Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1911, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.11.1911, Qupperneq 1
11. BLAÐ REYKJAVÍK, NÓVEMBEB, 1911. II. ÁR Eru fátæklingarnir réttlausir? Eitt af þeini fáu i’ökum, sem þjóðleið- togar bera fram í iandsmáladeilum, er það, að hœrri gjaldendur einir hafi rétt til að hlutast til um, hvernig landinu sé stjórnað. Fátœklingarnir gjaldi nær enga skatta og •eigi þvi ekki að hafa veg né vanda af landsstjórn né iöggjöf. Nýlega hefir einn kunnasti fræðimaður landsins tekið þetta til nýri'ar meðferðar á afarfjölmennum fundi. Hann benti á, að þjónastéttirnar í landinu hæru svo lítinn hlut afbyrðiþjóð- félagsins, að eigi hlýddi að ælla þeim sömu réttindi og efnamönnunum, útvegsmönnum, kaupmönnum, embættismönnum etc. Þessir góðu, fróðu menn álíta, að hærri gjaldendur landsjóðs séu meginsúlur þjóð- arhofsins, það séu þeir, sem herja auð úr skauti náttúrunnar bæði á sjó og landi. En að þeim fylgi, og þróist í skjóli þeirra, 'lítilsigldur mannsöfnuður, vesalir þjónar, smalar, vinnumenn og vinnukonur, sjó- menn og handverksnxenn. Þessi gæfulitli hópur halda fræðimennirnir að séu gagns- laus sníkjudýr, sem af náð týna nxolana fallna af borðum drotnanna, menn sem fæðast, lifa og enda auma daga sína í miskunsömum skugga og skjóli efnamann- anna. Og fyrst svo sé, þá beri þeim, sem sitja svo lágt á þrepum mannfélagsstigans, að láta vera að skifta sér af, hvert þjóðar- fleyið sigli. Þeir hafa ekki lagt afl né •efni til, þeir eru x-éttlausir. En er nú þetta satt? Reynum að iita á veruleikann, látum ekki hlinda okkur glæsileg nöfn og nafnbætur framsögu-mann- anna, svo að við játum rökum þeirra rann- sóknarlaust. Þeir segja, að fátæklingarnir eigi að vera réttlausir, af því þeir séu gagnslausir; ef svo er, þá mættu þeir hverfa að ósekju; mannfélagið mundi standa ó- haggað sníkjudýralaust. Setjum þá svo, að eitthvert stórkostlegt þjóðarböl sópaði burtu af landi lífsins öllum þeim Islend- ingum, sem bera svo lítið úr býtum fyrir vinnu sína, að nær ekkert er afgangs verði daglegi'a nauðþurfta. Setjum svo, að sjó- maðurinn hnigi örendur með færið við borðstokkinn, kolaberinn með pokann milli bryggju og búðar, þvottakonan við Laug- arnar, þjónustukonan við eldinn eða gólf- þvottinn, vinnumennirnir við orfið og mjaltakonurnar í kviunum. Engill dauð- ans hefði á andartaki losað landið við gagnslausa byrði fátæklinganna. Máttar- stoðir þjóðfélagsins stæðu eftir í einmana- legri tign, eins og háar eikui', sem njóta sín best, þegar kjarrið, sem vexíkringum þær, er höggvið frá þeim. Eftir væru i landinu allir hærri gjald- endur þess: stjórnarráðið, allir sýslumenn og dómarar, alt þingið, allir prófessorarnir, allir lögmennirnir, allir kaupmenn og út- vegsmenn, allir umboðssalar og agentar, allir „brókar“ og fjárglæframenn, allir prangarar og prakkarar, í stuttu máli allir nytjamenn í landinu, allir frumherjar þjóð- arinnar. Lítilsháttar breytingar mundu þó leiða af þessu mannhruni. Fiskiskipin fún- uðu franxan við borg eigendanna. Grasið sölnaði óslegið á engjum og túnurn í sveit- inni, fénaðurinn hryndi niður hirðingarlaus í vetrarhörkunum. I höfuðborginni væru

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.