Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1912, Page 1

Skinfaxi - 01.05.1912, Page 1
5. BLAÐ REYKJAVÍK, MAÍ 1912. III. ÁR Islensk náttúra. I. Dettifoss. Menn segja að við íslendingar séum fá- tækir. En fátækt er margskonar. Stund- um vantar auð, stundum vit eða þekkingu, stundum siðgæði eða fegurðar])roska. Og j)ann sem á eitt tvent eða meira af ])essum tegundum auðlegðar, getur baga- fega vantað aðrar. Þær fara heldur sjald- un saman, margar eða allar, að menn segja. En það er aðeins einskonar fátækt og einskonar auðlegð, sem átti að minnast á hér, þetta að sumir menn sjá enga fegurð kringum sig, en aðrir mikla. Þeir fyrnefndu eru fátækir, þeir síðarnefndu ríkir í þeim skilningi, sem hér er átt við. Og þessi fátækt er almenn á Islandi. Vegna hennar hryggjast margir að óþörfu yfir kjörum sínum, þrá fjarlæga og ófáan- lega fegurð en loka augunum fyrir þeirri fegurð, sem umkringir þá. Þetta er sár fátækt. En hitt er gulli dýrara að finna uppsprettu gleði og nautna í linum fjall- anna, í litbrigðum lands og lagar, við ströndina í ólgu brimsins, í sveitinni i hruni fossanna, á sumrin í litskrúða og form- fegnrð jurtanna, á vetrarkvöldunum í tindr- andi stjörnum og iðandi norðurljósum. Sá sem ann þessu er aldrei einn, þótt fjar- lægur sé hann öllum mönnum; hann er i stöðugum, lifandi tengslum við náttúruna, verður með dögum og árum auðugri að •dýrðlegum, óafmáanlegum myndum þeirrar fegurðar, sem allir eiga aðgang að, eil fáir iinna. Þegar gullnáma finst, eða þégar ménn halda að gull sé fundið einhversstaðar, þó að það sé lýgi, þá verða heilar þjóðir slegnar undarlegri sýki sem heitir gullsýki. Hún tekur frá mönnum vit og vilja, og er sóttnæm eins og pestin sjálf. Hún þjáði eitt sinn flesta mestu menn Islands part úr ári, ætlaði alt um koll að keyra. En svo kom það úr kafinu að í nám- unni var ekkert nema möl og leir, og þá fengu menn vitið aftur. En þetta sýndi hvað svona námur eru voldugar. Veslings Island á víst lítið af þessum námum, en aftur aðrar ótalmargar, þar sem safna má auði fegurðaráhrifa. En um þær tala menn lítið. Við vissum ekki um þær, fyr en aðrir menn komu óraveg úr fjarlægum löndum og sögðu okkur, að við ættum þarna geymda fjársjóði. — — Eitthvað þessu líkt ílaug i gegnuin huga manns nokkurs, sem var á ferð seint á sumardegi á Mývatnsöræfum. Ilann stefndi norðaustur yfir sandana, blásna og bera, með sprungnar hraunæðar í lægðunum. Hér og þar rísa einstök fell hátt yfir auðn- ina — í suðri Herðubreið, mest og hátign- arlegust, há og axlabrött rneð ískórónu á höfði. í austri lág fjöll í fjarska en nær sýnist sem lægi blikandi stálstrengur norð- ur sandinn. Það er Jökulsá, ein mesta á landsins, hvergi reið milli fjalls og fjöru. Hún sýnist hvergi breið, en þó ægileg.; skolgrá, straumhörð, köld og dauðaleg fell- ur hún niður yfir sandana. Þar er .alt lífvana, engar graseyar sjást, enginn fugla- kliður heyrist., Ferðamaðurinn, rétt skiU inn við Mývatn og Laxárhólma með yndisr legasta gróðri og fjölhreyltasta dýralifi, sem ti] er á þessu landi,-lætur hugann hvarfla

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.