Skinfaxi - 01.09.1912, Page 7
SKINFAXI
71
dag; um aðferðina má lesa í Skógræktar-
ritinu, 45. bls.
Eitt skilyrði er sett um eignarrétt félag-
anna á plönfunum, en það er, að verði
þær seldar, að þá fari verðið ekki fram
úr 15 kr. á þúsundi, og hefir sambands-
stjóri undirritað samning um það við skóg-
ræktarstjórann.
Sjálfsagt er að treysta því, að Ung-
mennafélögin geri alt sitt til að forða þess-
um bágstadda nýgræðingi frá feigð.
G. M.
Úr bréfi.
Borgarfirði 10. sept. 1912.
. . . Geta má þess, að 26. apríl s. 1.
var stofnað samband milli félaganna hér
í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Gerðu
það 13 fulltrúar frá 7 félögum, og var
því gefið nafnið Ungmennasamband Borg-
arfjarðar. Tilgangurinn að auka sam-
vinnu félaganna á sambandssvæðinu og
gangast fyrir íþróttamóti einu sinni á
ári, líkt og félögin gera austanfjalls. Inn-
gönguskilyrði að félögin séu í sambandi
U. M. F. I. — Sumir vildu láta sam-
band þetta segja sig úr lögum við U. M.
F. 1., en öðrum fanst það hið mesta
óráð og er vonandi að sú hreyfmg hjaðni
niður hið bráðasta, því ilt eitt mundi af
hljótast fyrir félagsskapinn í heild sinni, en
sérstaklega fyrir okkur Borgfirðinga. — I
samband þetta eru nú komin 7 félög og
héldu þau fund með sér á Hvítárbakka 8.
þ. m. Rædd voru þar ýms málefni, menn
skemtu sér og þreyttu íþróttir. Helst
þótti hreystibragur að því, að 6 piltar syntu
yfir Hvítá á ferjustaðuum og til sama lands
aftur, var þá farið að kvefda og fremur
kalt í vatni og veðri, en eigi sást annað
en að þeir væru vel heitir þegar upp úr
kom. Annars er dauft yfir íþróttalífinu,
sérstaklega glímunum, sundinu aftur meiri
gaumur gefinn, og er óhætt að sega að
nieiri hluti unga fólksins geti fleytt sér, þar
sem Ungmenna félögin hafa náð að festa
rætur hér. Hinn 1. þ. m. var háð 100 stiku
kappsund að tilhlutun U. M. F. Islendings,
og kept um silfurskjöld sem ganga á mifli
bestu sundmannanna ár frá ári, ogeigi verð-
ur eign sigurvegarans fyr en unnið befir
þrisvar.-
. . . Þrjú félög hafa komið sér upp fund-
arhúsi, (Reykdæla, Brúin og Haukur). Eru
það steinsteypuhús sem kostað bafa á ann-
að þús. kr. hvert, og munu þau öll nærri
skuldlaus eign. . . . Skógræktarritið hlýt-
ur öllum að þykja vænt um, og vænt er
að það skuli eiga að verða kenslubók á
Hvanneyrarskóla; þar fær maður þó eina
bók að læra á móðurmálinu og um
hugðnæmt efni. Annars er svo margt öf-
ugt enn þá, t. d. að íslenskir piltar á ís-
lenskum skólum, með íslenskum kennur-
um skuli þurfa að læra alt á erlendu máli,
til þess að verða íslenskir bændur uppi r
sveit . . . Þótt margt af ungu fólki hafi
gerst Ungmennafélagar, þá vantar þó mikið
á að fjöldinn sé það í raun og sannleika.
Mörgum finst að þeir geti svo lítið gert og
draga sig þess vegna i hlé. Vantar snarp-
ari vakningu. En meðan ungu mönnun-
um þykir fremd í að reykja, tyggja tóbak,
taka í nefið, neyta áfengis og vera sífelt
með blótsyrði á vörunum og annað þ. h.,
œtti eitthvað að mega laga með hægu
móti. Ellegar hvað samúðarandinn er alt-
of lítill. . . . Flest félögin hér hafa fengið
sér íslenska fánann og veifa honum þegar
eitlhvað er um að vera hjá þeim. Ef hann
nær hug þjóðarinnar, er henni borgið.
V.
Hitt og þetta.
í sambandið
eru nýgengin félagið Svanur í Álftaveri
í Vestur-Skaftafellssýslu, og Ungmennafé-
lag Borgarhrepps í Mýrasýslu. — Smá
stækkar hópur félaganna sem haldast í
hendur.