Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 upplesíur, fjórsöngur og dans á hverju kvöldi. Virðist þetta fyrirkomulag heil- brigðara en hið fyrra, og hefir |jað auk- ið félaginu bæði álit og fé. Nœturskemt- anir ekki leyfðar (t. d. dans) eftir kl. 12, þar sem félagið ræður húsum. Ríktfram- fylgt. Sé þetta hér sagt til samfélaga vorra sem bending og ósk um samein- ing til baráttu gegn einum þjóðlesti af mörgum. Samkomur úti ein á vori í 3 vor. Síðast nú 17. júní í minningu 100 ára afmælis Jóns Sigurðssonar í sam- vinnu með skagfirskum félögum ýmsum utan U. M. F. I.—Sambandsins. — Fleiri mál enn ekki framkvæmd. Ýmsum fleiri þó hreyft og haldið vakandi, svo er um tóbaksbindindi, þegnskylduvinnu, sjúkra- samlag o. fl. En Ungmennafélagsskaparins veikari hliða gætir og hér, Mótspyrnu og skiln- ingsleysis eigi síður. Jafnvel óvildar ein- stakra manna, er sjá flísina en aðgæta ekki hvar bjálkinn liggur, — manna er dæma félagsskapinn eftir einstökum félagsmönn- um er síst skyldi og meta gildi málefnis- ins eftir veikustu hliðum starfsmanna þess, en ekki efiir sterkustu hliðum þess sjálfs. Hjá slíku verður ekki komist hér né ann- arstaðar. Megum vér Ungmennafélagar ekki vera uppnæmir fyrir því. Sigurs- vonin enda meiri fyrir það, sé rétt á hald- ið. En U. M. F. »Tindastóll« langsam- lega einstætt Sambandsfélag hér í sýslu. Pó mörg félög til meðal hins Skagfirska ungdóms, sum ineð mjög góðum kröft- um, en hvorki heil né hálf sem regluleg Ungmennafélög. — U. M. F. í. þarf að fara eldi um hið mikla og fagra Skaga- fjarðarhérað og um allan vesturhluta Norð- lendingafjórðungs til landnáms. Guðmund- ur eða Helgi þurfa að koma. Vér vænt- um slíkra manna eða þeirra líka fyr í dag en á morgun. Jón Þ. Björnsson frá Veðramóli. íþróttamótið (viðauki). Finnn manna nefnd sá fyrirvallargerðinni og íþróttamótinu: Guðl. Þórðarson frá Krók- túni, formaður, Sigurður Vigfússon fra Brúnum, lngimundur Jónsson frá Holti, Skúli Gunnlaugsson frá Kiðabergi og Björg- vin Magnússon frá Klausturhólum. Á mótinu vóru fluttar ræður þessar: Sfra Olafur Magnússon Arnarbæli: ti’ ungmennafjelaganna. Björgvin Vigfússon sýslumaður: vígsluræða íþróttavallarins. Þá þvarhástökk en öðrum íþróttasýningum slept á vegna veðursins. Síðan flutti Guðmundur Björnsson landlæknir ræðu fyrir minni fóst- urjarðarinnar, Sigurður Vigfússon frá Brún- um ræðu fyrir minni hjeraðanna, sem til mótsins höfðu stofnað. Ungmennafélagar! Starfið að útbreiðslu Skinfaxa. Munið galddagann! Kæri Skinfaxi! Eg er einn af þeim tnörgu sem ekki hefi lagt þér neitt til að bera fram fyrir lesendur þína; vilja hef eg þó til þess, og efni er óþrjótandi fyrir góða ritsmíði, en ritsmiður er eg ekki, og eg er fullviss að margir ung- m. fél. eru betur að sér í þeirri list en jeg, og vona eg að þeir Iáti þig njóta þess betur framvegis eu hingað til, — þú mátt vera innilega þakklátur Guðm. Hjaltasyni fyrir þau gullkorn, sem liann hefi látið þig flytja til Iesenda þinna, — Þau eru þinn andi og líf, þú myndir þunnur vera, ef þú ættir ein- göngu líf þitt undir þeim, sem helst ættu að styðja þig, nefnilega ungm. félagarnir út út um landið; — það er sorglegt, hve æsku- lýðurinn er tregur til að birta opinberlega

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.