Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1911, Side 8

Skinfaxi - 01.11.1911, Side 8
88 SKINFAXI leiðir til lítils meira; en á meðan bíður okkur opinn annar vinahópur. Þar eru menn, sem viija tala við okkur eins lengi og við viljum. Þeir fara ekki i mann- greinarálit, þeir hnýsast ekki eftir atvinnu eða lífstöðu. Þeir tala við okkur um áhugamál og hjartans-mál sín, og þeir tala með fallegustu orðunum, sem þeir kunna. 1 þessum fjölmenna hóp eru margir góðir menn, þar eru konungarog ráðherrar, sem bíða svo þolinmóðir — ekki til að veita áheyrn, heldur til að biðja viðtals. Þeir híða hógværir i þessum fátæklegu og þröngu biðstofum, sem við köllum bókahillur okk- ar. Við Iátum okkur samt oftast finnast fátt um þennan félagsskap, og hlustum oft ekki á eitt einasta orð af því, sem þeir vilja segja, allan guðslangan daginn. Þú segir nú liklega, eða hugsar að minsta kosti, að við breytum svo kaldlega við þessa góðu og göfugu menn, sem biðja okkur að hlusta á sig, en sækjumst svo mjög eftir misjöfnum félagsskap þeirra, sem fyririita okkur, eða sem ekki geta kent okkur neitt, af þvi að við getum séð ásjónur hinna lifandi, og að það séu þær, sem okkur langi til að kynnast. En þvi er ekki svo varið. Setjum svo, að þú gætir ekki fengið að sjá andlit þessara miklu samtíðarmanna: — setjum svo, að ])ú værir falinn bak við tjald í skrifstofu ráðherrans, eða í herbergi kongssonarins, mundir þú samt ekki hlusta á þá himin glaður, þó þú mættir ekki draga frá tjald- ið? — En þegar tjaldið er litlu minna, en skift í tvent og kallað spjald á bók, og þú mátt fela þig bak við það og hlusta allan daginn, ekki á hversdagshjal, heldur hugs- aðar, ákveðnar, glöggar ræður vitrustu manna heimsins — þá fyrirlítur þú sali þeii-ra af öllu hjarta þínu. En þú segir auðvitað, að þessi munur komi af því, að lifandi menn tali um við- burði líðandi stundar, og um þá verði menn að vita. Nei, ]»að er rangt. Því að lifandi menn segja þér frá viðburðum samtíðarinnar miklu betur í riti en í hvers- dags hjali sínu. En ég játa, að þessi ástæða er góð og gild fyrir þig, ef þú kýs heldur dægraflugurit en staðgóð rit — eða bækur sannnefndar. Þvi bókum má skifta í tvo flokka: Þær sem eiga aðeins við líðandi stund, og þær sem lifa um aldur og æfi. En gæt þess, að þessi skifting er ekki eingöngu eftir eiginleikum. Það eru ekki svo, að illar bækur verði skammh'far og góðar bækur langlífar. Það er tegunda- skifting. Sumar bækur eru góðar þótt skammlífar verði, og sumar eru góðar um aldir alda. Svo eru líka illar augnabliks- bækur og slæmar bækur, sem lifa meðan heimur stendur. Framb. Tannveiklun. Menningin svokallaða er skæður óvinur tannanna; svo má kalla, að hraustum tönn- um hríðfækki með hverju ári. Læknir nokkur, Jessen í Strassborg, hefir rann- sakað nákvæmlega þessa afturför. einkum í skólunum. Af 10,000 börnum, sem hann hefir sjálfur skoðað, voru aðeins 4 af hverj- um 100 heiltent. Sýkin byrjar í ungbörn- unum og þegar þau koma í skóla 4—5 ára, eru tennur oft alsýktar í 85 af hverjum hundrað. Sumir foreldrar láta sér fátt um finnast, segja, að lítið saki þótt mjólkurtennurnar molni; þær eigi ekki langan aldur hvort sem er. Þetta er mikil villa. Tannleysið leiðir að sér margskon- ar skemd: hindrar meltinguna. hindrar menn að tala rétt, og ekki síst, að skemd tönn er opinn vegur gerlunum inn í lík- amann. IJalda tannlæknar að fjöldi sjúk- dóma sé þann veg til kominn. Mest liggur á að hreinsa tennurnar vel á kvöldin eftir seinustu máltíð, því að á nótt- unni hafa matarleyfarnar á tönnunum og og milli þeirra mestan tíma til að ólga og mynda uppleysandi sýrur, sem éta tanngler- unginn. Enginn bursti nær til fulls því, •sem milli tannanna er, og þykir best til þess að draga milli þeirra vaxborinn silkiþráð. Lelðréttlng-. U. M. F. „Haukur" í Leirársveit, var stofnað 19. febrúar 1911, en ekki í ágúst, eins og stendur i síðasta Skinfaxa. Félagsprentsmið j an.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.