Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1912, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.11.1912, Qupperneq 7
SKINFAXI 87 frá að sökkva í hið versta foræði. Ætlar kvenþjóðin nú að bila og ganga út á glap- stigu karlmannanna? Ekki svo að skilja, að skyldan til að halda uppi sóma og heil- brigði þjóðarinnar hvíli þyngra á konum en körlum, heldur hilt, að þær eru getu- meiri í þeim efnum. Reykingar eru að vísu hlægilegar, en tóbaksnautn i sjálfu sér er svo alvarleg, að ekki er hægt að hlægja að henni. Það er óþarfi að lýsa þeim óþrifnaði, sem munntóbaks og neftóbakshrúkun hafa í för með sér. Það er ókurteisi að fylla íveru- herbergi eða samkomusali með reyk og spilla þannig andrúmsloftinu fyrir þeim, sem aldrei reykja. Verst er þó það, að þeir sem neyta tóbaks að ráði, spilla með því skilningarfærum og taugakerfi. Alvar- legar tóbakseitranir eru ekki nijög tíðar, en mörg brjóstveiki, og ýmsir aðrir kvill- ar er sagt að stafi beinlínis eða óbeinlínis af tóbaksnautn. Við liggjum Kínverjum á hálsi fyrir ópíumsreykingar; hvaða augum skyldu þeir líta á reykingar okkar og tó- baksnautn, og skiftir það í rauninni nokkru máli, hvort maðurinn spillir sér á tóbaki ópíum eða áfengi? Er það ekki fínt að rekja? Jú! En raunar er það ekki nema villimanna siður. Villimenn í Vesturálfu neyttu tóbaks, þeg- ar Evrópumenn komu þangað. Mentun- arlaus sjómannalýður, sem fór vestur og dvaldi þar með Indíánum, lærði af þeim að neyta tóbaks og flutti svo með sér kunnáttuna til Evrópu. Tóbaksnautn breidd- ist skjótt út meðal verkalýðs og fátæklinga, sem voru mjög fáfróðir og lifðu í mikilli niðurlægingu á þeim tíma, en með ment aðri mönnum og svokölluðu betra fólki ekki fyr en miklu seinna. Þegar tóbakið tók að breiðast út. mætti það harðri mót- spyrnu af hendi hugsandi manna, en radd- ir þeirra fengu ekki áheyrn hjá hinni hjá- trúarfullu alþýðu. Menn trúðu því fast- lega, að tóbak væri allra meina bót og jafn- framt vörn gegn allskonar sjúkdómum. Læknislistin var ekki komin á svo hátt stig þá, að hún gæti með vísiricíalegri rök- semdafærslu sýnt fram á skaðsemi tóbaks- ins og kveðið það og hleypidómana sem því fylgdur niður. Til Islands barst tóbakið með útlendum sjómönnum. Það fylgdu því sömu hleypi- dómarnir hér sem annarstaðar. Ekki er laust við, að það eimi ögn eflir af þeim enn, Einhverjir munu hafa heyrt að tóbak bætti sjóveiki, og sjómenn tyggja manna mest tóbak til þess að halda liita og heilsu, en það hefir i rauninni alveg sömu áhrif og nokkur staup af áfengi daglega. Island fyrir Islendinga! Þau orð láta okkur vel i eyrum og það að maklegleik- um. Ef við viljum reynast þeirri hugsjón trúir, megum við alls ekki verja mikilli upphæð af því sem framleilt er í landinu fyrir útlendan óþarfa og síst fvrir þann óþarfan, sem miðar að þvi að veikja dug landsmanna. Inn í landið er nú flutt tóbak fyrir ca: 350,000 kr. Tollur og úlagning kaup- manna, sem að vísu rennur inn i landið, en þeir þurfa að greiða, sem tóbaksins neyta, er óefað ekki minni upphæð. Það verður ekki nógsamlega lofað, að menn njóti með skynsemd þeirra gæða, sem h'f- ið hefir að bjóða, en það er skylda okkar að velja jafnan besta hlutskiftið. Við er- um fátækir, Iandar, og förum margs á mis. Við búum i slæmum húsakynnum, og það er fjöldi fólks sem ekki getur veitt sér holla og kröftuga fæðu og skjólgóð föt. — og mesti sandur af ungu og efnilegu fólki, sem verður að fara ú mis við ment- un og menningu vorra tima, einungis fyr- ir efnaskort. — Ef tóbaksnautn væri útrýmt, mundi lands- sjóður tapa fullum tvö hundr. þús. króna tekjum í tollinum, en tóbaksneytendur spara sér um kr. 700,0000 útlát. Sparnaðurinn mundi þú verða um kr. 500,000 því kaup- mönnum er hægðarleikur að bæta sér skað- ann með þarfari og arðhetri verslun. Hvað er það þá, sem kemur mönnum til þess að neyta tóbaks? Ekki er það'

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.