Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 4
52 SKINFAXl O ' ' ' ....-=0 S K I N F A X I —mánaðarblað U. M. F. í.—kemur út íHafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M. F. í. Ritstjórn: Helgi Valtýsson. Guöm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist AFQREIÐSLU ,,SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI O-....... -.........-T—=0 „Rökkurhugsanir.“ ^Mig hryggir svo margt, sem í huga mér felst.« Það er svo sárt að Iiugsatil þess, að sólin er farin að lækka á lofti, og dagarnir að styttast, áður en sumar sjálft er byrjað. Stutta sumarið okkar íslenska, sem vér þráum — og elskum — og söknum. Svo erog með mannslífið. Dauðinn er því samferða alla leið. Núna um þessar mur.dir eru næturnar mátu- lega bjartar til »rökkurhugsana«. Of bjartar fyrir myrkfælnina, en liæfilega skuggsýnar til þess að þagga hið andlausa eilífa hjal og stöðva liina munnstóru hlátra. Um miðnætur- skeið ríkir kyrð og friður á lög og láði. Logn. Stafar í sjóinn. Síðustu glæð- ur kvöldsólarinnar blikna og kulna á vestur- himninum, en samstundistakaskýin að roðna í norðaustri. Kvöld og morgun ná enn þá höndum saman. Æðarkolla með sex unga vappar upp á bryggjusporðinn beint fram- undan glugganum mínum. Ungarnir stinga höfði undan væng og sofna. En móðirin vakir. — Friður ríkir. Friður sem allir þrá, en fáir finna. — Draumljósa íslenska sumar- nótt! Hve þú ert þrungin af friði! — AI- vara lífsins leggst yfir sál mínaeinsog frjófg- andi dögg yfir græna grund. Sælar eru al- vörustundir lifsins. Þærauðga mannandlega og gera mannlífið að lífi, sem vert cr að lifa. Að dýrmætri og mikilvægri gjöf Guðs. Al- varan er kjölfesta sú, er liver maðurþarf að eiga ungur sem gamall. Hún er hljómgrunn- urinn, sem bergmálar alla sanna gleði og gerir hana að frjófgandi nautn mannssálar- innar. Hún er undirrót hugsana þeirra, sem auðga líf vort og gera oss að mönnum. Margur maður lifir svo langa æfi, að hann verður aldrei var auðœfa þeirra, sem falin eru í hverri mannssál. Hann gefur sér aldrei stundir til að sókna í hugardjúp sjálfs sín, — til að vera einn með sjdlfam sér — og læra að þekkja sjálf- an sig. Og æfin verður tómleg, efnislítil og dauf. Skuggi að eins af því, er hún átti að vera og gat verið. Ó, hve sárt oft og einatt að hitía »efnilega« unglinga og ungmenni, sem aldrei hat'a hugsað alva.lega á æfi sinni, og virðast hvorki vilja það né geta! Þeir hafa glatað »dýrustu perlunni«. Mannsæfin er svo stutt. — Eins og sunt- arið okkar íslenska, sem vér þráum og elsk- um — og söknum. /-/. V. FyrirlGstrar í Dalasýslu. Sýslumaður Björn Bjarnarson heyrði, ásamt nokkrunt fleirum Dalasýslubúunt, fyrirlestra mína í Stykkishólmi í velur. Talaði svo um þá við sýslubúa, og varð þetta til þess, að hann fyrir hönd sýslunefndar fékk mig til að halda 10 fyrirlestra í sýslunni í júlí og júní. Voru þeir lialdnir á Sauðafelli, Snóksdal, Hjarðarliolti Hvammi, Staðarfelli og Skollhól í Saurbænum, í kirkjunni á stöðum þessum. Aheyrendur um 30 á virkum dögum, en 70 á sunnudögum. Efnin voru alloftast þessi: Til æskulýðsins og Trygð við ættjörð og hugsjónir. Vel var þeim tekið, en ann- ríki hamlaði mörgum frá að sækja þá. Tvö æskufélög varð eg var við á leiðinni. Annað þeirra er í Hjarðarholti, og heitir »ÓIafur Pái«. Er Páll sonur séra Ólafs prófasts fyrir því. Það er búið að girða dagsláttu og planta í hana og sá reynivið, lævirkjatrjám og fleiru. Það gaf 50 kr. til minnisvarða Jóns Sigurðsonar. Það á silf- urskjöld, sem er ætlaður besta glímumanni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.