Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 band fyrir Vestfirði eina, með undanþágu sambandsstjóra frá sambandslögum þann- ig, að takmörkin verði Gilsfjörður og Bitru- fjörður. — Stendur til að fjárskifti fari fram á þingi Sunnlendinga. En fyrsta þingið sitt vestra héldu þeir 21. og 22. mars. Það sem gera skal á vegum hins nýja sambands er þetta helst: Koma. á íþrótta- kenslu og fyrirlestrum hjá félögunum, þegar á árinu, styðja að því að komið verði á leikvangi á ísafirði, að stuðla að efling og útbreiðslu heimilisiðnaðar og leggja honum fjárhagslegt liðsinni, vinna að því að trjá- rækt verði almenn á heimilum og styrkja með fjárframlagi, og að félög, sem geta því viðkomið, verji einum degi á ári til skógarferða, að íþróttamót séu háð einu sinni á ári á sambandssvæðinu, að styrkja með fjárframlagi fyrirhuguð sundnámsskeið á Önundarfirði og Dýrafirði, að fulltrúar beiti sér fyrir útrýmingu tóbaksnautnar í félögum sínum. Þá voru og samin fjárlög og kosin stjórn : Forseti: Björn Guðmundsson, ritari: Jón Eyjólfsson, féhirðir: G. Franklín Guðmundsson. Stjórnin á öll heima á Dýrafirði. Skin- faxi veit, að félögin vestra eiga marga góða menn, og að þeim muni þess vegna vel farnast. Úr bréfi. — — — Margir fara til Ameríku héðan úr sveitinni nú með vorinu. Þeir telja hér ólifandi, formæla landinu sumir. Líklega er þó gæfuleysi þeirra hér ekki eingöngu landsins sök. Sumir þeirra hafa eitt öllu, sem þeir eignuðust i tóbak, vín og dans- skemtanir, og mun þvílíkum mönnum hvergi vel farnast. U. M. F. verða að stemma stigu fyrir útbreiðslu þessa land- flólta-hugsunarháttar, með verkum, með dáðaverkum. Verum heima, vinnum, græð- um fé, kaupum land, girðum það, ræktum það, byggjum það, nemum Island að nýu. Þá mun sannast, að landið okkar getur framfleytt börnum sínum — — — V. B. „Þu“ og „þér“. — — — U. M. F. hafa tekið þetta mál á dagskrá, en lítið orðið ágengt enn; menn. deila ár eftir ár með sömu röksemdum og þar við situr. Andstæðingar okkar þúbræðranna færa fram tvær aðalástæður. Fyrst að það sé alheims-venja að þéra, og i öðru lagi sé það þægilegt til að geta sýnt með léttu móti sambandið milli þeirra sem tala. Með að Jma megi sýna náinn kunnings- skap, vináttu, og að báðir standi á svip- aðri hillu í mannfélaginu. En sé þérað sé það vottur um mannvirðingamun eða ókunnugleika. Alþýðumenn í sveitum finna ekki til að þeir þurfi að þéra stéttarbræður sína, þótt þeirséuþeim ókunnugir, og gera það sjald- an. Hins vegar nota þeir Jjér hiklaust við efnamenn úrbæjum og embættismenn — til að sýna þeim lotningu. Þeir gera það af vana, og hugsunarlaust, finna enga niðurlæging í því yfirleitt. Þó er þessi vani sprottinn upp á eymdartíma þjóðar- innar, þegar kaupmenn og embættismenn voru alvalda yfir alþýðunni og gátu leikið haua að vild. Forfeðrum okkar mun hafa verið nauðugur einn kostur að lúta í þess- um efnum, en okkur rekur engin þörf tit að gera og viðurkenna slikan mismun. Við reynum að rétta við hag alþýðunnar á Is- Iandi, bæði í orði og verki, reynum að þurka af gömlu áþjánar og eymdarsporin — og orðið þér er af því bergi brotið. — — — Þ. E.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.