Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1911, Síða 2

Skinfaxi - 01.12.1911, Síða 2
90 SKINFAXI Ameríku hafa gertv jörðina sér undirgefna, unniS og framkvæmt meir en menskir menn, tekið risalegum framförum, safnað risalegum auði, orðið forgönguþjób í heim- inum, þá stendur Haitiþjóðin i stað, erfá- tæk í nægtunum, kúguð í frelsinu, siðlaus og ómentuð við ríkar uppsprettur menn- ingarinnar. Hvað veldur þessum gæfumun? Báðar þjóðirnar starfa hvíldarlaust. Önnnr að stöðugum uppreistum, óeyrðum og frelsis- glamri, og eyðir í botnlausa hít heimsku- legra athafna sárlitlum afrakstri þjóðar- vinnunnar; hin reynir að gera manninn sem færastan til að verða langlífur í Iandinu, Og af samvinnu slíkra manna í rólegu þjóðfélagi spretta sjálfkrafa stór- virkin og framfarirnar. — Munurinn er fyrst og fremst hið innra í sálum mann- anna, munurinn á Engilsaxanum, stæltum framgjörnum en stiltum, manni þar sem lífsþorstinn og óskirnar eru öflugar, þar sem hinn innri eldur knýr manninn til framaverka, en þar sem þetta hreifiafl er þó bundið böndum siðgæðis, hugsjóna og laga. Annarsvegar er Haitimaðurinn lítil- sigldur, stefnulaus og óþroskaður, kann hvorki að stjórna sér einum né í félagi við aðra. Þar er eldur óskanna viltur, óbund- inn og bráður, næst er best. Slíkur mað- ur virðir engar reglur, hvorki mannleg lög né nátlúrulög. Augnablikshneigðin er hon- um alt. Fyrir skammvinnan hagnað, völd eða fé, selur hann sál og líkama, rýfur orð og eiða, svíkur málefni og[menn, vini, ætt- jörð, alt það sem heiðarlegum og þroskuð- um mönnum er dýrmætast. Þetta er ráðning gátunnar, ástæðan til að Haitibúar njóta i engu aðstöðu sinnar, en kynslóð erfir frá kynslóð ómildaðaeigin- girni, siðleysi og eymd. Gæði náttúrunn- ar og lánaðar frelsisflíkur óhæfar andans vexti þeirra, megna ekki ein saman að lyfta svo spilfu og þroskalausu manneðli- J. J. Mentun. Nú á tímum er eitt orð öllum öðrunv orðum öflugra. Það er eins og segulbjörg- in í æfintýrunum, sem drógu til sín skip- öll, sem nærri komu, með ómótstæðilegu- afli. Þetta orð, sem laðar svo börn 20, aldarinnar á Islandi, er orðið mentun. Mentunin er okkar segulfjall, sem seiðir og töfrar hugi æskunnar. Mentun segja. allir menn að sé markmiðið. Og fátt þykir hræðilegra en að vera án mentunar. Það sér maður glögglega hvern dag. Tökum t. d. nú um kosningarnar. Fréttir um sigra og ósigra bárust oftádag; hug- ir manna voru æstir, tilfinningarnar öraiv sársaukinn nístandi fyrir þá, sem áttu vini og átrúnaðargoð á undanhaldi. Undrun þeirra var takmarkalaus, þegar embættis- menn féllu fyrir bændum „alveg ómentuð- um mönnum". Eg spurði stundum, hvað þessir góðu< nienn vissu um bændurna, sem sannaðl að þeir væru ómentaðir. Hvort þeir væru< ófærir í stöðu sinni, veruleg lítilmenni eða. illmenni. En menn sögðu ætíð, að það væri ekki* meiningin. Þessir bændur væru gáfumenn og sómamenn, en þeir væru ómentaðir, af því að þeir hefði ekki verið í neinum skóla. Á skólaferðiuni bygðu þeir dóm sinn um hvað væru menn mentaðir eða ómentaðir. Þelta mun Vanalegasta svarið. Mönn- um er þó skift niður í tvo flokka, vel og skarplega aðgreinda, skólagengna og óskóla- gengna, mentaða og ómentaða. Seinni flokkinn álíta menn að jafnaði stórum rétt- lægri en hinn. A hinn bóginn er aftur borgarastyrjöld' í liði skólamannanna. Þar tekur að muna á stigum. Sumir telja, að þeir hafi feng- ið 9 ára vísindamentun, eins og Auðkúlu- klerkurinn segir um sjálfan sig; vilja þeir, sem svo eru miklir, ekki láta blanda sér saman við hina, sem skemmra hafa í skól- um verið. Má heita að sami mælikvarði sé þó alstaðar á Iagður. Fyrst eru frátaldir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.