Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1912, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.05.1912, Qupperneq 2
34 SKINFAXI yfir þennan inikla mun, hve vandfarið er með fjör-egg lífsins, að það Iifir aðeins í skjóli verndandi afls, að það nístist til bana í köldum greipum Jökulsár og öræfanna. Ain verður straumharðari, hrapar í strengjum á ílúðum; hér og þar koma úðastrókar upp af smáfossum. En alt í einu sýnist áin hverfa niður í urðaröldurn- ar. Maður klifrast fram gegnum stórgrýt- ið fram á bláárbakkann, sem hulinn er í úða-móðu. Skyndilega er sem hafið sé upp tjald fyrir ægilega fögru leiksviði. Fossiun sést og gilið ógnardjúpt milli lóðréttra hamraveggja, 100 metra hárra. Það gil er gömul sprunga, mynduð við jarðskjálfta gegnum móbergs og grásteinslög, sprunga löng, djúp og breið, með skarpri, breiðri brothlíð að sunnan á ská frá norðaustri til suð- vesturs. Þessvegna sést fossinn best af vest- urbakkanum, nema sú röndin sem næst er; hún hverfur undir hamarinn rétt við fætur manns. Fossinn er ekki alveg í einu lagi, því að lítil snös stendur upp úr brúninni; meg- infljótið fellur vestan við hana, en þó er austurfossinn enn tilkomumeiri, hár og ít- urvaxinn íjallabúi með brjóstið breitt og hvelft. Fossbrúnin sjálf virðist vera hærri enn farvegurinn á bakvið; áin nemur þar staðar, hleypir sér í keng, safnar orku og fleygist þá yfir röndina i ógnarbáru niður hengiflugið. En á fallinu lekur loftið á móti valninu smeygir sér inn milli ölduhryggjanna, þrýst- ir þeim lengra fram, fjarlægir þá hvorn öðrum, neytir fallsins og blandast vatninu, gerir það hvítt, lætur jöklaskólpið skína eins og hreinasta lín. Droparnir sem fram- gjarnastir eru losna frá, leysast meira sund- ur, verða að örlitlum úðaögnum, sýnast missa alla þyngd, hætta við að hrapa en berast með vindbiænum út yfir auðnina, gera hana sídöggvota, en megna aldrei að svala neinu lifandi, því að þar ræður dauð- inn einn. En bakvið reykinn rofar i fossinn; mað- ur sér öldurnar, hikandi á brúninni, þá hrynjandi hver í annarar spor eins og sjó- ar sem leita að strönd. Fossaílið, fall- hraðinn og mótspyrnan knýr þær lengra fram. Dettifoss sýnist þá rétta úr sérr breiða út sterka, hvelfda brjóstið, þar sem ölduhryggirnir harðir og stálspentir eru vöðvarnir í risabolnum, sem sí og æ reyn- ir að sprengja hamrafjöturinn. En þau átök eru sterk. Þessvegna nötrar og skelf- ur bjargið „sem strá i næturkuldablæ“, þessvegna finnur veikur maður þar lítil- leika sinn og getuleysi, ber hönd fyrir augu og hylur fossbrúnina eitt augnablik; um leið byrgir úðastroka ána í gilinu. Þá er fossinn orðinn hrapandi, mjallahvítt, úðu- vafið band, síbreytilegt og skiftandi. Það villir og dáleiðir mann; alt hverfur nema fossinn; sjálfur er maður í lausu lofti, sviftur öllum samböndum við það sem varT ekkert nema örlitil, viljalaus smáögn, dreg- in og seidd með heljarafli beint í þá sog- andi strauma. — — En reykurinn hverfur og höndin er bor- in frá. Þá sést aftur gil og gljúfur, berg- ið, auðnin og umhverfið alt. Og sjálfur er maður á bakkanum hissa og undrandi, eins og maður, sem vaknar við vondan draum, og finnur að hann liggur í hvílu. sinni en ekki á fljótsbotni eða undir háum’ björgum, eins og hann hafði dreymt um, Dáleyðslan er liðin frá, bönd virkileikans tengd á ný. Margir hafa komið hér og allir séð hi& sama náttúru-undur ógleymanlegt, of sam- sett, of hrífandi til að vera lýst með litum eða orðum. Hver einstaklingur verður að sjá það fyrir sig. En um leið og gestur- inn fær þá ytri mynd, sem verður svipuð í allra sálum, þá fær hann nokkuð annað;. hann sér sina eigin veru. I návist fossins mikla gleymist og grefst hið litla í manninum; aukaatiiði sálarinn- ar hverfa í skugga meginþáttanna. Foss- inn skilur gest sinn og leikur lians laq, talar hans tungu. Þetta finna allir, ei» skáldin lýsa því best, því að þau kunna að tala. Þar kom fyrstur Kristján, sjúkt,

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.