Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1911, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.11.1911, Qupperneq 5
SKINFAXI 85 Bókafregn. J. P. Mtiller: Min aðferð. Dr. Björn Bjarnnrson þýddi. Kostnaðarm.: Sigurjón Pét- ursson og Pétur Halldórs- son. Rvík 1911. Þessi bók á erindi til allra heilbrigðra Islendinga; hún er um sjálfsuppeldi. Hún sýnir, hvernig má með litlum kostnaði efla og styrkja manninn andlega og líkamlega. Hún kemur meir en flestar bækur inn á starfssvið Ungmennafélaganna, okkar sem viljum leggja hönd að hverju drengilegu verki til viðreisnar Islendingum. Við þrá- um meira heilbrigði, meiri dómgreind meira siðgæði. Við notum öll meðul, sem við þekkjum og leiða að ]>ví takmarki. 1 þeirrri grein, sem hér er um að ræða, höf- um við útbreitt sund, skíða- og skautaferð- ir, glíniur og margskonar aðrar íþróttir. Þó eru þessar íþróttir ekki við allra hæfi, því miður. Þær eru stað- og tímabundn- ar: glímurnar fyrir unga og hrausta karl- menn, sundið á sumrin, skiðaferðir í snjó, en skautar í þurfrosti, flokkaleikfimi í þétt- býli og þar sem áhöld eru við hendina. Allar þessar iþróttir eru sjálfsagðar, ágætar og lifsnauðsynlegar ætíð og alstað- ar, þar sem þeim má við koma. En hjá okkur líða oft langir tímar, sem náttúra landsins og lífshæ.ttir okkar gera okkur ómögulegt að stunda þær. Þetta er skað- legt, því að engir, hvorki iðjumenn né let- ingjar mega án íþrótta vera, og sú íþrótt, sem er tímabundin, hefir minna uppeldis- legt gildi, en sú sem ætíð má æfa. Það stafar af þvi, að ef við gerum eitthvað daglega, lengi, missirum og árum saman, þá verður sú athöfn okkur ósjálfráð, part- ur af lífi okkar, sem við getum ekki né viljum án vera. Og sé athöfnin góð og lífvænleg, þá erum við menn að betri. Þá vinnum við altaf umhugsunar- og þján- ingarlaust verk, sem lengir og fegrar líf- daga okkar. En ef athöfnin hættir, ef fellur úr einn i dagur, ein vika, einn mánuður eitt ár,. þá hefir meira spilst, en við getum bætt á sjöföldum tíma. Þá er vald vanans brotið, þá er marfalt eríiðara og vonminna að hyrja að nýju. Þá er orusta í manns- sálinni, þar sem gagnlegu áformin biða ekki sjaldan ósigur. Af þessum „lögum vanans“ leiðir, að sú íþrótt, sem hest get- ur náð til allra, hvernig sem kjörum þeirra er háttað, hún er sterkust og líkust til að sigra. í þessu efni er „Mín aðferð“ flestum aðferðum hetri; hún kemur til allra: karla og kvenna, öldunga og harna, veikra og hraustra, ríkra og fátækra. Hún býður öllum kjarakaup. Hún býður heilsu, aíl, meira ’lífsmagn, sterkari vilja, meiri lífs- fylli en menn þektu áður. En í staðinn heimtar hún 15 mínútur hvern morgun, svikalaust goldnar, og sé refjast um þær, þá synjar hún kaupsins. Hvernig fær nú „Min aðferð“ áorkað svo miklum hlutum? Með því að sam- eina margbreytta líkamlega áreynslu hollri húðræstingu, vatnsbaði og lofthaði- Þegar maður fer úr rúminu á morgnana er best að gera æfmgarnar. Þær eru fáar, og auðveldar, en þó svo haglega hugsaðar og niðurraðað, að þær reyna á og æfa allan líkamann, víkka brjóstholið, gera manninn í einu sterkari og mjúkari i hreyfingum. Þá kemur baðið. Þarf þar helzt dálítinn bala, og vatnskönnu, og hellir maður yfir sig köldu vatni, þurkar sig og strýkur síðan snarplega með lófunum um alt hörundið. Eru þá vöðvarnir og lungun æfð, húðin hert og styrkt og síðan hituð með hand- strokunum. Streymir þá blóðið ört og hratt um líkamann, færandi aíl, fjör og lífsgleði. „Mín aðferð“ er góð hók og frá góðum kominn. Höfundurinn er snjall heilsufræð- ingur og íþróttamaður; hefir þetta rit hans breiðst út um viða veröld, svo langt sem nokkur menning nær. Þýðandinn er i einu afburða islenskumaður og iþróttavin- i ur. Og útgefandinn er sá Islendingur, sem

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.