Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 8
SKINFAXI
Mýmörg-
eru |)au ungmennafélög, sem enn ekki
hafa fengið sér eyðublöð undir yfirlitsreikn-
inginn, sem lýst hefir verið í Skinfaxa, og
er þaS ekki góSsviti aS viS skulum vera
svona seintækir á þaS sem miSar til bóta,
])vi aS vitanlega er reikningsfærslu lika
hjá ungmennafélögum víSa áfátt.
Jakol) Ó. Xiárasson
er nýkominn heim úr langri ferð, Fór
hann fyrst til Ameríku og var prestur
þar fyrir íslenskan söfnuS nokkra stund.
Ekki festi hann þó yndi þar, þrátt fyrir
hagstæS ytri kjör. SíðastliSið haust lagði
hann heimleiðis og heimsótti skóla, einkum
iýðháskóla í Noegi, Bvíþjóð og Danmörku
og lætur hið besta af.
Hitt og þetia.
Bestu tjalddyr.
Roald Amundsen, Norðmaðurinn frægi,
sem fann norðvesturleiSina og komst fyrst-
ur til suSurheimskautsins, hefir fundið upp
bestu tilhögun á tjalddyrum, sem þekt er.
Allir sem hafa búið í tjöldum vita, hve
erfitt er að hindra, að súgur komi um
dyrnar, þótt þær séu hneptar aftur eins
og venjulega er gert. Og fyrir norðurfara
hefir umbúnaðurinn á tjalddyrum orðið
lífsspursmál.
Þegar Amundsen sigldi norðan um Ame-
ríku, fór hann oft langar rannsóknarferð-
ir í allar áttir frá vetrarstöðvum sínum,
og bjó þá í tjöldum. Kuldinn var oft —
50° C. og var illa líft, jafnvel í skinntjöld-
unum. Amundsen tók þá það ráð að
sauma randirnar á vel þéttum poka við
tjaldskarirnar; botninn á pokanum vissi
inn í tjaldið. Síðan skar Amundsen
botninn úr pokanum, og mátti þá skriða
út og inn um opið; en á nóttunni bundu
þeir félagar fyrir pokann að innan, og
var þá allur dragsúgur úti byrgður.
Notíö áttavitann!
Hverju sætir það, að islenskir ferðamenn
láta eins og áttavitinn sé ófundinn enn ?
Það er hættulegt hugsunarleysi, og kostar
margan mann lífið hér á landi í blindbilj-
um og á fjallvegum. Áttavitinn þarf í
mörgum sveitum landsins að verða jafn-al-
mennur fylgigripur allra manna eins og
vasaúrin eru nú.
Næstu hai'öiudin
heitir ágætt kver, eftir landlæknirinn
okkar nú ný-útkomið. Allir sem hafa hug
á skynsamlegum umbótum með þjóðinni,
hafa gott af að lesa og hugsa um efnið í
ritling þessum.
Tilkynning frá stjórn Sunnl.fjórðungs.
Ný samhandsfclög':
U. M. F. ísafjarðar gekk í sambandið
eftir áramótin.
Frh.
Skatta og slcýrslur liafa sent:
U. M. F. Svanur.
- - Akranes.
- - Mýrahrepps.
- - Skarphéðinn í Olfusi.
- - Björn Hítdælakappi.
- - Reykdæla.
- - Baula.
- - Borgarhrepps.
- - Egill Skallagrímsson.
- - Laugdæla.
- - Baldur.
- - Biskupstungna.
- - Iðunn.
Skatt hafa sent cn ekki skýrslu:
U. M. F. Vestmannaeyja.
- - - Brúin.
Skýrslu cn eigi skatt:
U. M. F. Skeiðahrepps.
Félagsprentsmiðjnn.