Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 8
96 SKINFAXI smágrein í Le Journal, einu helsta Parísar- blabinu: „Innan skamms mun leikflokkurinn l’Oeuvre, gefa okkur færi á að kynnast bókmentum nokkrum, sem hér eru með öllu óþektar. Það eru bókmentir Islend- inga. Um nokkra stund hefir íslenskt leik- skáld, Jóhann Sigurjónsson, vakið allmikla eftirtekt á Norðurlöndum. I Kaupmanna- höfn á að sýna, innan skamms, leik hans Fjalla-Eyvind. Norska leikkonan ágæta, frú Dybvad verður einn leikandinn, Sam- tímis verður Fjalla-Eyvindur leikinn í Ber- lín og Dresden og seinna hér í París“. Öllum Islendingum mun þykja vel farið, að hr. Jóhann Sigurjónsson fær svo skyndi- lega og eindræga viðurkenningu. Sérstak- lega hafa Norðurlandabókmentir átt örð- ugt með að sigra á Frakklandi. Kveður svo ramt að því, að önnur eins snildar- verk eins og leikrit Ibsens eru þar nær ókunn öllum þorra manna, af því að þessari smekkvisu listaþjóð þykir þau ekki nógu mikil listaverk handa sér. Fjalla-Eyvindur mun verða sýndur hér í Reykjavík um hátíðarnar af Leikfélagi Reykjavíkur. Fljótasti inaður í heiini. I byrjun nóv. s. 1. varð franskur mað- ur, Jean Bouin heimsmeistari í hlaupum. Hann rann 9 kílom. og 721 m. á hólf- tima. Fyrir 42 árum hljóp maður 9 kílóm. 712 m. á sama tíma; síðan hefir fjöldi manna reynt að yfirstíga afrek þessa manns, en engum tekist. Einhver frægasti göngu- maður Englendinga Mr. A. Shrubb reyndi 1894 og komstjeigi meir en 9 km. 660 m. Sigur Bouins var enn glæsilegri af því, að veður var óhagstætt fremur: úðarign- ing og vindur nokkur svo að fresta varð hlaupinu um eina stund frá því sem aug- lýst hafði verið. M. Bouin lætur ekki staðar numið við þetta, og býr sig nú undir að verða meist- ari í stundar-hlaupi. Sá sem þar hefir komist Iengst er Englendingur Mr. H. Wat- kins. Hann hljóp í sept. 1899 18 kílom. 878 m. á kl.stund. Um srjöf Tryggva. Maður, kunnugur landi því, seni Ung- mennafélögin eignuðust nýlega við Sogið, segir svo frá, að þó að skógurinn sé ekki ýkjahár, né þéttur, verði þó óhjákvæmi- Iegt að grysja hann, enda sé það arðvæn- legt því, því að um leið og skógurinn batnar stórum er hann gisnar, þá muni hreinn ágóði að grysjuninni geta orðið um 150—200 kr. á ári. Kemur það sér vel, því að girðingar kostnaður verður allmik- ill. Svo var til ætlast af skógfræðingi lands- ins, að svæði þetta yrði girt í fyrra, og voru fluttir þangað stólparnir en ekki vír. En þegar til kom, vantaði fé og liggja stólparnir þar ónotaðir enn. Sennilega mun skógræktarstjórnin fús til að styðja U. M. F. í., ef á liggur, til þess verks, sem hún vildi sjálf hafa gert. Bliiðið. Með þessum árgangi er öðrum árgangi Skinfaxa lokið. Hann er enn lítill og fá- tækur, á tæpa 600 kaupendur, en ef við hjálpumst öll að, Ungmennafélagar, þá ætti hann að geta tekið bráðum þroska, stækkað, fjölgað tölublöðuni og um leið betur náð tilgangi sínum, — tilgangi Ung- mennafélaganna. Næsta ár hugsar Skinfaxi sér að reyna að fylgja áætlun, ná í allar póstferðir. Utvegið sem flesta nýja og áreiðanlega og nýja kaupendur og sendið afgreiðslu- manni. Tilkynning'. Heimilisfang fjórðungssljórnar Sunulemiingafjórðungs er í Aðalstrœti 8, Jtvik. Eins og að undanförnu verður kvittað fyrir skatta og skýrslur frá félðgunum, með ]>ví að geta þess í Skinfaxa. Fjórðunysstjóruin. Félagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.