Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 1
Sfoxvjaxv. 7. TBL. HAFNARFIRÐI, JÚLÍ 1911 II. ÁRG. Kristófer Brún. 12. Aðalrit Kr. Brúns, Það er eflaust »Fo/ke/ige Grundfanker«. Það kom út um 1877, og í nýrri, aukinni útgáfu 1878. Mætti fyrst mikilli mótspyrnu. Fn náði miklu áliti með tímanum. Sænskur uppeldisfræðingur segir um það: »Bókin er þjóðarverk, og á engin önnur þjóð annað eins.« Það er í 12 köflum. Fyrsti kaflinn erum mannlífið í heild sinni og andann. Er þar talað mest um bernsku og œskuárin Segir meðal annars um barnið: »Barnið trúiröllu sem það lieyrir. Sál þess er svo löguð, að hún verður verður að trúa liverju orði, sem kemur inn í hana í þessu er barnið óspilt og heilt. Það á sér meðfæddan rétt til að fá að heyra sannleikann, og einungis sann- leikaiif . Eins á sannleikurinn sjálfsagðan rétt til allra barna. Þau tilheyra honum með réltu. Sá sem segir barninu fyrstu ósann- indin, sein það uppgötvar, sá sem kennir barninu að efast um það orð, sem það heyr- ir, hánn særir fínu sálina þess djúpu sári. Hann blæs eitri Iífsins inn í barnið.« (S. 4.) En um œskuárin segir liann: »Æskan er tími hugsjónanna. Þá búum vér oss mynd af tilverunni, ekki eftir því sem hún sýnir sig í kringum oss, heldur eins og vér vild- um gera liana, ef vér gætum. Vér búum oss þá mynd af heinúnum, eins og hann ætti að vera. (S. 8.) »Sá er inunurinn á göfugri æsku og göf- ugum fullorðinsáriun, að unglingurinn er hrifinn af miklum hugsjónum og gagntek- inn af þeim. En maðurinn vinnur fyrir þær. Hann starfar þá með öllum skírleik hugs- ana sinna og með þoli og afli viljans. Verða svo fögru æskuhugsjónirnar að hágöfugri starfsemi«. (14.) Annar kaf/inn erum /ýðháskó/ann og nor- ræna, endurskapaða menning. Vill Brúu gera Eddurnar og fortiSÖgurnar að menningar- grundvelli, og láta fræða mikið og duglega um þær i öllurn skólum æðri sem lægri. Og er þá ættjarðarsagan sjálfsögð þar um leið. Og svo þjóðlegur skáldskapur allur með. Alt þetta, og annars alla sögu á að kenna ntunnlega. Tala svo um mannlífið ogenda náttúruna, að æskan »fræðist, fjörgist og mentist« »hrærist, göfgist og gleðjist. »Vér viljum koma þeint til að sjá og elska alla hina miklu dýrð tilverunnar, einkunt þó mannlífið.« »Innræta hjá þeim hágöfuga heildarskoð- un á lífinu.« »Lýðháskóla kenslulistin er fólgin í því að tala Ijóst og náttúrlega uin háleita hluti.« (20—21). Hann meturgríska menning mikils. Veit að grísk ment erforin- fegri en norræn. En segir þá norrænu aft- ur sannari og innilegri, og kveður svo að orði: »Lengi munu þeir Hektor og Akkilev réyna karlmensku sína á Iliónsvöllum. En mörg ung skáld munu, ef til vill, heldur vilja fylgja Skarphéðni í anda yfir Markar- fljót, eða Ólafi á Orminum langa.« (34). Þriðji kaflinn er vörn fyrir lýðháskólana. Segir hann þar, meðal annars: »Mjögsjald- an á æfi minni hef eg kynst eins góðu fólki og danskir lýðháskólavinir eru. Eg ætti að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.