Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 1
12. BLAÐ REYKJAVÍK, DESEMBER 1911. II. ÁR Frá útlöndum. fUndir þessari fyrirsögn verða framvegis i Skin- faxa lýsingar á erlendmn f)jóðháttum, eða ferða- sögubrot, sem að einhverju leyti geti kent okk- «r Islendingum eitthvað nytsamt, heinlínis eða óbeinlinis.] Haiti, Út af Mexicóflóa milli Suður- og Norður- Ameríku er einhver fegursta ey í heimin- ium. Það er Haiti. Hún er mikil að víð- áttu og breytileg að landslagi. Þar ■eru há fjftlí, dalir djúpir og langir en strendur sléltar og fagrar. í jiirðinni eru nógir málmar og kol. Loftið er hlýtt og rakt. Þíðir hafvindar bera vatn inn yfir landið; þar er eilíft sumar. Gróður- inn er stórvaxinn og fjftlbreyttur; vex þar nær ósáð alt, sem menn þurfa með í sið- uðu landi. Þannig er flest það, sem ör- lát náttúra má manninum gefa, lagt í hend- ur íbúanna. Mundi nú nokkuð vanta á til að gera ■manninn hamingjusaman í þvílíku landi, nema frelsið góða? En það vantar held- ur ekki. Haiti er lýðveldi, hefir einkar glæsilega stjórnarskrá, kýs sinn forseta, hefir þing, ráðaneyti, Iter og flota, er i einu orði sagt fullvalda ríki. En þrátt fyrir alt eru Haiti-menn undar- lega gæfulítil þjóð. Þar er sárasta fátækt, fákunnátta og getuleysi, sífeldar óeyrðir og YÍgaferli. I sumar var þar alt í uppnámi, Iblóðug borgarastyrjiild í niarga mánuði. Það er þeirra pólitík. Fyrir tveimur ár- •um var þar í landi herforingi nokkur óá- nægður með stjórnina, gerði uppreisn, fékk fánað útlent fé og veðsetti landssjóð- inn; þegar hann væri kominn til valda skyldi gjalda skuldina með okurvftxtum; auðuppsprettur landsins seldi hann glaður í hendur útlendum gróðrabrallsfélftgum. Hann sigraði eftir miklar blóðsúthellingar, varð forseti, studdur liervaldi, launaði fylgis- mftnnum sínum vel hjálpina og fór að al- veg eins og allir landar hans höfðu farið að áðnr og mundu hafa farið að þá, ef þeir hefðu verið í hans sporum. En eftir tvö ár var minni hlutinn orðinn nógu sterk- ur til að gera uppreist að nýju; þar voru tveir foringjar, sem unnu fúslega satnan, þangað til ræða skyldi um völdin. Það var í sumar; drógust inn í styrjöldina allir vopnfærir menn; urðu nú skothríðar, fólk- orustur, sprengingar, brennur og níðings- verk, útlendingar voru drepnir og rændir, svo flestftll stórveldi sendu herskip til landsins; lá þá nærri að eyan týndi sjálfs- forræði. Öll atvinna og framkvæmdir lágu í dái. Um síðir unnu upphlaupsinenn hftfuð- borgina en stöktu gamla forsetanum og ftllum hans félögum úr landi. Voru þeir allir dæmdir réttdræpir og titlægir, því að það er landssiður um þá, sem sigraðir eru. Þá bftrðust sigurvegararnir um völdin, uns annar sá sitt óvænna og hrftklaðist útlæg- ur úr landinu. Gerði þá upphlaupsforing- inn sig að forseta og kallaðist réttkosinn. Er hann nú einvaldur harðstjóri í landinu, og launar veitta fylgd með fé þjóðarinnar, en mótstftðu nteð ofsóknunt. Þannig hefir veriö saga þjóðarinnar i meira en ftld. „Landið er fagurt og frítt“, en alt sem mannsvit og mannshftnd þarf til, er illa gert eða ógert. Meðan nábúarnir í Norður-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.