Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXI 31 Félagsmál. U. M. P. Óðiun i Vesturskaftafellsýsla hafir stofnað tó- baksbindindisflokk. Meðlimir 17. U. M. P. Yísir í Suðursveit, Austurskaftafellssýslu hefir stofnað annan flokk samskonar; bindindið um allar tóbakstegundir, meðan meðlimir eru í U. M. F. Vísir var stofnaðurS. april 1912; meðlimir fremur fáir enn ; vonar þó að geta gengið i samband U. M. F. í. innan skamms. Þriðja flokkinn hafa Eiðamenn stofnað. Víða er áhugi með bindindi, og flytur Skinfaxi í þella sinn lög tóbaksbindindisflokks U. M. F. R., ef einhverjum frumbýlingum mætti verða styrkur að þeim. Burt með tóljakið! Tóbaksbindindisflokkum fer nú svo mjög fjölgandi, að mikil þörf er á samvinnu þeirra á meðal. Aðaltakmark flokkanna er að bjarga börnum og unglingum frá tóbaksbölinu, sem spillir beilsu, eykur ó- þrifnað og eyðir fé landsmanna. Ymsir menn úr þessum bindindisflokkum í Rvik og nærsveitunum hafa hug á að undibúa sambandsstofnun nú með vorinu. Vona þeir, að ekki muni skorta skilning og á- huga í U. M. F. á þessu verulega þjóð- þrifamáli. Vorið kemur bráðum með sól og sæld. Þá er tími til fyrir þá, sem ráða yfir moldinni kring- um býlin sín, að gróðursetja í skjólinu við bæinn, fáein tré og skrautjurtir. Alt er til sem þarf, ef viljann vantar ekki. Skóg- ræktarstjórnin á i gróðrarstöðvum sínum mörg þúsund plöntur, sem verða ónýtar, ef þeim verður ekki dreift bráðlega. Nóg er landrýmið fyrir þær. Hinsvegar skortir ekki U. M. F. góða leiðsögn um alt, sem að gróðursetning lýtur. Skógræktarritið góða er nú í ótal manna höndum út um alt land. Nýtt uugmennafélag'. er fyrir skömmu stofnað á ísafirði, allfjölment, og er það þegar komið í sam- bandið. Skiufaxi er því miður of fátækur til þess að geta kostað miklu til sinnar eigin útbj'eiðslu, t. d. með auglýsingum, en hinsvegar vænt- ir hann þess, að þeir, sem vita hvernig blað Iiann er, minni á hann við ókunn- uga, mæli með honum — útbreiði liann. Á síðasta ári þraut hann þannig, að ekki fengu allir sem vildu, en nú hefir eintaka- fjölda verið fjölgað um 500 frá áramótum, svo að þess vegna er óhætt að mæla með kaupum. Verðið er ekki nema ein króna og þó fylgir honum á þessu ári rit um heimilisiðnað og jafnan einhver síðar. Hjálpið til að koma fjörkipp í kaupenda- fjölda Skinfaxa. Skíðin sem sagt var frá í Skinfaxa í fyrra, og kostuðu með verksmiðjuverði 14 kr., geta þeir nú fengið á 12 kr. sem senda pant- anir strax til sambandsstjóra; peningana þarf ekki að senda fyr en á áliðnu sumri og verða þá skíðin komin fyrir haustið. Góð skiði - með óvenju góðu verði miða að svo miklu leyti að aukning skíðaferða, að sárt væri að þurfa að selja þessi 40 skíði, sem eftir eru, með sama verði versl- un, sem svo aftur seldí þau eins og þau í raun og veru kosta — 16 krónur. Ef félög' vilja auglýsa bréfakvöld í Skinfaxa, er vert að senda þær með sem mestum fyr- irvara, því að blöð og bréf eru lengi á leið sem kunnugt er. Andvirði auglýsing- arinnar mun verða 50 aurar og ætti þá að fylgja með í frímerkjum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.