Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1911, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 félagsins. Hefir haldið 6—ö fundi á ári — vel sótta. Hefur skólahúsið í Hjarðar- holti fyrir fundarhús. Meðlimir 45. Efna- hagur félagsins er góður, hefir þó haft tals- verð útgjöld. Hitt félagið er í Hvammssveitinni, er fá- ment og rétt nýbyrjað, virðist vera efni- legt. Æskufélögin fengu fyrirlestrana ókeypis, því sýslumaður sá um borgun þeirra, lagið ferðaáætlun og sá mér fyrir fyígdum o. s. frv. Það er bæði virðingarvert og eftirtektar- vert, þegar embættisrnaður gengur á undan öðrum í því að efla aiþýðufræðslu meira en skyldan beinlínis heimtar. Fallegt er á Sauðafelli. Vel hýst, garður með mörgum ribsrunnum og nýgræðings- kvistum. Túnið er mjög stórt, slétt og girt með öllu. Svipað er í Hjarðarholti. í Hvammi er laglegur garður eftir séra Kjart- an. Þar er reynir og rósarunnar og álnar hátt grenitré alt vel lifandi. Myndarlegt er líka á Staðarfelli og Hóli á Fellströnd og í Hvítadal í Saurbænum. Einnig í Ásgarði, þar er myndarbóndi mikill, er Bjarni heitir. Oreiddi hann einna best götu mína. Auðvitað ber Ólafsdalur af öllu. F.g kom þar. Búið að girða 128 dagsláttur og slétta og rækta nær helming þeirra eða 60. Torfi búinn að smíða 100 plóga og 60 kerrur og aktýgi, og átti nú 8 kýrfóður í fyrningu. Og annað var eftir þessu. Margt spjölluð- um við. Meðal a mars gat hann þess, að einn merkur embættismaður hefði sagt á þessa leið: »Dimmt er nú yfir þjóðlífinu okkar. En samt sé eg þar tvo sólskinsbletti: Annar er kennaraskólinn, hinn ungmenna- fjelögin.« L félaginu »Baula« í Norðurárdal hélt eg ivo fyrirlestra. Áheyrendur 50. Er það Jíka myndarfélag. Viðtökur bestu allstað- ar, og allstaðar skógur í vexti. G. H. Bréf til Skinfaxa. Kæri »Skinfaxi« minn! Mér þykir rétt að senda þér fáar línur, en í þetta sinn hefi eg lítið að segja af ungmennafélagi okkar Öræfinga, því það er lítið farið að starfa enn þá; enda er það ungt; var það ekki stofnað fyr en 17. apríl síðastl. Félagið var nefnt »Framtíðin«. Stofn- endur þess voru 26, en nú eru þeir orðnir 31. Við félagsmennirnir höfum góða von um, að okkur auðnist með tímanum að vinna eitthvað þarft. Við viljum Ieggja fram eftir bestu fönguin, þá litlu krafta, sem við höfum, tíl að gjöra landið okkar kæra enn byggi- Iegra en það er. En okkur dylst það ekki, að okkur muni verða alt of lítið ágengt mcð það, einkum fyrst, á meðan félagið er fá- ment og fátækt. Félagið er nú búið að ráða það af að byrja í vor á því að gróðursetja nokkrar birkiplöntur, en því miður getur það ekki orðið nema í litlum stíl í vor. En við ungmennafélagarnir stöndum þó mörgum ungmennafélögum betur að vígi með skóg- rækí; því hér er hinn allra fegursti og stærsti skógur landsins, að dómi skógfræðinganna. Við eiguni því Iiægt með að fá okkur birki- plöntur og fræ úr hinum fagra Bæjarstaðar- skógi. Einnig eigum við hægt með að fá plöntur og fræ annarstaðar í Skaftafellsskóg- unum, því víða eru þeir þvf nær eins stór- vaxnir og fagrir og Bæjarstaðarskógur. — Eg hefi orðið var við, að sumir menn sem ekki vilja ganga í ungniennafélög, eru æði ómildir í dómum sínum um þau. Sum- staðar hefi eg orðið þess var, að menn telja að þau ungmennafélög geri ekkert gagn sem afkasta ekki á skömmum tíma miklu verki. Eg veit, að það er ætlun allra ungmenna- félaga, að reyna eftir megni að laga það, sem aflaga fer; þó einkum auðvitað það, sem þau hafa skuldbundið sig til að fram- kvæma. En þótt ekki sjáist á skömmum tíma, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.