Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI Nýu skólarnir ensku. VIII. Hverju sœta þvilík endemi? Hversvegna «itja lærðir menn í Reykjavík fjöldamörg ár við að kenna létt, útlent mál, og geta þó ekki á öllum þessum langa tíma gefið nándarnærri þá leikni, sem ta má með því að vera fáeinar vikur innan um fólk sem tal- ar þetta mál? Það kemur af því, að þeir kunna ekki að kenna, hafa ekki veitt eftir- tekt, hvernig náttúran sjálf fer að. Hvernig læra menn móðurmálið? Er ungbörnunum fyrst kend málfræðin, þá að rita það og seinast að tala? Ef svo væri, mundu tungumálakennarar gömlu skólanna hafa fyrir sér fordæmi náttúr- unnar. En því er nú ekki svo varið. Fyrst Iæra börnin mælta málið, þá að skilja ritmálið, seinast málfræðina og að skrifa sjálf. Þessa aðferð hafa nýu skól- arnir tekið upp við nám útlendra mála. Tökum Áhbotsholm. Þar eru nemend- urnir í 6 ár, frá 12—18 ára flestir. Þar •eru aðallega kend tvö útlend mál: þýska og franska. Fyrstu tvö árin, sem hver nemandi er í skólanum, heyrir hann ekk- ert um þau, en í stað þess er lögð hin mesta alúð við móðurmálið og lesið það besta, sem ritað er á því. En í byrjun þriðja ársins kemur einn kennarinn inn í bekkinn, talar þýsku og læst ekki skilja annað. Hann bendir á hina ýmsu hluti í stofunni, veggi, gólf, loft, borð, bekki, bæk- ur o. s. frv. nefndir þá á þýsku, nemend- urnir hafa orðin eftir og læra þau. Kenn- arinn færir einhvern hlut til, setur t. d. stólinn upp á horðið, bendir á það og seg- ir: Stóliinn er á borðinu; það er endur- tekið. Þá færir hann stólinn fram fyrir, aftur fyrir, undir, eða setur hann til hliðar við borðið, og lýsir því í hvert sinn. Þann- ig læra nemendurnir nöfn nokkurra al- gengra hluta, helstu stefnur og áttir. Eða kennarinn fer í dálitla gönguferð með allan hópinn, nefnir og talar um alt, sem fyrir augun ber á sama, útlenda málinu; erfitt gengur með skilninginn fyrst, en á ótrúlega stuttum tíma skilja nemend- urnir mælta málið, geta talað það, og i tvö ár er nær alt kent á þýsku, lesnar þýsk- ar bókmentir og ritgjörðir gerðar á þýsku. Seinustu tvö árin er franska lærð á sama hátt og kent á frönsku, talað á trönsku yfir borðum, við vinnu, i leikjum á ferð- um og hvar sem piltar eru. Á þennan hátt má læra málin til fullnustu, hafa vald yfir þeim á sama hátt og móðurmálinu, talað, lesið og ritað þau, og það því frem- ur sem nokkrir kennararnir eru ávalt út- lendir, þýskir eða franskir; hafa nernend- urnir því vanist frá byrjun hinum rétta hljóðblæ málsins, sem nær ætið fer for- görðum, þegar lært er af samlendum manni. A þennan hátt er alt unnið en engu tapað. Sá tími, sem í gömlu skólunum fer i endalausar þýðingar og yfirheyrslur á móðurmálinu, er hér sparaður. Utlenda málið er lært, og lært vel við að nota pað, við að tala á því og rita á því um það sem gert er daglega; nám hinna ýmsu fræðigreina hefir einkis í mist, þvert á móti grætt tíma, er sparast við allar þýð- ingarnar. Munurinn er enginn annar en sá, að nemendurnir hafa, svo að segja, lifað fáein ár í öðrum löndum, drukkið i sig út- lend mál og numið á þeim ýmsar fræðigr. Hér er ólíku saman að jafna: langvinnri, erfiðri, leiðinlegri, ófrjórri og gagnslítilli málakenslu gömlu skólanna, eða hinni stuttu og léttförnu leið í nýu skólunum; þó veitir síðari aðferðin svo mikinn árang- ur, sem unt er að fá: þann að hafa allar greinar málsins á valdi sínu, eins og inn- fæddur væri. Bréfakvðld. Ungmennafélag Reykjavíkur hefir ákveð- ið bréfakvöld hjá sér á Jónsmessu, 25. júní n. k. og væntir margra og góðra bréfa þá frá mönnum utan og innan fé- lagsskaparins, ungum og gömlum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.