Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1912, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.05.1912, Qupperneq 6
38 SKINFAXl ríku eða þeir úr Norður-Ameríku. Það «r dagurinn borinn saman við nóttina. Þessi mikli mismunur á gervileika þjóð- anna er orðinn samgróinn eðli þeirra; hann gengur í erfðir frá kyni til kyns, hans verður vart alstaðar í þjóðlífinu, hvar sem tekið er á. En til að skilja hann verður að taka, lýsa og sundurgreina upp- eldi beggja þjóðanna, reyna að skilja hvern- ig önnur gerist svo öflug, þar sem hin verður svo veik. Tökum fyrst hvað fólkið vill. Spyrjum hundrað franskra foreldra, bætir höfundur við, hverja lífsstöðu þeir óski sonum sínum, þá mundu 75 af hverju 100 segja: Við viljum koma drengjunum okkar i þjónustu stjórnarinnar, við viljum, að þeir verði em- bættismenn. En í þær óháðu lífsstöður koma fóir af frjálsum vilja, en margir sem strandað hafa af einhverjum ástæðum á leiðinni upp í embættisstigann. En ríkið getur nú, því miður, ekki tek- ið við öllum þeim, sem bjóða þjónustu sína. Það verður að velja úr, það er gert með prófum. Þau eru það mikla hlið, sem þeir gæfusömu ganga í gegnum inn í hið fyrirheitna land embættanna. Að vera heppinn við próf, að fá háa einkunn, er því aðalósk þessara ungu manna, því að öll framtíð þeirra er kom- in undir fyrstu úrslitunum. Þetta vita for- eldrarnar. Þeir heimta því af skólunum, að þeir séu góðar prófstofnanir; þeirdæma um gildi skólanna eftir því, hve mörgum lærisveinum þeirra tekst að komast örugg- lega inn á embættísbrautina. Og skólarnir verða að laga sig eftir kröfum foreldranna; ef þeir ekki gera það, fá þeir enga lærisveina og veslast upp. Þeir verða að troða í nemendurna. Nafn- ið er ljótt eins og aðferðin sjálf. Próf- ítroðningur er þá í því fólginn, að veita d sem stystum'tíma grunnfœrna þekkingu, sem varað getur nokkra daga, í þeim greinum sem prófaðar eru. En hversvegna er sú venjuleg prófþekk- ing skammæ ? Af því hún reynir nær eingöngu á minnið; er öll á yfirborðinu, en gagnsýrir ekki andann, reynir ekki á skilninginn, þroskar hann ekki, og fellur burtu að mestu þegar prófraunin er liðin; og enginn sakast um það. Sé prófið heppi- lega afstaðið, er lífsbrautin framundan, greið og glæsileg. Þantiig er æsku þessara manna eytt við innisetur, utanaðlærdóm og ítroðning, en þvílíkar aðfarir geta ekki annað en deyft og lamað dýrustu eiginleika mannsins, frum- leikann, skapandi aflið, dómgreindina og viljaþróttinn. En þessara eiginleika þarf ekki með hér, byrjunin er eins og endir- inn. I skólanum beygir drengurinn sig hugsunar og viljalaust fyrir orðum bókar- innar, í embættinu beygir starfsmaðurinn sig fyrir skipunum yfirboðaranna. Sá sanni embættismaður er ekki fyrst og fremst sjálfstæður einstaklingur; hann er það í mesta lagi í frístundum sinum; í embætt- inu er hann hjól í afarmikilli vél, hjól sem á að snúast, snerta og sleppa öðrum hjól- um með þeim hraða, sem vélameistaran- um þóknast að hafa í það og það sinn. Meistarinn einn, sem stýrir vélinni þarf, og á að vera fullkominn maður. Hann má vilja, álykta, og ráða til lykta fyrir alla hina. „Þetta er nú okkar aðferð“ segir höfundur „það, að skapa í skólan- um verkfæri en ekki menn“. „Okkar að- ferð og annara meginlandsþjóða“, hefði hann mátt bæta við. En í enska heiminum er farið alveg gagnólíkt að - í þessu efiii, og verður nú vikið að því í næsla blaði. „íslenskt íþróttalíf.“ Svo nefnist ritgerð eftir Sigurjón Pét- ursson og Dr. Valtý Guðmundsson sem byrjaði í siðasta hefti Eimreiðarinnar (18. árg 1. hefti). Er hún frásögn um íþrótta- iðkanir íslendinga á síðustu árum; hefst með stofnun „Grettis“ á Akureyri 17. febr.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.