Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 2
26 SKINFAXI unum og komi aftur fram, þegar skilyrðin breytast. Svo hefir verið með alla alþýðu i Evrópu nú á öldinni sem leið. Og í okkar þjóðlífi má sjá þess ótal dæmi, bæði um einstaklinga og ýmsar greinir þjóð- félagsins, að skorturinn getur lagt lífsaflið í dá, i svefn, eins og vetrarkuldinn sumar jurtir og dýr. En þegar sól hagstæðra kringumstæða skín á þjakaða ættbálkana, þá vaknar lífsneistinn í nýrri kynslóð, sem bæði vill og getur lifað. „Aö strita Það er eftirtektarvert að athuga meö viti“. hinn volduga mannfélagsstraum, sem sí og æ brunar áfram en aldrei nær að ósi. Efst eru, í hvert sinn, þeirsemráða, þeir sem stýra, oft þeir sem orkumestir eru í fyrstu. En þeir, eða fremur afkomend- ur þeirra, falla í valinn fyrir banvænnj sigð ofnautna og líkandegs áreynsluleysis, deya út, af því þeir hafa of mikið af því, sem nefnd eru lífsnauðsynleg gæði. En um leið eru við botninn sístreymandi mil- jónir, mannlegar verur, sem lifa af því þær strita, en lifa kyrkings- og kvala-lífi, af því þær fá of lítið af gæðunum, sem þær skapa. En þó er bót í máfi, að hvenær sem miljónarnir vakna, eiga þær fjöregg sín aflið og vitið óskemd, og geta byrjað að lifa verulega mannlegu lífi, eftir kyrkings- dáið langa. En það verður ekki fyr en háir og lágir skilja betur en nú, hversu ein- hliða líf er skaðlegt, skilja að langvar- andi kyrkings-og úrkynjunar-laust líf getur ekki blómgast nema, þar sem aliir strita með viti. 7 T Bréfakvöld. Yér erum fámennir Ungmennafélagar — ennþá. Annað er samt verra, hvað oss veitir örðugt að ná saman og halda saman. Einkum er þessu svo farið upp til sveita. Fámennið í strjálbygðinni þar er hættuleg- ur óvinur. Þegar það í sambandi við hús- næðisleysi og efnaleysi legst á nýútsprung- inn félagsvísi, þá má heita að dauðadóm- urinn sé upp kveðinn. Það kemur kyrk- ingur í vísinn, og hætt er við, að bann beri þess menjar lengst af, ef honum á annað borð tekst að lifa. Vér sem að eins höfum starfað í kaup- staðarfélögum, eigum örðugt með að gera oss grein fyrir því, hvað lamandi, hvað drepandi vald slíkra óvina er. Gerum líka sjálfsagt alt of lítið að því að setja oss f sporin. En svo illir viðureignar sem þessir óvin- ir eru, þá eru þeir þó ávalt staðbundnir. Það eru ekki nema einstöku félög, sem fá- að kenna á valdi þeirra. Eg veit einn óvin enn, sem er enn skæð- ari, enn meira lamandi og drepandi en þessir þrír eru til samans. Hans yfirburð- ir yfir þá eru m. a. fólgnir í því, að hann er ekki bundinn við stað né stund. Hann hefir leikið lausum hala um land vort altr frá fornu fari. Alstaðar þar sem menn voru, þar náði hann sér niðri. Og nærri má geta, hvort vér Ungmennafélagar höf- um farið varhluta af þeirri bölvun, sem- hann jafnan leiðir yfir þjóðina, þegar hann er á ferð. Það er sundrungarandinn, „snndurlynd- isfjandinn“, sem eg á hér við. Við sjáum stundum framan í hann ljós- lifandi mitt á meðal vor. Og einn á ferð er hann ekki. Einræn- ingsbyggjan fer á undan honuni og fóstr- ar hann, en eftirfari þeirra beggja og skil- getið afkvæmi er eintrjáningsskapurinn. Ekki er hann heldur aðeins á einum stað. — Mér er nær að halda, að hann sé að finna í einhverri mynd, bvar sem Ung- mennafélag er. Undanfarann líka. Eftir- farann líka. En hvert einasta spor þess- ara hjúa er átumein i félagsskap vorum. Til þess að losna við ]>essa fyigju og þau mein er hún veldur, hefir verið gripið til ýmsra vopna. Öflugustu vopnin eru fjórðungsþing, sambandsþing og Skinfaxi,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.