Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1911, Side 1

Skinfaxi - 01.09.1911, Side 1
Sfo‘\xvjax\. 9. TBL HAFNARFIRÐI, SEPTEMBER 1911 II. ÁRG. Undirrót imgmennaíelags- skaparins. H. V. getur þess í seinasia blaðinu, að »Skinfaxi« »hafi drepið alt of lítiðáandlegu hliðina, vakning þá, sem er undirrót félags- skapar vors« — »oss vantaði hinn velrækt- aða jarðveg lýðháskólanna, sem félagshreyf- ing vor er sprottin úr«. Þetta er, eins og annað í ritgerðum Helga um æskumálefni, alveg rétt og heppilega sagt. Að vísu var rétt byrjun gerð til að minnast á lýðháskól- ana í ritgerðinni um Kr. Brun, því Brun er mesti lýðháskólahöfðingi Noregs. Og andi lians hefir myndað æskufélögin í Noregi. En það þarf einmitt að rita urn lýbháskóla- stefnuna sjálfa í heild sinni fyrír œskulýð- inn. Það ætti nýi Skinfaxi að gera. Raunar hafa nú nokkrir(Jónsagnfræðingur, B. Melsted, S. Þórólfsson og fleiri, t. d. eg áður í gamla Norðanfara 1876—1885) ritað um lýðhá- skólamálið. En sárlítil áhrif held eg allar þessar ritgerðir hafi haft. Mér virðist eng- inn hér á landi skilji enn þá að neinu raði, hvað verulegur lýðháskóli er. Andlegu vakninguna, sem H. V. meðréttu telur aðalatriðið, þjóðræknis-. trúræknis- og siðgæðis-vakninguna, munnlegu kensluna, skólafélagslífið, og annað, sem einkennir Iýð- háskólana frá öðrum skólum, telja flestir landar vorir bara draumóra, hégóma og sérvisku. Og orðin »vakning« og »hug- sjónir«, eru gestir í málinu,sem margirglápa á með glotti, og telja litlu betri aðskotadýr en »heimatrúboð« o. s. frv! Fyrsta lýðhá- skólatilraunin á landi voru var skammarlega drepin! Reyna mætti samt enn þá einu sinni að vekja athygli manna á lýðháskól- anum, og er þá Iíkle;a skárst að snúa máli þvt til æskulýðsins. Vera má þá, ð fleiri en S. Þórólfsson reyni að stofna lýðháskóla. En Guö gefi þeim mönnum heilsu, efni, kjark og þol, ekki síður en lærdóm og kenslulist. Ekki mun af veita. — Sjálfs- uppeldi og »sjálfsefling« æskulýðsins verður tómt kák, á meðan andlegu vakninguna vantar. En hver á þá að vekja? Þeir sem sjálfir iru vakandi í trú ogkærleika — »úre!torð«! — Ekki fratnar en sólin, þótt þau sé eld- gömul eins og hún. Kveðið, skáld! kærleik og trú íþjóðina. Þá eruð þið sönn kraftaskáld. Eitt af því, sem lýðháskólar gera, er að leiða göfugar skáldahugsjónir út í þjóðlífið alt. — Skáld eigum vér nóg, og getum haft Bjarna, Jónas, Mattías ogfleiri í staðinn fyr- ir Wergeland, Grundtvig og Björnstjerne. Svo hægt er að hafa lýðháskólann nó;,u þjóðlegan. Hægt að liafa hann t. d. miklu ódanskari, en margir af skólum vorum eru. H. V. bendir á, að hugsanalíf vort beri tilfinningalífið ofurliða — menn verði æstir snöggvast, en ekki verulega hrifnir, trúin lítil, kuldinn mikill. Sama finst mér altaf. Hrifni (Begejstring) þykir lítils virði á á landi hér. M. Jochumsson sagði einu sinni, að norsk alþýða væri þroskaðri að »hjarta en heila«. Gagnstætt held eg segja megi um þjóð vora. Og er það hennar ólán og minkun. Þroskaleysi hjartans elur t. d. hugleysi og dugleysi í öllu, elur efa og örvænting, leti og lydduskap, ótrygð og óreiðu. Og vér erum sálarlega sjúkir af þessu. »Kaldsinnis illgresið«, sem eg nefndi í síðasta blaðinu, er vissulega víðar

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.