Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1911, Blaðsíða 4
92 SKINFAXl SKINFAXI — mánaðarrit U. M P 1. — kemur út i Reykjavik og koatar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónaa Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Björn Þórhallsson Laufási Ritnelnd: Agúst Jóseísson, Guðbrnndur Magnússon, Tr. Þórhallsson. ai því fylgjandi öllum flokkum, en kriturnar milli flokkanna koma þeim ekkert við. Það er hugsanlegt, og ef til vill líklegt, að einhvern tíma í framtíðinni muni Ung- mennafélögin taka beinan þátt í sjálfstæðis- baráttunni, t. d. á líkan hátt og félögin í Noregi, en þangað er alllangt í Iand. Og það verður þá því að eins, að þjóðin öll þurfi að risa gegn erlendu valdi; gagn- vart innlendum flokksmálum taka félög- in aldrei afstöðu. I þessu sambandi verð eg að minnast á afskifti Ungmennafélaganna af fánamál- inu, og eg vil einmitt skýra þau afskifti út frá þessari skoðun minni um afstöðu Ungmennafélaganna til flokkanna. Fáninn er tákn sjálfstæðrar þjóðar. Ur þvi við keppum að því að verða sjálfstæð þjóð, keppum við að því að eignast fána. En okkur Ungmennafélögum finst það vera ofseint að fara að sjá okkur fyrir fána, þegar við verðum sjálfstæð þjóð. Við vilj- um áður vera búnir að fá þegjandi viður- kenningu fyrir honum. Þessvegna höfum við þegar kosið okknr fána. Ekki til þess, að fá hann þegar löggiltan. Ekki til þess að fá staðarfána. Heldur til þess að hafa hann sem sameiginlegt tákn, sameiginlegr- ar baráttu allra Islendinga, um það að verða einhvern tíma sjálfstæð þjóð. Við kærum okkur ekkert um að fá hann löggiltan þegar. Það er hlutur, sem kem- ur af sjálfu sér, þegar markinu er náð. En við viljum vinna að viðurkenningu hans og vinsældum heima fyrir eins mikið og: við getum. Alsstaðar þar sem við kom- um saman, eigum við að veifa honum, á fundum, á íþróttamótum, við skóggræðslu- og á heimilum okkar, til þess að vinna fylgi allra íslendinga með honnm. Ogvið- eigum að vinna miklu meira að því en> við höfum unnið enn. Ut frá þessu myndu sumir vilja kalla Ungmennafélögin skilnaðarfélög. Rétt er það að vísu, því að þau eru skilnaðarfélög á Sama hátt og allir Islendingar eru skiln- aðarmenn. En þau vilja ekki vinna að þvf með háværum pólitiskum gauragangi. Þau vilja vinna að því, með því að þroska og menta félaga sína og með því að græða og efla landið. Og það er eini vegurina til þess að ná því marki. Ir. Þ. Fjárreiða. Miklu varðar fyrir hvern sem er, að hafa glöggar gætur á hag sínum, og það ekki síður fyrir fátækan en ríkan. En svo mikils sem það er um vert fyrir ein- staklinginn, þá er þess þó engu minní þörf félögum, að alt sé í góðri reglu, er að fjárhag þeirra lýtur, og alla jafna mun. það vera hirðuleysið, sem svo endar í fylstu óreglu, sem verður félögunum að fjörtjóni. Ungmennafélögin ættu i þessu efni að sjá að sér í tima, þrífa til ef með þarf, og gæta þess jafnan, að hafa hreina reikn- inga. Því er við brugðið, að íslendingar séu: óskilvísir, og sé svo, er það ekki hvað minsta ólánið sem eltir okkur. Og víst er það, að um óskilvísi vitnar hve alment er refjast um að greiða andvirði blaða og félagsgjöld. En á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela, og óskilvísi i smámun- um leiðir af sér aðra meiri. Vitur maður heíir sagt, að ef Ungmenna- félögin gæti tamið félögum sínum skilvíst

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.