Skinfaxi - 01.09.1911, Blaðsíða 3
SKINFAXI
67
einmana guðsbörnin ofsótt með spotti,
einstæðir frumhugar skotnir með glotti,
einmenni sjálfstæð í einelti lögð,
einstæðings manndygðin hégómi sögð.
íslenska hviklyndið oss hvað mest steypir,
íslenska þjóðkunna sundrungin með;
heimskan við nýjungum hégómans gleypir,
hrifið rétt snöggvast er umhleypings geð,
haldast þar efinn og ótrygð í hendur,
yrði hver bersögull þjóðvinur brendur —
vantaði til þess ei víkingakjark;
veiklaði karlmensku sníkjandi slark.
Sjálfstjórnin kostar æ sjálfsfórnir mestar,
sjálfstæðið kostar æ þolrauna bál,
hernaður skapaði hetjurnar bestar,
helg varð í ofsóknum trúgöfug sál; —
ef þú með félögum, æska! vilt gagna,
alvöru staðfasta skaltu þér magna.
Léttúð og hviklyndið ónýtir att
ágætt, en fæðir svo vantraustið kalt.
»Ef nú öll hugsjónahnoss eru draumar,
hef eg til ónýtis fest við þær trygð,
trúbrögðin verða þá tálsmiðar aumar,
tignasta Paradís glottandi Iygð.«
Nei, það, sem ofgott eg eignaði heimi,
endurskin verður frá kætleikans geimi,
altaf sem hjá mér og inst í mér býr
öflugur, blómstrandi, fagur og nýr.
Áhrif og minningar unaðar streyma
inst mér í hjartað og sameinast mér,
anda mt'ns kerúb mun Eden þá geyma,
óðal mitt verður hún, livar sem eg fer,
útheimsins dýrðar, er andi minn saknar,
innri dýrð fegurri, tignari vaknar,
útdeyi sutnarsins inndæla rós,
upprennur vetrarins dýrðlega ljós.
Heimur ef slær mig, það himininn græðir,
hugsjónin framkvæmd er varðengill minn,
hjartað ef særist og seinast út blæðir,
sérhver þess blóðdropi ávöxt ber sinn:
engilinn hreinan í eilífðar blóma,
æ mun hann fagur og nýskaptur ljóma,
altaf fær sigurinn ágætið manns.
eða þá himneskan blóðvotta krans.
Treystum því,hags vors og heiðurs þínsvegna,
hugsjóna drotning, er lofaðir þú —
sért þín dæmd lýgi, mun sagt til að egna:
»SannIeiknum göfugri lýgin er sú,
hún er þá kærleikans heimsveldið besta,
henni ber lotning og dýrkunin mesta,
gaf hún oss himinnintt, Guð vorn og Krist,
göfugstu menning og fegurstu list.
Sssss@sssS
Bréf úr Norður-Þingeyjarsýslu.
Atkvæðamesta starfsemi U. M. F. »Leifs
hepna« í Kelduhverfi er sundnámsskeið, sem
það hefir haldið uppi 3—4 vor, að minsta
kosti, hálfan mánuð ár hvert. Hefir félagið
gert »U. M. F. Öxfirðinga« kosta á að nota
námsskeið þetta, enda hafa nokkrir hinna
yngri manna gert það.
Blað handritað er gefið út innan félags-
ins, og fundir eru alltíðir.
Myndarlegt þótti og gott afspurnar, er
félagsmenn flestir komu saman dag einn í
sumar og heyjuðu fyrir fátækan bónda, er
eigi gat sint heyverkum, sakir vanheilsu.
Þá er nú »U. M. F. Öxfirðinga«. Efst á
dagskrá hjá því er skóggrisjun og það mál,
er mest gætir áhuga á. Vill félagið ná
eignarrétti á skóglendi nokkru, en hefir eigi
tekist enn. Skóggrisjungardagur var nú í
sumar hafður snemma í júlí, nú á laugar-
dag, en var fremur illa sóttur, vegna ýmsra
anna, og auk þess hiltist illa á með veður.
Er ákveðið að koma saman í sama tilgangi
einhvern dag í haust. Félagið heldur úti
sveitarblaði handrituðu. Fundi heldur fé-
lagið nú 6—7 á ári. Frh.
S. Þ.
@sss®§sss®