, að ekki falli eik við fyrsta högg. ________ Ungmennafélögin geta unnið fánamálinu á margan hátt, með því að ræða niálið og skýra fyrir meðlimum sínum og öðrum, með því að nota fánann sjálf, hvenær sem tækifæri gefst, og með því að fá aðra til að nota hann. — Fáninná allstaðar við, ekki síður á sveita- bænuni en á stórhýsinu í kaupstaðnum, á þjóð- hátíðum og hverskonar mannfundum, hjá rík- um og fátækum, háurn og lágum, í gleði og sorg, allstaðar hefir fáninn sama gildi. Á þessu vori er aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar, og lítum vér svo á, að eigi sé hægt að heiðra minningu frelsishetjunr.ar góðu bestur á annan hátt, en með því að íslensk sjálfstæðisþrá og sjálfstæðisvonir hefji þá á stöng íslenskan fána um land alt. En hins- vegar teljunr vér það móðgun gagnvart minningu Jóns Sigurðssonar, ef nokkur ís- lendmgur veiíar þá dönskum fána. Með kærri kveðju og von um góðan árangur. Fyrir hönd Ungmennafélags Reykjavíkur. Reykjavík 9. apríl 1911. Ouðbrandur Magnússon. H. Hallgrímsson. Milli hafs og hlíða. Nýtt sambandsfélag. Ungmennafélagið »Óðinn« á Síðu í Vestur Skaftafellssýslu (sjá 2. tbl. »Skinf.« þ. á.) er nýgengið í sanrband U. M. F. í., og er skuld- bindingarskrá þess undirrituð af 26 félags- nrönnum. Sambandstjórnin óskar »Óðinn« velkom- inn í hópinn og vonar, að fleiri »austmenn* konri senn á eftir! U. M. F. Snæfjallahrepps. 13. febrúar 1910 vará Snæfjöllum í Norður- ísafjarðarsýslu stofnað Ungmennafélag, er

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.